Peterson handtekinn fyrir að slást við lögreglumenn Einn besti hlaupari NFL-deildarinnar, Adrian Peterson, hjá Minnesota Vikings, hefur verið handtekinn fyrir að vera með mótþróa við handtöku eins sérkennilega og það hljómar. Sport 9. júlí 2012 17:45
Fyrrum leikmaður Raiders kærður fyrir fjögur morð Anthony Wayne Smith, fyrrum leikmaður Oakland Raiders í NFL-deildinni, er í afar vondum málum efir að hafa verið ákærður fyrir fjögur morð. Sport 9. júlí 2012 13:15
Semur við Chargers og leggur svo skóna á hilluna Einn besti hlaupari í sögu NFL-deildarinnar, LaDainian Tomlinson, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir ellefu ára gifturíkan feril. Sport 18. júní 2012 21:15
Refsað fyrir að vera með of grimmar æfingar Það er ýmislegt í NFL-deildinni sem er afar sérstakt. Þar á meðal eru reglur um hversu mikið og fast megi æfa á undirbúningstímabilinu. Sport 6. júní 2012 17:15
Einn efnilegasti leikmaður NFL gripinn rallölvaður á bíl Útherjinn Justin Blackmon hjá Jacksonville, sem var valinn fimmti í nýliðavali NFL-deildarinnar, byrjar NFL-ferilinn ekki vel því hann var handtekinn fyrir ölvun við akstur. Sport 4. júní 2012 23:00
Hundur Tebow heitir núna Bronx Frægðarstjarna Tim Tebow í Bandaríkjunum skín enn mjög skært og hann er afar vinsælt umfjöllunarefni allra miðla. Nú ætlar afþreyingarstöðin E! að gera sérstakan þátt um leikstjórnandann sem spilar með NY Jets. Sport 11. maí 2012 23:45
Hafnaboltamaðurinn í NFL-deildinni Saga leikstjórnandans Brandons Weedens er lyginni líkust. Fyrir tíu árum síðan var hann valinn í nýliðavali amerísku hafnaboltadeildarinnar af New York Yankees. Í gær var hann síðan valinn í fyrstu umferð nýliðavals NFL-deildarinnar. Hinn 28 ára Weeden er Sport 28. apríl 2012 08:00
Stjörnuleikur NFL-deildarinnar hugsanlega lagður af Bandarískir fjölmiðlar greina frá því í dag að yfirmenn NFL-deildarinnar séu að íhuga það alvarlega að leggja stjörnuleik deildarinnar, Pro Bowl, af á næsta ári. Sport 27. apríl 2012 22:45
Luck valinn fyrstur í nýliðavali NFL-deildarinnar Fyrsta umferð nýliðavals NFL-deildarinnar fór fram í nótt og kom það fáum á óvart að leikstjórnandinn Andrew Luck frá Stanford-háskólanum hefði verið valinn fyrstur af Indianapolis Colts. Sport 27. apríl 2012 15:00
Stuðningsmenn Yankees bauluðu á Tebow og Wade Þó svo Tim Tebow sé heimsfræg stjarna og kominn til New York á hann enn nokkuð í land með afla sér vinsælda í stórborginni. Það fékk hann að reyna í nótt. Sport 16. apríl 2012 23:45
Mestu vonbrigði NFL-deildarinnar frá upphafi á leið í fangelsi Þegar leikstjórnandinn Ryan Leaf var valinn annar í nýliðavali NFL-deildarinnar árið 1998 á eftir Peyton Manning voru flestir á því að glæst framtíð bíði leikmannsins. Sú varð heldur betur ekki raunin og Leaf er almennt talinn vera mestu vonbrigðin í sögu NFL-deildarinnar. Sport 1. apríl 2012 10:00
Tebow segist ekki vera í neinu stríði við Sanchez Leikstjórnandinn Tim Tebow var kynntur til leiks sem nýr leikmaður NY Jets í gær. Hinn brosmildi Tebow mætti einsamall með grænt bindi á blaðamannafund og svaraði spurningum af kurteisi í hálftíma. Sport 27. mars 2012 10:45
Manning ætlar sér strax stóra hluti hjá Broncos Denver Broncos kynnti leikstjórnandann Peyton Manning formlega til leiks í kvöld. Manning, sem verður 36 ára á árinu, skrifaði undir fimm ára samning við félagið og mun fá litlar 96 milljónir dollara á samningstímanum. Sport 20. mars 2012 23:30
Manning ætlar til Denver | Tebow líklega á förum Leikstjórnandinn Peyton Manning hefur ákveðið að semja við Denver Broncos. Manning hefur verið án samnings síðan hann var leystur undan samningi við Indianapolis Colts í upphafi mánaðarins. Sport 19. mars 2012 16:51
Megatron skrifaði undir risasamning við Lions Útherjinn magnaði hjá Detroit Lions, Calvin Johnson, er búinn að skrifa undir nýjan sjö ára samning við Lions. Samningurinn er sá stærsti sem útherji í NFL-deildinni hefur gert frá upphafi. Sport 14. mars 2012 15:54
