Vistaskipti

Vistaskipti

Fréttir af vistaskiptum fólks innan fyrirtækja, stofnana og ýmissa samtaka.

Fréttamynd

Sunak nýtt andlit á gömul gildi

Kjör Rishis Sunak sem leiðtoga breska Íhaldsflokksins markar tímamót á ýmsan hátt. Hann verður yngsti forsætisráðherrann í meira en tvær aldir og sá fyrsti sem er ekki hvítur. Inn við beinið er Sunak þó klassískur íhaldsmaður sem dáir Margaret Thatcher og aðhyllist lága skatta.

Erlent
Fréttamynd

Ás­­mundur Einar Daða­­son skipar þrjá nýja skrif­­stofu­­stjóra

Þrír nýir skrifstofustjórar hafa verið skipaðir hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu. Ráðherra, Ásmundur Einar Daðason hefur skipað Önnu Tryggvadóttur, Árna Jón Árnason og Þorstein Hjartarson í embættin samkvæmt nýju skipulagi ráðuneytisins. Skipað er í embættin til fimm ára. Ekki var skipað í embætti skrifstofustjóra gæða- og eftirlitsmála vegna fækkunar skrifstofa hjá ráðuneytinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Við ætlum ekki að glutra niður þessu tækifæri“

Nýráðinn forstjóri Menntamálastofnunar telur að með boðuðum breytingum barna- og menntamálaráðherra muni íslenska skólakerfið nútímavæðast og verða betur í stakk búið að innleiða nýjungar í kennslu. Nýrri stofnun er ætlað að vera þjónandi og styðjandi við starfsfólk skólanna.

Innlent
Fréttamynd

Ráðnar til Tvist

Hönnunar- og auglýsingastofan Tvist hefur ráðið Stefaníu Ósk Arnardóttur í starf viðskiptastjóra og Emmu Theodórsdóttur í starf grafísks hönnuðar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fimmtán nýir athafnastjórar hjá Siðmennt

Fimmtán nýir athafnastjórar útskrifuðust úr nýliðaþjálfun Siðmenntar á Hellu um helgina. Um er að ræða hóp nema sem hefur verið í þjálfun frá því í vor, en þjálfunin byggði á námskeiðum og handleiðslu.

Innlent
Fréttamynd

Stokkað upp í stjórn Berjaya Iceland Hotels og Tryggvi Þór hættir

Ráðist hefur verið breytingar á stjórn hótelkeðjunnar Berjaya Iceland Hotels, sem áður hét Icelandair Hotels, og Tryggvi Þór Herbertsson, stjórnarformaður félagsins í meira en tvö ár, er farinn úr stjórninni. Nýr stjórnarformaður fyrirtækisins er dóttir malasíska auðjöfursins Vincent Tan og þá hefur annar Íslendingur verið fenginn inn í stjórnina í stað Tryggva Þórs.

Innherji
Fréttamynd

Stefán segir upp hjá Storytel

Stefán Hjörleifsson hefur sagt upp starfi sínu sem landsstjóri Storytel á Íslandi eftir fimm ára starf. Næstu skref eru óráðin fyrir utan að lækka forgjöfina í golfi á suðrænum slóðum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Páll tekur við af Júlíusi hjá HS Veitum

Páll Erland, framkvæmdastjóri Samorku, mun taka við stöðu forstjóra HS Veitna í upphafi næsta árs. Hann tekur við stöðunni af Júlíusi Jóni Jónssyni sem lætur senn af störfum sem forstjóri eftir fjörutíu ára starf hjá félaginu. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ása Björg ráðin að­stoðar­fram­kvæmda­stjóri Kavita

Ása Björg Tryggvadóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsráðgjafafyrirtækisins brandr, hefur verið ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri Kavita. Fyrirtækið á vörumerkin ICEHERBS, Protis og Good Routine sem eru gæða fæðubótarefni sem seld eru um land allt. Kavita stefnir á útflutning á íslenskum fæðubótaefnum.

Klinkið
Fréttamynd

Þor­björg og Þórður til Fossa

Þórður Ágúst Hlynsson hefur verið ráðinn til starfa sem verkefnastjóri í fyrirtækjaráðgjöf Fossa fjárfestingabanka og Þorbjörg M. Einarsdóttir sem sérfræðingur á nýju fjármálasviði bankans.

Viðskipti innlent