Jón Skaftason nýr stjórnarformaður Sýnar Jón Skaftason, forsvarsmaður Gavia Invest, er nýr stjórnarformaður Sýnar. Þrír af fimm stjórnarmönnum eru hluti af hópi einkafjárfesta sem hafa eignast stóran hlut í fyrirtækinu. Hluthafafundur fór fram í morgun. Viðskipti innlent 20. október 2022 12:24
Hættir sem ferðamálastjóri: „Langar til að klára starfsævina í ferðaþjónusturekstri“ Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri hefur ákveðið að láta af störfum sem ferðamálastjóri um áramót. Hann tilkynnti starfsfólki Ferðamálastofu um ákvörðun sína á starfsmannafundi í morgun. Viðskipti innlent 20. október 2022 11:21
Rún nýr samskiptastjóri Veitna Rún Ingvarsdóttir hefur verið ráðin samskiptastjóri Veitna. Rún kemur inn í teymi sérfræðinga sakskipta- og samfélags hjá Orkuveitu Reykjavíkur (OR) sem er móðurfélag Veitna. Viðskipti innlent 20. október 2022 10:01
Guðmundur hættir sem forstjóri Varðar Guðmundur Jóhann Jónsson hefur tilkynnt stjórn félagsins að hann hyggist láta af störfum hjá félaginu á næstu mánuðum. Guðmundur hefur verið forstjóri Varðar í rúm sextán ár. Viðskipti innlent 20. október 2022 09:02
Nýr framkvæmdastjóri Sæferða kynntur til leiks Nýr framkvæmdastjóri Sæferða í Stykkishólmi hefur verið ráðinn en það er hún Jóhanna Ósk Halldórsdóttir. Jóhanna tekur við starfinu af Gunnlaugi Grettissyni sem hefur verið framkvæmdastjóri síðan 2015. Viðskipti innlent 19. október 2022 18:21
Helgi og Helga í gervigreindarteymi Travelshift Helgi Páll Helgason hefur verið ráðinn forstöðumaður gervigreindar (e. Head of AI) hjá ferðatæknifyrirtækinu Travelshift og Helga Ingimundardóttir sem yfirmaður rannsókna á sviði gervigreindar (e. Head of AI Research). Viðskipti innlent 19. október 2022 10:27
Mun leiða dótturfélag Kviku á sviði greiðslumiðlunar Sigurlaug Lilja Ólafsdóttir mun leiða nýstofnað dótturfélag Kviku á sviði greiðslumiðlunar. Viðskipti innlent 19. október 2022 09:27
„Við ætlum ekki að glutra niður þessu tækifæri“ Nýráðinn forstjóri Menntamálastofnunar telur að með boðuðum breytingum barna- og menntamálaráðherra muni íslenska skólakerfið nútímavæðast og verða betur í stakk búið að innleiða nýjungar í kennslu. Nýrri stofnun er ætlað að vera þjónandi og styðjandi við starfsfólk skólanna. Innlent 18. október 2022 13:05
Ráðnar til Tvist Hönnunar- og auglýsingastofan Tvist hefur ráðið Stefaníu Ósk Arnardóttur í starf viðskiptastjóra og Emmu Theodórsdóttur í starf grafísks hönnuðar. Viðskipti innlent 18. október 2022 10:46
Hreggviður ráðinn framkvæmdastjóri The Engine Hreggviður Steinar Magnússon hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri The Engine. Hann hefur frá því í október 2018 starfað sem leiðtogi stafrænnar markaðssetningar hjá The Engine og Pipar\TBWA. Viðskipti innlent 18. október 2022 09:13
Fimmtán nýir athafnastjórar hjá Siðmennt Fimmtán nýir athafnastjórar útskrifuðust úr nýliðaþjálfun Siðmenntar á Hellu um helgina. Um er að ræða hóp nema sem hefur verið í þjálfun frá því í vor, en þjálfunin byggði á námskeiðum og handleiðslu. Innlent 17. október 2022 14:59
Stjórnarformaðurinn hættur hjá Klöppum Linda Björk Ólafsdóttir hefur tilkynnt um úrsögn sína úr stjórn Klappa grænna lausna og hefur hún þegar tekið gildi. Linda Björk var formaður stjórnar félagsins. Viðskipti innlent 17. október 2022 11:44
Þórdís Jóna nýr forstjóri Menntamálastofnunar sem verður lögð niður Þórdís Jóna Sigurðardóttir er nýr forstjóri Menntamálastofnunar til næstu fimm ára. Hún mun stýra og vinna að uppbyggingu nýrrar stofnunar sem koma mun í stað Menntamálastofnunar, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Innlent 17. október 2022 10:18
Heiða Björg gefur ekki kost á sér áfram Heiða Björg Hilmisdóttir hefur tekið ákvörðun um að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi starfa sem varaformaður Samfylkingarinnar. Hún hefur gegnt hlutverkinu í sex ár. Innlent 16. október 2022 13:40
Jörundur Áki ráðinn sviðsstjóri knattspyrnusviðs KSÍ Knattspyrnusamband Íslands hefur ráðið Jörund Áka Sveinsson sem sviðsstjóra knattspyrnusviðs. Þetta var staðfest á vefsíðu KSÍ fyrr í kvöld. Íslenski boltinn 14. október 2022 22:40
