Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Hið minnsta tveir hafa verið fluttir til skoðunar á slysadeild eftir fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut við Hvassahraun upp úr klukkan 23 í kvöld. 16.1.2026 23:49
Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Lögreglan réðst í umfangsmikla aðgerð á Akureyri í kvöld þegar fjöldi lögreglumanna stöðvaði og handtók ökumann við Glerárgötu. 16.1.2026 22:00
Borgarstjóri fór með rangt mál Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri bað lögmenn borgarinnar um að kanna lóðarréttarsölu Péturs Marteinssonar, mótframbjóðanda síns í prófkjöri Samfylkingarinnar, þrátt fyrir að hafa þvertekið fyrir það í fjölmiðlaviðtölum. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg óskaði hún eftir upplýsingum um hvort Pétur hefði mátt framselja lóðarrétt samhliða sölu á félagi sínu. 16.1.2026 21:10
Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Byggingafulltrúi Kópavogsbæjar stöðvaði í dag verktaka sem höfðu hafist handa við niðurrif á húsnæði þar sem félagsheimili Kópavogs var áður, án þess að hafa tilskilið leyfi. Varabæjarfulltrúi segir að framkvæmdin öll sé „eitt allsherjarklúður af hálfu Kópavogsbæjar.“ 16.1.2026 19:12
Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Fjórir gefa kost á sér í oddvitasæti Viðreinsar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. 16.1.2026 18:55
Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Þingflokkur Framsóknar boðar til blaðamannafundar í Alþingishúsinu kl. 10 á morgun, þriðjudag, til að kynna tillögur til að bregðast við stöðu barna og ungmenna í íslensku samfélagi. 12.1.2026 23:23
Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Ekki er ljóst hvað olli þeim mikla eldi sem braust út í skemmu í Gufunesi í dag. Fyrir rúmlega tveimur árum höfðu þáverandi leigjendur miklar áhyggjur af aðbúnaði í húsnæðinu, sem er í eigu Reykjavíkurborgar, og lýstu rafmagninu í húsinu sem „slysagildru“ á sínum tíma. 12.1.2026 22:01
Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Mikill eldsvoði kviknaði í Gufunesi í Reykjavík og sást reykur víða um höfuðborgarsvæðið. Slökkviliðið hefur náð tökum á eldinum. Stjórnarformaður True North segir að mikið tjón hafi orðið á eignum framleiðslufyrirtækisins en TrueNorth leigir skemmuna af Reykjavíkurborg. 12.1.2026 17:08
Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Eftir tæplega tíu mánaða embættisferil sem einkenndist meðal annars af óheppilegum ummælum, umdeildum embættisfærslum og upplýsingastríði við Moggann hefur Guðmundur Ingi Kristinsson sagt af sér sem mennta- og barnamálaráðherra vegna veikinda. Hann gekkst undir hjartaaðgerð fyrir áramót og kveðst nú á batavegi. 9.1.2026 06:00
Leita að manneskju við Sjáland Lögregluleit stendur yfir að manneskju í nágrenni við Sjáland í Garðabæ í kvöld. 8.1.2026 20:55