Subway-deild kvenna

Subway-deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Kvennalið Njarðvíkur með þrjá erlenda leikmenn á móti KR í kvöld

    KR og Njarðvík leika í kvöld síðasta leikinn áður en Iceland Express deild kvenna í körfubolta verður skipt upp í A og B-deild. Það er þó þegar ljóst að KR verður í A-deild og Njarðvík í B-deild. Njarðvíkurliðið teflir fram nýjum leikmanni í leiknum í kvöld því pólski miðherjinn Julia Demirer, fyrrum leikmaður Hamars, er kominn til liðsins.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hamarskonur fóru illa með Keflavík - fjórtán sigrar í röð

    Hamar vann 32 stiga sigur á Keflavík, 95-63, í toppslag Iceland Express deildar kvenna í Hveragerði í dag. Hamarskonur hafa þar með unnuð alla fjórtán deildarleiki sína í vetur og eru með sex stiga forskot á Keflavíkurliðið þegar deildin skiptist upp. Snæfell vann tíu stiga sigur í Grindavík og var það þriðji sigur Snæfellskvenna í röð.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    KR nálægt því að leggja Hamar

    Jaleesa Butler hélt upp á það í kvöld að vera valinn besti leikmaður fyrri hluta Iceland Express-deildar kvenna með því að klára KR. Hamar því búið að vinna 12 leiki í röð í deildinni.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Snæfellingar reka báða erlendu leikmennina sína

    Snæfell hefur sagt upp samning við báða erlendu leikmennina í kvennaliði sínu, þeim Inga Muciniece og Sade Logan. Logan er annar bandaríski leikmaður Snæfellslðsins í vetur sem þarf að taka pokann sinn. Þetta kemur fram á heimasíðu Snæfells.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Enn einn sigurinn hjá Hamri

    Hamar er á toppi Iceland Express-deildar kvenna eftir góðan útisigur á Haukum, 73-81, í kvöld. Hamar er búinn að vinna alla tíu leiki sína í deildinni en Haukar eru í fjórða sæti.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Bragi þjálfar Fjölnisstelpurnar

    Bragi H. Magnússon hefur tekið við þjálfun kvennaliðs Fjölnis í Iceland Express deildinni en Bragi sem þjálfaði síðast karlalið Stjörnunnar tekur við liðinu af Eggerti Maríusyni sem hætti á dögunum. Þetta kom fyrst fram á karfan.is

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Fjölnisstúlkur unnu sinn fyrsta sigur í vetur

    Kvennalið Fjölnis vann langþráðan sigur í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í dag þegar liðið vann þriggja stiga sigur á Grindavík, 60-57. Fjölnir hafði tapaði sjö fyrstu leikjum sínum á tímabilinu.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hamarskonur halda sigurgöngu sinni áfram

    Hamar vann 18 stiga sigur á Snæfelli, 72-54, í Stykkishólmi í dag og hefur þar með unnið átta fyrstu leiki sína í Iceland Express deild kvenna á tímabilinu. Þetta er í fyrsta sinn í sögu kvennaliðs Hamars í efstu deild þar sem liðið er taplaust eftir átta umferðir.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Ágúst: Kemur ekki á óvart

    Ágúst Björgvinsson segir að það sé vel hægt að venjast því að vinna körfuboltaleiki í Keflavík eins og hann gerði með lið sitt, Hamar, í Iceland Express-deild kvenna í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Fjölnisstelpur einu stigi frá fyrsta sigrinum

    Haukar unnu sinn annan leik í röð í Iceland Express deild kvenna í kvöld þegar liðið vann 81-80 sigur á botnliði Fjölnis í Grafarvogi. Snæfell vann á sama tíma sinn annan leik í röð á heimavelli þegar liðið landaði fjórtán stiga sigri á Grindavík, 65-51.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Taplausu liðin keppa um toppsætið í kvöld

    Það verður stórleikur í kvennakörfunni í kvöld þegar Keflavík tekur á móti Hamar í Toyota-höllinni í Keflavík í 7. umferð Iceland Express deildar kvenna. Bæði lið hafa unnið fyrstu sex leiki sína og spila því um toppsætið í leiknum í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Bæði Grindavíkurliðin skipta um bandaríska leikmenn

    Grindvíkingar hafa ákveðið að skipta um bandaríska leikmenn í báðum meistaraflokksliðum sínum í Iceland Express deildunum. Karlakaninn, Andre Smith, fer heim af persónulegum ástæðum en kvennakananum, Charmaine Clark, var sagt upp vegna þess að hún stóð ekki undir væntingum. Þetta kemur fram á heimasíðu Grindavíkur.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Sverrir Þór: Hún er gríðarlega mikilvæg fyrir okkur

    Fjögurra leikja sigurganga Njarðvíkur í Iceland Express deild kvenna endaði með fjórtán stiga tapi á móti Hamar í Hveragerði í kvöld. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Njarðvíkur, sagði að sýnar stelpur hafi gert það besta út hlutunum eftir að hafa misst stigahæsta leikmann sinn, Dita Liepkalne, meiddan af velli eftir aðeins 54 sekúndur.

    Körfubolti