Barkley, Dumars og Wilkins í heiðurshöllina Í gær var tilkynnt um nýjustu einstaklingana sem vígðir verða inn í körfuboltaheiðurshöllina í Bandaríkjunum og á meðal þeirra sem komust í gegn voru leikmennirnir Charles Barkley, Joe Dumars og Dominique Wilkins, sem gerðu garðinn frægan í NBA á níunda og tíunda áratugnum. Sport 4. apríl 2006 15:15
Tólf í röð hjá New Jersey Lið New Jersey Nets hefur heldur betur verið á sigurgöngu í NBA deildinni að undanförnu og í nótt skellti liðið Miami og vann sinn 12. leik í röð. Vince Carter fór á kostum í liði New Jersey og skoraði 43 stig, en Dwayne Wade skoraði 32 stig fyrir Miami. Sport 3. apríl 2006 14:27
Reggie Miller heiðraður í Indiana Skotbakvörðurinn Reggie Miller var í nótt heiðraður sérstaklega Indiana Pacers þegar númerið hans var hengt upp í rjáfur í höll félagsins. Miller lagði skóna á hilluna í fyrra eftir að hafa spilað í 18 ár með liði Indiana, en hann hefur meðal annars skorað fleiri þriggja stiga körfur en nokkur annar leikmaður í sögu deildarinnar. Hann var fimm sinnum valinn í stjörnuliðið á ferlinum er minnst sem einnar bestu skyttu í sögu NBA. Sport 31. mars 2006 15:45
San Antonio lagði Lakers Tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Meistarar San Antonio lögðu LA Lakers á útivelli 96-85. Tim Duncan skoraði 20 stig og hirti 13 fráköst fyrir San Antonio en Kobe Bryant var að venju stigahæstur í liði Los Angeles með 23 stig. Þá vann Phoenix sigur á Indiana 114-104 á útivelli. Shawn Marion skoraði 29 stig fyrir Phoenix og Steve Nash var með 15 stig og 13 stoðsendingar, en Peja Stojakovic skoraði 25 stig fyrir Indiana. Sport 31. mars 2006 14:26
LeBron James loksins í úrslitakeppnina Cleveland Cavaliers tryggði sér í nótt sæti í úrslitakeppninni í NBA með góðum sigri á Dallas á heimavelli sínum 107-94. LeBron James hjá Cleveland hélt upp á að vera kominn í úrslitakeppnina í fyrsta skiptið á ferlinum með því að salla 46 stigum á Dallas í leiknum, en Dirk Nowitzki var stigahæstur gestanna með 29 stig. Þetta var í fyrsta sinn í vetur sem Dallas tapar tveimur leikjum í röð. Sport 30. mars 2006 05:43
Línurnar að skýrast í Vesturdeildinni Fjórir leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Línur eru teknar að skýrast fyrir úrslitakeppnina í Vesturdeildinni, en Sacramento vann mjög mikilvægan útisigur á Utah Jazz 91-89 í beinni útsendingu á NBA TV í nótt og tók þar með stórt skref í að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Sport 26. mars 2006 07:45
James fór á kostum í 4. leikhluta LeBron James var heldur betur í stuði í 4. leikhlutanum á leik Cleveland og Boston, en hann skoraði þá 19 af 36 stigum sínum í leiknum og tryggði Cleveland sigur 94-82. Paul Pierce var stigahæstur í liði Boston með 24 stig. Sport 25. mars 2006 15:06
Mourning frá í 2-4 vikur Miðherjinn Alonzo Mourning hjá Miami Heat verður frá keppni í tvær til fjórar vikur eftir að hann reif vöðva í kálfa í leik með liðinu á miðvikudagskvöldið. Mourning hefur verið lykilmaður í liði Miami í vetur og fyllti hann skarð Shaquille O´Neal vel þegar hann meiddist í haust. Mourning hefur skorað 7,8 stig, hirt 5,5 fráköst og varið 2,66 skot að meðaltali í leik í vetur. Sport 24. mars 2006 19:45
Stytta af Karl Malone afhjúpuð í Salt Lake City Sérstök athöfn var haldin fyrir leik Utah Jazz og Washington Wizards í nótt til að heiðra Karl Malone sem lék með liði Utah í 18 af þeim 19 árum sem hann spilaði í NBA deildinni á ferlinum. Treyja Malone var hengd upp í rjáfur í Delta Center og stytta úr bronsi afhjúpuð af honum fyrir utan höllina, við hlið styttunnar sem fyrir skömmu var afhjúpuð af félaga hans John Stockton. Sport 24. mars 2006 13:01
