María Björk tekur við af Orra Árni Sæberg skrifar 21. júní 2024 09:37 María Björk leysir Orra af hólmi. Vísir Orri Hauksson, forstjóri Símans, mun láta af störfum í lok sumars eftir langt starf hjá félaginu. Við starfinu tekur María Björk Einarsdóttir, sem nú starfar sem fjármálastjóri Eimskips. Í tilkynningu Símans til Kauphallar segir að um sé að ræða stór tímamót. Orri hafi starfað sem forstjóri Símans í meira en áratug við góðan orðstír. Síminn hefur tekið stakkaskiptum á tímabilinu, bæði hvað varðar grunnrekstur þar sem staða Símans er sterk í fjarskiptum og afþreyingu, en ekki síður þegar kemur að endurskipulagningu samstæðunnar, svo sem með sölu á Mílu og Sensa og kaupum á Billboard og Noona. Á sama tíma hafi félagið skilað stöðugt bættri afkomu ásamt því að ávöxtun hlutafjár hefur verið góð. „Eftir að hafa starfað lengi hjá þessu frábæra félagi, Símanum, er heilbrigt fyrir félagið og sjálfan mig að nýr kafli hefjist. Síminn hefur tekið grundvallarbreytingum undanfarin ár og þróunin mun halda áfram. Félagið á tækifæri á fjölmörgum sviðum, svo sem í kjarnastarfsemi félagsins í fjarskiptum og sjónvarpi, en ekki síður í fjártækni, nýmiðlun auglýsinga og stafrænni þjónustu. Það er ekki einfalt að kveðja góða vini hér innanhúss en nú er góður tími fyrir nýjan forstjóra að taka við keflinu. Ég óska Maríu Björk velfarnaðar í að leiða þann öfluga hóp sem fyrir er til að ná árangri í því síkvika samkeppnisumhverfi sem Síminn starfar“, er haft eftir Orra, fráfaranda forstjóra Símans. Full tilhlökkunar Haft er eftir Maríu Björk að Síminn sé vel rekið og framsækið fyrirtæki sem hafi verið leiðandi á sínum kjarnamörkuðum, bæði þegar kemur að þjónustustigi og vöruþróun. „Ég er þakklát fyrir tækifærið til að leiða félagið í gegnum næsta kafla, eftir vel heppnaða umbreytingu síðustu ár. Verkefnin framundan snúast ekki síst um að byggja ofan á þann trausta grunn sem þar var lagður, nýta sterka innviði og þá miklu reynslu og þekkingu sem mannauður félagsins býr yfir til þess að breikka og þróa þjónustuframboðið og styrkja þannig tekjugrunn félagsins enn frekar. Ég er full tilhlökkunar að slást í hópinn með því öfluga teymi sem starfar hjá Símanum.“ Næsta umbreyting þegar hafin Þá er haft eftir Jóni Sigurðssyni, stjórnarformanni Símans, að hann þakki Orra fyrir hans framlag til Símans undanfarinn áratug. Jón Sigurðsson er forstjóri Stoða og stjórnarformaður Símans. „Það er óhætt að segja að á tímabilinu hafi starfsemi Símans tekið miklum breytingum. Við Orri höfum átt í góðu samstarfi undanfarin fimm ár og hefur Símasamstæðunni verið umbylt á þeim árum en salan á Mílu ber þar hæst. Á sama tíma býð ég Maríu Björk velkomna til starfa en hún hefur vakið eftirtekt í þeim störfum sem hún hefur sinnt hingað til. Standa væntingar okkar til þess að María leiði Símann í gegnum næstu umbreytingu sem hefur nú þegar hafist með kaupum á Billboard og tengdum félögum í upphafi árs ásamt nýtilkynntum kaupum á Noona“ Síminn Vistaskipti Fjarskipti Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Fleiri fréttir Stofnandi Fortuna Invest til Lyf og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Sjá meira
Í tilkynningu Símans til Kauphallar segir að um sé að ræða stór tímamót. Orri hafi starfað sem forstjóri Símans í meira en áratug við góðan orðstír. Síminn hefur tekið stakkaskiptum á tímabilinu, bæði hvað varðar grunnrekstur þar sem staða Símans er sterk í fjarskiptum og afþreyingu, en ekki síður þegar kemur að endurskipulagningu samstæðunnar, svo sem með sölu á Mílu og Sensa og kaupum á Billboard og Noona. Á sama tíma hafi félagið skilað stöðugt bættri afkomu ásamt því að ávöxtun hlutafjár hefur verið góð. „Eftir að hafa starfað lengi hjá þessu frábæra félagi, Símanum, er heilbrigt fyrir félagið og sjálfan mig að nýr kafli hefjist. Síminn hefur tekið grundvallarbreytingum undanfarin ár og þróunin mun halda áfram. Félagið á tækifæri á fjölmörgum sviðum, svo sem í kjarnastarfsemi félagsins í fjarskiptum og sjónvarpi, en ekki síður í fjártækni, nýmiðlun auglýsinga og stafrænni þjónustu. Það er ekki einfalt að kveðja góða vini hér innanhúss en nú er góður tími fyrir nýjan forstjóra að taka við keflinu. Ég óska Maríu Björk velfarnaðar í að leiða þann öfluga hóp sem fyrir er til að ná árangri í því síkvika samkeppnisumhverfi sem Síminn starfar“, er haft eftir Orra, fráfaranda forstjóra Símans. Full tilhlökkunar Haft er eftir Maríu Björk að Síminn sé vel rekið og framsækið fyrirtæki sem hafi verið leiðandi á sínum kjarnamörkuðum, bæði þegar kemur að þjónustustigi og vöruþróun. „Ég er þakklát fyrir tækifærið til að leiða félagið í gegnum næsta kafla, eftir vel heppnaða umbreytingu síðustu ár. Verkefnin framundan snúast ekki síst um að byggja ofan á þann trausta grunn sem þar var lagður, nýta sterka innviði og þá miklu reynslu og þekkingu sem mannauður félagsins býr yfir til þess að breikka og þróa þjónustuframboðið og styrkja þannig tekjugrunn félagsins enn frekar. Ég er full tilhlökkunar að slást í hópinn með því öfluga teymi sem starfar hjá Símanum.“ Næsta umbreyting þegar hafin Þá er haft eftir Jóni Sigurðssyni, stjórnarformanni Símans, að hann þakki Orra fyrir hans framlag til Símans undanfarinn áratug. Jón Sigurðsson er forstjóri Stoða og stjórnarformaður Símans. „Það er óhætt að segja að á tímabilinu hafi starfsemi Símans tekið miklum breytingum. Við Orri höfum átt í góðu samstarfi undanfarin fimm ár og hefur Símasamstæðunni verið umbylt á þeim árum en salan á Mílu ber þar hæst. Á sama tíma býð ég Maríu Björk velkomna til starfa en hún hefur vakið eftirtekt í þeim störfum sem hún hefur sinnt hingað til. Standa væntingar okkar til þess að María leiði Símann í gegnum næstu umbreytingu sem hefur nú þegar hafist með kaupum á Billboard og tengdum félögum í upphafi árs ásamt nýtilkynntum kaupum á Noona“
Síminn Vistaskipti Fjarskipti Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Fleiri fréttir Stofnandi Fortuna Invest til Lyf og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Sjá meira