Vistaskipti

Vistaskipti

Fréttir af vistaskiptum fólks innan fyrirtækja, stofnana og ýmissa samtaka.

Fréttamynd

Þórey ráðin fjármálastjóri VAXA

Þórey G. Guðmundsdóttir, sem starfaði áður um árabil sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Bláa lónsins, hefur verið ráðin fjármálastjóri hjá hátæknigróðurhúsinu VAXA. Mun hún taka við starfinu innan fárra vikna.

Klinkið
Fréttamynd

Bene­dikt nýr fram­kvæmda­stjóri hjá Orku­veitunni

Benedikt K. Magnússon hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármála hjá Orkuveitu Reykjavíkur og hefur störf síðar í mánuðinum. Hann lætur um leið af störfum sem ráðgjafi hjá KPMG. Svanbjörn Thoroddsen tekur við stöðu hans hjá KPMG.

Innlent
Fréttamynd

Sigríður snýr aftur í Efstaleiti

Sigríður Halldórsdóttir hefur verið ráðin til starfa á RÚV. Hún starfaði síðast fyrir Ríkisútvarpið árið 2019 í fréttaskýringaþættinum Kveik.

Innlent
Fréttamynd

Ragnheiður hættir sem forstjóri Opinna Kerfa

Ragnheiður Harðar Harðardóttir, sem hefur stýrt Opnum Kerfum undanfarin þrjú ár, hefur óskað eftir því að láta af störfum sem forstjóri upplýsingatæknifyrirtækisins. Áður en hún tók við sem forstjóri félagsins árið 2019 hafði hún verið fjármálastjóri Opinna Kerfa.

Innherji
Fréttamynd

Fjögur ráðin til Branden­burg

Þorleifur Gunnar Gíslason, Dana Rún Hákonardóttir, Sóley Lee Tómasdóttir og Hildur Hafsteinsdóttir hafa öll verið ráðin til starfa hjá hönnunar- og auglýsingastofunni Brandenburg.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kristín Björg frá Torgi til Orkunnar

Kristín Björg Árnadóttir hefur hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs Orkunnar. Hún starfaði síðast sem fjármálastjóri hjá Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, DV, Hringbrautar og tengdra miðla.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skipulagsbreytingar hjá Landsvirkjun á sviði sölu og þjónustu

Skipulagsbreytingar hafa verið gerðar hjá Landsvirkjun í hópi stjórnenda á sviði sölu og þjónustu hjá fyrirtækinu en nýir forstöðumenn hafa verið ráðnir. Að því er kemur fram í tilkynningu um málið er um að ræða forstöðumenn viðskiptastýringar, viðskiptagreinar og þróun markaða, og viðskiptaþjónustu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Heiðar Örn ráðinn fréttastjóri RÚV

Heiðar Örn Sigurfinnsson hefur verið ráðinn fréttastjóri hjá Ríkisútvarpinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. Hann tekur við starfinu af Rakel Þorbergsdóttir sem sagði upp störfum í nóvember.

Innlent
Fréttamynd

Teitur Björn verður að­stoðar­maður Jóns Gunnars­sonar

Teitur Björn Einarsson, lögfræðingur og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, er nýr aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Hann tekur við af Hreini Loftssyni sem hætti sem aðstoðarmaður Jóns um miðjan desember eftir einungis tvær vikur í starfi.

Innlent