Stoudemire sneri aftur Framherjinn Amare Stoudemire sneri aftur til leiks með liði Phoenix Suns í nótt þegar það burstaði Portland 125-108. Stoudemire náði sér vel á strik í fyrsta leik sínum í langan tíma, skoraði 20 stig og hirti 9 fráköst og á eflaust eftir að styrkja lið sitt gríðarlega á lokasprettinum í vor. Viktor Khryapa skoraði 22 stig og hirti 12 fráköst fyrir Portland. Sport 24. mars 2006 12:14
Detroit vann uppgjörið í Austurdeildinni Detroit Pistons vann í nótt góðan sigur á Miami Heat á heimavelli sínum 82-73 í uppgjöri toppliðanna í Austurdeildinni. Þetta var 16. heimasigur Detroit í röð, en jafnframt lægsta stigaskor Miami í allan vetur. Shaquille O´Neal skoraði 27 stig fyrir Miami, en Dwayne Wade átti ekki góðan dag og skoraði aðeins 13 stig. Chauncey Billups skoraði 24 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Detroit. Sport 23. mars 2006 13:45
Loks vann New Orleans á heimavelli New Orleans Hornets spilaði sinn síðasta leik af þremur á tímabilinu á upprunalegum heimavelli sínum New Orleans Arena í nótt og náði loks að færa stuðningsmönnum sínum sigur eftir tap í fyrstu tveimur leikjunum sem spilaðir voru þar. New Orleans skellti LA Clippers 120-108. Rasual Butler skoraði 28 stig fyrir heimamenn, en Corey Maggette setti 25 stig fyrir Clippers. Sport 22. mars 2006 14:08
Detroit vann Miðriðilinn Detroit Pistons tryggði sér í nótt sigur í Miðriðlinum í Austurdeildinni þegar liðið skellti Atlanta Hawks 91-84 á heimavelli sínum, en ekkert lið getur nú náð Pistons á toppi riðilsins þó enn sé talsvert eftir af tímabilinu. Rasheed Wallace skoraði 26 stig fyrir Detroit, en Al Harrington skoraði 23 stig fyrir Atlanta. Sport 21. mars 2006 14:47
Fyrsti sigur Nets á Dallas í sex ár Lið New Jersey Nets vann í nótt sinn fyrsta sigur á Dallas í heil sex ár þegar liðin áttust við í New Jersey og fóru leikar 100-89 fyrir heimamenn. Richard Jefferson skoraði 28 stig fyrir Nets, en Dirk Nowitzki skoraði 37 stig fyrir Dallas. Sport 20. mars 2006 15:20
Óvenju lágt skor Wade dugði Miami til sigurs Leikur Dwyane Wade og Shaquille O'Neal hjá Miami Heat einkenndist af miklum villuvandræðum þegar lið þeirra marði eins stigs sigur á Chicago Bulls, 85-84 í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Sport 19. mars 2006 13:02
14 leikja sigurganga Sacramento rofin Indiana Pacers stöðvaði samfellda 14 leikja sigurgöngu Sacramento Kings með 98-93 sigri í NBA körfuboltanum í nótt. Þetta var fyrsti leikur Ron Artest í Indiana síðan hann heimtaði að fá að fara frá félaginu í haust til Sacramento. Sport 18. mars 2006 14:26
San Antonio - Phoenix í beinni á Sýn Leikur San Antonio Spurs og Phoenix Suns verður sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld og hefst útsendingu klukkan 01:30. Þessi lið mættust í úrslitum Vesturdeildarinnar í fyrra og þá hafði San Antonio betur í bráðfjörugri seríu. Þá verður leikur Cleveland og Portland í beinni útsendingu á NBA TV og hefst sá leikur klukkan 0:30 eftir miðnættið. Sport 17. mars 2006 22:07
Carlisle hlakkar ekki til að mæta Artest Leikur Indiana Pacers og Sacramento í NBA í nótt verður fyrsti leikur Ron Artest í Indiana síðan hann heimtaði að fá að fara frá félaginu í haust og búist er við að kappinn fái blandaðar móttökur í endurkomunni. Lið hans Sacramento hefur þó verið á miklu flugi í deildinni undanfarið og hefur unnið 14 af síðustu 18 leikjum sínum. Sport 17. mars 2006 21:45
Enn vinnur Miami Miami Heat er á mikilli sigurgöngu í NBA deildinni þessa dagana og í nótt vann liðið 13. leik sinn af síðustu 14 þegar það skellti Boston 107-104. Sigurinn var þó fjarri því að vera sannfærandi, því Miami lenti á tíma 25 stigum undir í fyrri hálfleiknum. Leikurinn var sýndur beint á NBA TV. Sport 17. mars 2006 14:30
Anthony tryggði Denver sigur á Indiana Carmelo Anthony skoraði enn eina sigurkörfuna fyrir lið sitt Denver Nuggets í nótt þegar það bar sigurorð af Indiana Pacers á útivelli 101-99. Þetta var annar sigur Denver í röð í Indiana eftir að hafa ekki unnið þar í 9 ár. Anthony skoraði 31 stig fyrir Denver, en Peja Stojakovic skoraði 22 stig fyrir Indiana. Sport 16. mars 2006 14:23
