Veitingastaðir

Veitingastaðir

Fréttir af starfsemi veitingastaða á Íslandi.

Fréttamynd

Nýtir peningana frá Twitter til að opna kaffi­hús og bíó á uppáhalds staðnum

Fé­lagið Unn­ar­stíg­ur ehf., sem er í eigu Har­ald­ar Inga Þor­leifs­son­ar, hef­ur keypt jarðhæðina við Tryggvagötu 11 í Reykja­vík­. Haraldur er stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno en hann seldi félagið til Twitter um síðustu áramót. Það er því vel við hæfi að hann hafi greint frá fasteignakaupunum á Twitter-síðu sinni í gær.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Listaverk Margeirs Dire heitins komið heim í portið á Prikinu

Strætóskýli sem verið hefur við Njarðargötu í Reykjavík hefur fengið nýtt heimili í Bankastræti. Nánar tiltekið á kaffihúsinu Prikinu þar sem því hefur verið komið fyrir í porti staðarins sem snýr út að Ingólfsstræti. Á skýlið er málað listaverk eftir fastagest á Prikinu sem féll frá langt fyrir aldur fram.

Lífið
Fréttamynd

Hætta rekstri Qu­iznos á Ís­landi

Olís mun á næstu dögum hætta rekstri Quiznos sem hefur verið að finna á tólf þjónustustöðvum Olís víðs vegar um land. Olís hyggst þess í stað bjóða upp skyndibita undir merkjum eigin vörumerkis, ReDi Deli.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Engin króna fannst í 310 milljóna gjaldþroti Austur

Gjaldþrot einkahlutafélagsins 101 Austurstræti, sem rak skemmtistaðinn Austur í miðbæ Reykjavíkur, nam 310 milljónum króna. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag. Félagið var úrskurðað gjaldþrota þann 7. október síðastliðinn og Sigurður Snædal Júlíusson skipaður skiptastjóri í þrotabúinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Á von á að málum staðanna í mið­bænum ljúki með sekt

Víða var fullbókað á veitingastöðum í miðborginni í gær, fyrstu helgina sem krár og skemmtistaðir fengu að taka úr lás eftir rúmlega fjögurra mánaða lokun. Tveir veitingastaðir eiga von á sekt vegna brota á reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar.

Innlent
Fréttamynd

Tveir veitingastaðir eiga mögulega von á sektum

Einn veitingastaður má búast við kæru fyrir brot á sóttvarnalögum annars vegar og brot á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald annars vegar. Annar veitingstaður verður hugsanlega kærður fyrir brot á sóttvarnalögum.

Innlent
Fréttamynd

Ítalía auglýst til sölu

Rekstur Veitingahússins Ítalíu hefur verið auglýstur til sölu. Um er að ræða einn rótgrónasta veitingastað landsins. Á Fasteignavef Vísis kemur fram að eftir þrjátíu ára farsælan rekstur hafi þeir Tino og Fabio ákveðið að rétta nýjum aðilum keflið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Breyttu staðnum „úr helvíti í paradís“

Rekstraraðilar veitingastaðarins Ali Baba hafa opnað nýjan stað í húsnæðinu við Austurstræti 12 í Reykjavík, húsnæði sem á sér nokkra forsögu. Nýi staðurinn var opnaður í gær en áður var veitingastaðurinn vinsæli til húsa við Veltusund 5 við Ingólfstorg en var því útibúi lokað í byrjun árs 2019. Leituðu eigendur þá að nýrri staðsetningu í miðborginni.

Viðskipti
Fréttamynd

Prestar og kráareigendur taka gleði sína á ný

Heilbrigðisráðherra kynnti nýjar tilslakanir á sóttvarnareglum í gær en meðal stærstu breytinga sem taka gildi á mánudag er að krám og skemmtistöðum verður aftur leyft að opna til klukkan 22 á kvöldin. Þar að auki verður 150 fullorðnum einstaklingum leyft að vera viðstaddir athafnir í kirkjum og hjá öðrum trúfélögum.

Innlent
Fréttamynd

Vísa óánægðum kráareigendum á heilbrigðisráðuneytið

Sóttvarnarlæknir segir í höndum heilbrigðisráðuneytisins að setja sóttvarnartillögur sínar í regluform. Ef ef kráraeigendur telji jafnræðisreglu brotna á sér vísi hann þangað. Hann bendir á að þriðja bylga faraldursins hafi byrjað á krám og börum.

Innlent
Fréttamynd

Enn fækkar stöðum hjá Gló og Joe & the Juice

Þremur veitingastöðum Gló hefur verið lokað á síðustu tíu mánuðum og eftir stendur einungis einn staður í Fákafeni. Fjármálastjóri segir að heimsfaraldurinn hafi reynst veitingabransanum erfiður og að stjórnendur reyni nú að koma jafnvægi á reksturinn. Þá hefur Joe & the Juice, sem er að hluta til í eigu sömu aðila, lokað flestum stöðum sínum tímabundið og tveimur varanlega.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gryfjan í Stúdenta­kjallaranum „eins og sund­laug“

Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar Stúdenta, sem rekur Stúdentakjallarann, Bóksölu stúdenta og veitingasöluna Hámu á Háskólatorgi segir ekki ljóst hversu mikið tjón stofnunarinnar er vegna vatnslekans sem varð í Háskóla Íslands í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Skoða hvort breyta þurfi vörumerkinu í ljósi líkinda

Einn forsvarsmanna pítsustaðarins Slæs segir að merki staðarins, sem bent hefur verið á að svipi til merkis annars pítsustaðar, sé fengið í gegnum vefsíðuna Fiverr, markaðstorg á netinu þar sem hægt er að kaupa þjónustu af einyrkjum. Verið sé að skoða hvort taka þurfi upp nýtt merki í ljósi líkindanna.

Neytendur