Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Njarðvík 56-74 | Njarðvík leiðir 2-0 Njarðvík vann öruggan sigur, 74-56, á Haukum í öðrum leik liðana um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta og leiða því einvígið 2-0. Körfubolti 7. apríl 2012 15:30
Þrjú síðustu lið sem hafa jafnað í 1-1 hafa unnið titilinn Njarðvík og Haukar leik í dag annan leik sinn í lokaúrslitum Iceland Express deildar kvenna en Njarðvík vann fyrsta leikinn í æsispennandi og dramatískum leik. Leikurinn í dag fer fram á heimavelli Haukakvenna í Schenkerhöllinni á Ásvöllum og hefst klukkan 16.00. Körfubolti 7. apríl 2012 14:00
Njarðvík búið að vinna fjóra leiki í röð á móti Haukum Njarðvík og Haukar leik í dag annan leik sinn í lokaúrslitum Iceland Express deildar kvenna en Njarðvík vann fyrsta leikinn í æsispennandi og dramatískum leik. Leikurinn í dag fer fram á heimavelli Haukakvenna í Schenkerhöllinni á Ásvöllum og hefst klukkan 16.00. Körfubolti 7. apríl 2012 12:00
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-73 | Ótrúleg endurkoma Njarðvíkingar hafa tekið forystuna í úrslitaeinvíginu í Iceland Express-deild kvenna eftir nauman sigur á Haukum í háspennuleik í Ljónagryfjunni í kvöld. Körfubolti 4. apríl 2012 21:05
Lið með heimavallarrétt í lokaúrslitum hefur ekki tapað í tíu ár Njarðvík og Haukar hefja í kvöld úrslitaeinvígi sitt um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta en fyrsti leikur liðanna hefst klukkan 19.15 í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Njarðvík er bikarmeistari og Haukar sópuðu út Íslandsmeisturum Keflavíkur. Haukar geta orðið Íslandsmeistarar í fjórða sinn á sjö árum en Njarðvík er að reyna að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í kvennaflokki. Körfubolti 4. apríl 2012 17:15
Haukar aldrei tapað - Njarðvík aldrei unnið Lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitil kvenna hefjast í kvöld í Ljónagryfjunni þegar bikarmeistarar Njarðvíkur taka á móti Íslandsmeistarabönunum í Haukum. Liðin enduðu í öðru og fjórða sæti deildarinnar og slógu Snæfell og Keflavík út úr undanúrslitunum. Körfubolti 4. apríl 2012 08:00
Guðrún Ósk líka með slitið krossband Haukar verða án tveggja lykilmanna í úrslitarimmunni gegn Njarðvík í Iceland Express-deild kvenna. Fyrirliðinn Guðrún Ósk Ámundadóttir er með slitið krossband en frá því var greint á heimasíðu félagsins í dag. Körfubolti 2. apríl 2012 16:59
Njarðvík vann í spennuleik í Hólminum Það verða Njarðvík og Haukar sem leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express-deild kvenna. Körfubolti 31. mars 2012 16:39
Íslandsmeistarar Keflavíkur sendar snemma í sumarfrí Íslandsmeistaratitilinn verður ekki áfram í Keflavík í kvennaboltanum en það var ljóst eftir að Haukakonur sópuðu deildarmeisturum Keflavíkur út með 75-52 stórsigri í Toyota-höllinni í Keflavík í kvöld. Haukaliðið vann alla þrjá leikina í undanúrslitaeinvíginu og er því komið í lokaúrslitin um titilinn. Körfubolti 28. mars 2012 15:18
Íris með slitið krossband Íris Sverrisdóttir spilar ekki meira með Haukum á tímabilinu þar sem hún er með slitið krossband. Þetta var staðfest á heimasíðu Hauka í dag. Körfubolti 28. mars 2012 14:41
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Snæfell 93 - 85 Njarðvík komust í 2-1 í undanúrslitarimmu sinni við Snæfell í Ljónagryfjunni í kvöld. Eftir hörkuspennu allan leikinn fengu Njarðvíkustúlkur fjölda vítakasta undir lok leiksins sem þær nýttu vel og tryggði það að lokum 93 - 85 sigur. Körfubolti 27. mars 2012 14:05
