Vistaskipti

Vistaskipti

Fréttir af vistaskiptum fólks innan fyrirtækja, stofnana og ýmissa samtaka.

Fréttamynd

Aðalsteinn hættir tveimur árum á undan áætlun

Aðalsteinn Leifsson lætur af embætti ríkissáttasemjara frá og með morgundeginum, 1. júní. Embættið verður auglýst til umsóknar á næstu dögum. Hann segist hafa átt frumkvæðið að því að hætta sjálfur. Aðalsteinn var skipaður ríkissáttasemjari til fimm ára í febrúar árið 2020.

Innlent
Fréttamynd

Fer frá Arion til Arctica Finance

Þórbergur Guðjónsson, reynslumesti starfsmaður Arion í fyrirtækjaráðgjöf, hefur sagt upp stöfum hjá bankanum og ráðið sig yfir til Arctica Finance.

Innherji
Fréttamynd

Logi Bergmann aftur á skjánum

Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson sneri aftur á sjónvarpsskjáinn í gærkvöldi þegar hann stýrði upphitunarþætti fyrir leik Manchester United og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á Símanum Sport í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Tíð rit­stjóra­skipti á Vikunni eigi sér eðli­legar skýringar

Fram­kvæmda­stjóri og eig­andi Birtings út­gáfu­fé­lags segir ekkert at­huga­vert við manna­breytingar á rit­stjórn Vikunnar. Miklar breytingar hafi verið á um­hverfi fjöl­miðla undan­farið. Fram­kvæmda­stjórinn vill ekki opin­bera hver nýr rit­stjóri sé, heldur gefa við­komandi færi á að opin­bera það sjálfur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verslunar­rekstur Orkunnar seldur til Heim­kaupa og Gréta María ráðin for­stjóri

Gréta María Grétarsdóttir, sem gegnt hefur starfi forstjóra Arctic Adventures í eitt og hálft ár, mun taka við sem forstjóri Heimkaupa, samkvæmt heimildum Innherja. Hennar verkefni verður að byggja upp nýtt afl á smásölumarkaði en rekstur Heimkaupa verður í breyttri mynd þar sem allar einingar sem snúa að verslunarrekstri Orkunnar verða seldar til Heimkaupa.

Innherji
Fréttamynd

Gréta María segir upp störfum hjá Arctic Adventures

Stjórn Arctic Adventures hefur ráðið Ásgeir Baldurs í starf forstjóra Arctic Adventures hf. Gréta María Grétarsdóttir, sem gegnt hefur starfi forstjóra Arctic Adventures hefur sagt upp störfum. Hún hefur stýrt félaginu frá árslokum 2021 en starfaði þar áður hjá Brimi og Krónunni.

Viðskipti innlent