Spilar ekki meira í vetur Framherjinn Emeka Okafor hjá Charlotte Bobcats sem kjörinn var nýliði ársins í NBA deildinni á síðasta ári, mun ekki leika meira með liðinu í vetur eftir að í ljós kom að ökklameiðslin sem hafa haldið honum frá keppni síðan í desember voru nokkuð alvarlegri en haldið var í fyrstu. Sport 15. mars 2006 18:15
Miami valtaði yfir Utah Lið Miami vann í nótt sinn 13. leik af síðustu 14. þegar liðið gjörsamlega valtaði yfir Utah Jazz á heimavelli sínum 121-83. Dwayne Wade skoraði 25 stig á 29 mínútum fyrir Miami, sem fór langt með að vinna leikinn með því að vinna fyrsta leikhlutann 41-14, en Utah sá aldrei til sólar eftir það. Matt Harpring skoraði 20 stig fyrir gestina. Sport 15. mars 2006 13:43
Memphis - Boston í beinni Leikur Memphis Grizzlies og Boston Celtics verður sjónvarpsleikurinn á NBA TV á Digital Ísland í kvöld og hefst hann klukkan eitt eftir miðnætti. Boston hefur verið á ágætis spretti undir stjórn Paul Pierce undanfarið og er ekki langt undan sæti í úrslitakeppninni, en Memphis hefur hinsvegar tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum. Sport 14. mars 2006 22:02
Besta byrjun þjálfara í sögu NBA Dallas Mavericks tekur á móti Cleveland Cavaliers í NBA deildinni í nótt og burtséð frá því hvernig leikurinn fer, er Avery Johnson þjálfari Dallas búinn að skrá nafn sitt á spjöld sögunnar. Johnson hefur náð bestum árangri allra þjálfara í sögu deildarinnar í fyrstu 82 leikjum sínum sem aðalþjálfari. Sport 14. mars 2006 18:45
Iverson missir úr fjóra leiki Skorunarmaskínan Allen Iverson hjá Philadelphia 76ers mun líklega missa úr að minnsta kosti fjóra leiki með liði sínu eftir að hann sneri sig illa á ökkla í síðasta leik liðsins. Iverson er annar stigahæsti leikmaður deildarinnar með 33,2 stig að meðaltali í leik. Hann spilar flestar mínútur allra í deildinni að meðaltali, er í fimmta sæti í stolnum boltum og áttunda sæti í stoðsendingum. Sport 14. mars 2006 17:09
Stórleikur Kaman gegn Clippers Hinn smáfríði miðherji LA Clippers, Chris Kaman, leiddi lið sitt til sigurs 95-87 gegn Minnesota í sjónvarpsleiknum á NBA TV í nótt. Kaman skoraði 24 stig og hirti 23 fráköst fyrir Clippers en Ricky Davis skoraði 20 stig fyrir Minnesota. Sport 14. mars 2006 14:33
Dwayne Wade vann einvígið við LeBron James Undrabarnið LeBron James skoraði 47 stig fyrir lið sitt Cleveland í leik gegn Miami í nótt, en það dugði skammt gegn Dwayne Wade og félögum. Wade skoraði 35 stig, hirti 9 fráköst og gaf 7 stoðsendingar fyrir Miami í 98-92 sigri liðsins. Sport 13. mars 2006 14:09
New Orleans - New Jersey í beinni Leikur New Orleans/Oklahoma City Hornets og New Jersey Nets verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV á miðnætti í nótt. New Orleans hefur komið allra liða mest á óvart í vetur undir dyggri stjórn nýliðans Chris Paul - sem á titilinn nýliði ársins í NBA vísan í vor. Sport 12. mars 2006 22:59
Nash sneri aftur með stórleik Leikstjórnandinn Steve Nash sneri aftur eftir ökklameiðsli með liði sínu Phoenix Suns í nótt og ekki var að sjá að hann kenndi til í ökklanum í sigri á Minnesota 110-102. Nash skoraði 31 stig og gaf 11 stoðsendingar, Tim Thomas skoraði 19 stig og Boris Diaw skoraði 18 stig. Hjá Minnesota var Kevin Garnett atkvæðamestur með 28 stig og 10 fráköst og Trenton Hassell var með 21 stig. Sport 12. mars 2006 05:17
Lakers lagði San Antonio Los Angeles Lakers vann í nótt óvæntan útisigur á San Antonio Spurs á útivelli 100-92. Meistararnir komust aldrei í gang í leiknum og virkuðu þreyttir eftir mikið leikjaálag síðustu daga og skoraði Tim Duncan t.a.m. aðeins 12 stig í leiknum. Kobe Bryant skoraði 29 stig fyrir Lakers. Sport 11. mars 2006 14:09
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti