Vistaskipti

Vistaskipti

Fréttir af vistaskiptum fólks innan fyrirtækja, stofnana og ýmissa samtaka.

Fréttamynd

Anton Máni kjörinn formaður SÍK

Anton Máni Svansson frá Join Motion Pictures var í gær kjörinn formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, SÍK, á aðalfundi félagsins. Hilmar Sigurðsson frá Sagafilm var kjörinn gjaldkeri og Inga Lind Karlsdóttir frá Skot Produtions meðstjórnandi.

Innlent
Fréttamynd

Eggert hættir sem forstjóri Festar

Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festar hf. hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. ágúst næstkomandi. Gert hefur verið samkomulag um starfslok Eggerts en Festi rekur meðal annars Krónuna, Elko og N1.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Andri Fannar til ADVEL lögmanna

Andri Fannar Bergþórsson, lögmaður og dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, hefur gengið til liðs við ADVEL lögmenn. Þar mun hann starfa sem ráðgjafi samhliða áframhaldandi störfum sínum við HR.

Klinkið
Fréttamynd

Þrír nýir skrif­stofu­stjórar í nýja ráðu­neytinu

Sigríður Valgeirsdóttir, Ari Sigurðsson og Jón Vilberg Guðjónsson hafa öll tekið við stöðum skrifstofustjóra í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu. Ráðherrann Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skipaði þau Sigríði og Ara að undangenginni auglýsingu og þá hefur Jón Vilberg verið fluttur í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu yfirstjórnar í ráðuneytinu.

Innlent
Fréttamynd

Höddi Magg til liðs við RÚV

Sparkspekingurinn Hörður Magnússon verður álitsgjafi á RÚV í umfjöllun ríkisútvarpsins um Mjólkurbikarinn, deildarkeppni karla og kvenna í knattspyrnu. 

Lífið
Fréttamynd

Tómas Þór fyllir skarð Ólafs á Land­spítalanum

Tómas Þór Ágústsson mun tímabundið taka við stöðu framkvæmdastjóra lækninga á Landspítala frá og með 23. júlí 2022 í fjarveru Ólafs Baldurssonar. Ólafur verður í ársleyfi frá þeim tíma til að gegna starfi yfirmanns lungnaþjónustu á Karolinska-háskólasjúkrahúsinu í Stokkhólmi.

Innlent