Haukakonur í lykilstöðu á móti Íslandsmeisturunum - myndir Haukakonur eru komnar í frábæra stöðu í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Íslands- og deildarmeisturum Keflavíkur í Iceland Express deild kvenna í körfubolta eftir 73-68 sigur í kvöld. Haukaliðið vann einnig fyrsta leikinn í Keflavík og vantar nú aðeins einn sigur til viðbótar til þess að tryggja sér sæti í úrslitaeinvíginu. Körfubolti 26. mars 2012 21:51
Íris fór úr hnjálið í sigri Hauka Haukakonur eru komnar í 2-0 á móti Íslands- og deildarmeisturum Keflavíkur eftir 73-68 sigur í öðrum undanúrslitaleik liðanna í Iceland Express deild kvenna í kvöld. Haukar náðu að landa sigrinum þrátt fyrir að missa einn sinn besta leikmann upp á sjúkrahús í fyrri hálfleik og vantar nú aðeins einn sigur til þess að komast í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn. Körfubolti 26. mars 2012 21:43
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Keflavík 73-68 | Haukar 2-0 yfir Haukar sigruðu Keflavík öðru sinni í undanúrslitum Iceland Express deild kvenna í kvöld 73-68 og leiða þar með einvígið 2-0. Frábær fyrri hálfleikur og góður leikur í fjórða leikhluta tryggði Haukum sigurinn eftir að Keflavík hafði komist yfir í þriðja leikhluta. Körfubolti 26. mars 2012 19:00
Snæfell lagði Njarðvík í spennuleik í Hólminum Snæfellskonur jöfnuðu metin í viðureign sinni gegn Njarðvík í undanúrslitum Iceland Express-deildar kvenna í Hólminum í kvöld. Heimakonur unnu tveggja stiga sigur, 85-83, í miklum spennuleik. Körfubolti 25. mars 2012 21:15
Haukar unnu fyrsta leikinn í Keflavík Haukastelpur unnu góðan sigur á Keflavík í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni kvenna í Iceland Express-deildinni í dag. Lokatölur urðu 54-63. Körfubolti 24. mars 2012 18:07
Njarðvík vann fyrstu rimmuna gegn Snæfelli Njarðvíkurstúlkur hafa tekið forystu í undanúrslitaeinvíginu gegn Snæfelli í Iceland Express-deild kvenna eftir nauman sigur í fyrsta leik liðanna í kvöld. Körfubolti 23. mars 2012 20:53
Svali Björgvins spáir í spilin í úrslitakeppnum körfuboltans Svali Björgvinsson mætti til Valtýs Bjarnar Valtýssonar í Boltanum á X-inu 977 í dag og fór yfir íslenska körfuboltann en framundan er úrslitakeppnin í Iceland Express deild karla og kvenna. Svali fór líka yfir gang mála í umspili um sæti í Iceland Express deild karla auk þess að hann og Valtýr ræddu aðeins stöðuna í NBA-deildinni. Körfubolti 23. mars 2012 15:30
Vinnur Njarðvík sjötta sigurinn í röð á Snæfelli? | Úrslitakeppni kvenna hefst í kvöld Úrslitakeppni Iceland Express deild kvenna í körfubolta hefst í kvöld þegar undanúrslitaeinvígi Njarðvíkur og Snæfells fer af stað í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Það lið sem vinnur fyrr þrjá leiki tryggir sér sæti í úrslitaeinvíginu um íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19.15 en liðið mætast síðan á sunnudaginn í Hólminum. Körfubolti 23. mars 2012 15:15
Lele Hardy valin best - Ingi Þór besti þjálfarinn Körfuknattleikssambandið verðlaunaði í dag fyrir bestu frammistöðuna í umferðum 15 til 28 í Iceland Express deild kvenna. Njarðvíkingurinn Lele Hardy var kosin besti leikmaðurinn en Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells var valinn besti þjálfarinn. Körfubolti 21. mars 2012 14:59
Bara gott að hiksta aðeins Keflavíkurkonur tóku við deildarmeistaratitlinum eftir öruggan 73-40 sigur á KR í lokaumferðinni á laugardaginn. Þá kom einnig í ljós að Keflavík fær Hauka í undanúrslitum úrslitakeppninnar en Njarðvík glímir við Snæfell. Körfubolti 19. mars 2012 06:00
Falur: Þetta hljómar mjög vel Falur Harðarson, þjálfari Keflavíkur, gerði liðið að deildarmeisturum á sínu fyrsta ári með liðið en Keflavík tók við bikarnum eftir sannfærandi sigur á KR í DHL-höllinni í gær. Falur var aðstoðarþjálfari þegar Keflavík varð Íslandsmeistari í fyrra en þá endaði liði í 2. sæti í deildinni. Körfubolti 18. mars 2012 14:00
Snæfell hélt 3. sætinu | Úrslitin í kvennakörfunni Lokaumferð Iceland Express deildar kvenna í körfubolta fór fram í dag og nú er orðið ljóst hvaða lið mætast í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Snæfell og Haukar unnu bæði leiki sína í dag og staðan breyttist þvi ekki. Snæfell endar í 3. sætinu og mætir Njarðvík en Haukar urðu í 4. sæti og mæta deildarmeisturum Keflavíkur. Körfubolti 17. mars 2012 19:18
Keflavíkurkonur tóku við deildarbikarnum eftir léttan sigur á KR Keflavík tók við deildarmeistarabikarnum í Iceland Express deild kvenna eftir léttan 33 stiga sigur á vængbrotnu liði KR, 73-40, í lokaumferð deildarinnar. Keflavík er deildarmeistari í ellefta sinn en liðið var orðið meistari fyrir leikinn. Körfubolti 17. mars 2012 18:58
Margrét Kara: Ég verð að taka mig saman í andlitinu Margrét Kara Sturludóttir, leikmaður KR, sagði það vera martröð líkastri að liðið væri komið í sumarfrí eftir tap gegn Haukum. Hún átti erfitt með að átta sig á því hvers vegna svo væri komið fyrir KR-liðinu. Körfubolti 14. mars 2012 21:49
Keflavík deildarmeistari og Hamar féll í 1. deild Úrslitin réðust í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í kvöld þegar næst síðasta umferðin fór fram. Keflavík varð deildarmeistari án þess að spila, Haukakonur tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni og Hamar féll í 1. deild. Körfubolti 14. mars 2012 20:59
Hreinn úrslitaleikur hjá Haukum og KR um sæti í úrslitakeppninni Haukar og KR keppa í kvöld í hreinum úrslitaleik um fjórða og síðasta sætið inn í úrslitakeppni Iceland Express deildar kvenna í körfubolta en Keflavík, Njarðvík og Snæfell hafa þegar tryggt sér sæti í úrslitakeppninni í ár. Körfubolti 14. mars 2012 14:31
Umfjöllun og viðtöl: Haukar í úrslitakeppnina | KR komið í sumarfrí Haukar tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitakeppni Iceland Express-deildar kvenna með öruggum 78-56 sigri á KR. Eftir jafnan fyrri hálfleik tóku Haukastelpur til hjá sér, mættu dýrvitlausar í þann seinni og Vesturbæingar áttu aldrei möguleika. Körfubolti 14. mars 2012 13:52
Snæfell spillti sigurveislu Keflavíkur og tryggði sig inn í úrslitakeppnina Keflavíkurkonum tókst ekki að tryggja sér deildarmeistaratitilinn í Iceland Expreess deild kvenna í körfubolta í kvöld. Snæfellskonur mættu í Toyota-höllina í Keflavík, spilltu sigurveislu Keflavíkur og tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni með 61-59 sigri. Snæfell varð jafnframt fyrsta liðið til að vinna kvennalið Keflavíkur í Toyota-höllinni í vetur en Keflavíkurliðið var fyrir leikinn búið að vinna alla þrettán heimaleiki sína í deildinni. Körfubolti 13. mars 2012 20:59
Verða Keflavíkurkonur deildarmeistarar í kvöld? Keflavíkurkonur geta orðið deildarmeistarar í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í kvöld vinni þær Snæfell í Toyota-höllinni í Keflavík en leikurinn hefst klukkan 19.15. Körfubolti 13. mars 2012 06:00