Þrír leikmenn Broncos í bann fyrir notkun ólöglegra lyfja Þrír leikmenn NFL-liðsins Denver Broncos hafa verið dæmdir í löng leikbönn fyrir notkun ólöglegra lyfja. Ryan McBean og D.J. Williams hafa verið dæmdir í sex leikja bann og og Virgil Green fékk fjögurra leikja bann. Þeir fá þess utan ekkert greitt er þeir verða í banninu. Sport 10. mars 2012 21:30
Manning ákveður sig í næstu viku | Miami líklegast Það er um fátt annað talað í Bandaríkjunum þessa dagana en hvað leikstjórnandinn Peyton Manning ætli sér að gera. Hann er farinn frá Indianapolis Colts eftir ótrúlegan 14 ára feril þar. Sport 9. mars 2012 12:45
LeBron og Wade eru að reyna að fá Peyton Manning til að spila með Miami Dolphins LeBron James og Dwyane Wade, leikmenn Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta, hafa báðir mikinn áhuga á ameríska fótboltanum og hafa nú blandað sér í baráttuna um undirskrift NFL-leikstjórnandans Peyton Manning. Sport 8. mars 2012 22:45
Manning á förum frá Colts Indianapolis Colts mun tilkynna í dag að leikstjórnandinn Peyton Manning sé á förum frá félaginu. Colts hefur ákveðið að segja upp samningi sínum við Manning í stað þess að greiða honum 28 milljón dollara bónus þann 8. mars. Sport 7. mars 2012 10:45
RG3 fljótasti leikstjórnandinn síðan Michael Vick Það er enginn skortur á flottum leikstjórnendum í NFL-nýliðavalinu í ár. Líklegt er að leikstjórnendur verði valdir númer eitt og tvö í valinu að þessu sinni. Þeir sem verða örugglega valdir fyrstir eru Andrew Luck og Robert Griffin III eða RG3 eins og hann er oftast kallaður. Sport 27. febrúar 2012 22:45
Stuðningsmenn Miami vilja fá Manning Stuðningsmenn NFL-liðsins Miami Dolphins hafa fengið sig fullsadda á lélegu gengi liðsins og hafa tekið höndum saman um að fá einn besta leikmann í sögu íþróttarinnar - Peyton Manning - til félagsins. Sport 23. febrúar 2012 20:30
Colts vill halda Manning en semja upp á nýtt Jim Irsay, eigandi NFL-liðsins Indianapolis Colts, hefur gefið það út að hann vilji halda Peyton Manning hjá félaginu. Hann segir þó ekki koma til greina að halda Manning á þeim samningi sem hann er með. Sport 15. febrúar 2012 15:45
Manning á enn í erfiðleikum með að kasta | Ferillinn í hættu Framtíð leikstjórnandans Peyton Manning er enn í mikilli óvissu. Bæði hvar hann spilar næsta vetur og svo hvort hann geti hreinlega spilað aftur amerískan fótbolta. Sport 10. febrúar 2012 22:45
Tiger byrjaði vel á Pebble Beach | Spilar með Tony Romo Tiger Woods hóf keppnistímabilið á nýju ári nokkuð vel en hann skilaði sér í hús á 68 höggum á fyrsta PGA-móti ársins sem fer fram í Pebble Beach um helgina. Golf 10. febrúar 2012 10:30
Veðmangarar græddu vel á Super Bowl Eins og venjulega var mikið veðjað á úrslit úrslitaleik NFL-deildarinnar í Bandaríkjunum, Super Bowl. Í ár tóku veðmangarar í Las Vegas á móti veðmálum fyrir tæpar 94 milljónir dollara sem er það mesta í sex ár. Sport 8. febrúar 2012 22:45
Leikmenn Giants með sigurhátíð í New York - myndir New York Giants vann glæstan sigur á New England Patriots í Super Bowl-leiknum um helgina. Sigur liðsins var dramatískur og ekki öruggur fyrr en á lokasekúndu leiksins. Sport 7. febrúar 2012 23:30
Keyrði fullur með bílnúmerið "sósaður" Knowshon Moreno, hlaupari Denver Broncos, er í vondum málum eftir að hann var tekinn fullur undir stýri í Denver. Sport 7. febrúar 2012 22:00
Leikurinn um Ofurskálina fer fram í nótt | Sömu lið mættust fyrir fjórum árum Leikurinn um Ofurskálina fer fram í nótt en um er að ræða hreinan úrslitaleik í bandarískum fótbolta. New England Patriots mæta New York Giants í kvöld en leikurinn fer fram á Lucas Oil vellinum í Indianapolis. Sport 5. febrúar 2012 22:30
30 sekúndna auglýsing í hálfleik á Super Bowl kostar 440 milljónir Það er mikil spenna í Bandaríkjunum fyrir úrslitaleikinn í ameríska fótboltanum sem fram fer á sunnudaginn. 111 milljónir horfðu á úrslitaleikinn í fyrra og það er búist við því að leikur New York Giants og New England Patriots í ár, slái það áhorfendamet. Sport 2. febrúar 2012 23:30
Eli Manning og félagar grýttu meisturunum úr leik Leikstjórnandinn Eli Manning sendi skýr skilaboð í gær þegar hann leiddi lið sitt, New York Giants, til sigurs gegn NFL-meisturunum í Green Bay Packers í undanúrslitum Þjóðardeildarinnar í gærkvöldi. Sport 16. janúar 2012 08:59