Gerður nýr formaður flóttamannanefndar Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hefur skipað Gerði Gestsdóttur sem formann flóttamannanefndar. Innlent 14. október 2022 14:27
Stokkað upp í stjórn Berjaya Iceland Hotels og Tryggvi Þór hættir Ráðist hefur verið breytingar á stjórn hótelkeðjunnar Berjaya Iceland Hotels, sem áður hét Icelandair Hotels, og Tryggvi Þór Herbertsson, stjórnarformaður félagsins í meira en tvö ár, er farinn úr stjórninni. Nýr stjórnarformaður fyrirtækisins er dóttir malasíska auðjöfursins Vincent Tan og þá hefur annar Íslendingur verið fenginn inn í stjórnina í stað Tryggva Þórs. Innherji 13. október 2022 17:31
Stefán segir upp hjá Storytel Stefán Hjörleifsson hefur sagt upp starfi sínu sem landsstjóri Storytel á Íslandi eftir fimm ára starf. Næstu skref eru óráðin fyrir utan að lækka forgjöfina í golfi á suðrænum slóðum. Viðskipti innlent 13. október 2022 16:10
Páll tekur við af Júlíusi hjá HS Veitum Páll Erland, framkvæmdastjóri Samorku, mun taka við stöðu forstjóra HS Veitna í upphafi næsta árs. Hann tekur við stöðunni af Júlíusi Jóni Jónssyni sem lætur senn af störfum sem forstjóri eftir fjörutíu ára starf hjá félaginu. Viðskipti innlent 13. október 2022 14:41
Ráðinn markaðsstjóri Men&Mice Elvar Páll Sigurðsson hefur verið ráðinn markaðsstjóri Men&Mice og mun sem slíkur leiða markaðssetningu fyrirtækisins á alþjóðlegum mörkuðum. Viðskipti innlent 13. október 2022 11:13
Ása Björg ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri Kavita Ása Björg Tryggvadóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsráðgjafafyrirtækisins brandr, hefur verið ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri Kavita. Fyrirtækið á vörumerkin ICEHERBS, Protis og Good Routine sem eru gæða fæðubótarefni sem seld eru um land allt. Kavita stefnir á útflutning á íslenskum fæðubótaefnum. Klinkið 13. október 2022 09:54
Koma ný inn í eigendahóp Brandenburgar Sigríður Theódóra Pétursdóttir og Arnar Halldórsson hafa bæst í eigendahóp auglýsingastofunnar Brandenburg. Þau hafa bæði starfað sem stjórnendur á stofunni undanfarin ár. Viðskipti innlent 13. október 2022 09:41
Þorbjörg og Þórður til Fossa Þórður Ágúst Hlynsson hefur verið ráðinn til starfa sem verkefnastjóri í fyrirtækjaráðgjöf Fossa fjárfestingabanka og Þorbjörg M. Einarsdóttir sem sérfræðingur á nýju fjármálasviði bankans. Viðskipti innlent 12. október 2022 12:37
Ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri Vísindagarða Þórey Einarsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri Vísindagarða Háskóla Íslands. Viðskipti innlent 11. október 2022 13:35
Nanna Elísa tekur við málefnum nýsköpunar hjá SI Nanna Elísa Jakobsdóttir, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði SI, hefur tekið við málefnum nýsköpunar hjá Samtökum iðnaðarins. Viðskipti innlent 11. október 2022 13:08
Ráðinn nýr fjármálastjóri Play Ólafur Þór Jóhannesson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs PLAY. Hann tekur við starfinu af Þóru Eggertsdóttur og hefur störf í byrjun nóvember. Viðskipti innlent 11. október 2022 09:07
Kristín Vala til Coca-Cola Kristín Vala Matthíasdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri vörustjórnunarsviðs Coca-Cola á Íslandi. Kristín kemur til Coca-Cola frá Bluebird Nordic þar sem hún starfaði sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs. Viðskipti innlent 10. október 2022 16:52
Harpa og Ingólfur til ON Harpa Pétursdóttir og Ingólfur Örn Guðmundsson hafa verið ráðin til Orku náttúrunnar. Ingólfur hefur verið ráðinn í starf forstöðumanns sölu- og viðskiptaþróunar og Harpa í starf aðstoðarkonu framkvæmdastýru. Viðskipti innlent 10. október 2022 14:56
Þóra Eggertsdóttir yfirgefur Play Þóra Eggertsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálsviðs Play, hefur sagt starfi sínu lausu hjá flugfélaginu en hún hefur starfað þar frá því í maí 2021. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að Þóra muni áfram sinna stöðunni þar til eftirmaður hennar tekur við en frekari upplýsingar verða veittar um hann síðar. Viðskipti innlent 7. október 2022 21:23
Úr ytra eftirliti með Kviku banka í innra eftirlit Ásta Leonhardsdóttir hefur verið ráðin í starf innri endurskoðanda Kviku banka hf. og hefur hún nú þegar hafið störf. Viðskipti innlent 7. október 2022 09:43