Fréttamaður

Agnar Már Másson

Agnar Már er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Borgar­stjóri fór með rangt mál

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri bað lögmenn borgarinnar um að kanna lóðarréttarsölu Péturs Marteinssonar, mótframbjóðanda síns í prófkjöri Samfylkingarinnar, þrátt fyrir að hafa þvertekið fyrir það í fjölmiðlaviðtölum. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg óskaði hún eftir upplýsingum um hvort Pétur hefði mátt framselja lóðarrétt samhliða sölu á félagi sínu.

Boða til blaða­manna­fundar vegna stöðu barna

Þingflokkur Framsóknar boðar til blaðamannafundar í Alþingishúsinu kl. 10 á morgun, þriðjudag, til að kynna tillögur til að bregðast við stöðu barna og ungmenna í íslensku samfélagi.

Raf­magnið í skemmunni þótti „slysagildra“

Ekki er ljóst hvað olli þeim mikla eldi sem braust út í skemmu í Gufunesi í dag. Fyrir rúmlega tveimur árum höfðu þáverandi leigjendur miklar áhyggjur af aðbúnaði í húsnæðinu, sem er í eigu Reykjavíkurborgar, og lýstu rafmagninu í húsinu sem „slysagildru“ á sínum tíma.

Vaktin: Náð tökum á stór­brunanum í Gufu­nesi

Mikill eldsvoði kviknaði í Gufunesi í Reykjavík og sást reykur víða um höfuðborgarsvæðið. Slökkviliðið hefur náð tökum á eldinum. Stjórnarformaður True North segir að mikið tjón hafi orðið á eignum framleiðslufyrirtækisins en TrueNorth leigir skemmuna af Reykjavíkurborg. 

Brösug og stutt ráð­herra­tíð Guð­mundar Inga

Eftir tæplega tíu mánaða embættisferil sem einkenndist meðal annars af óheppilegum ummælum, umdeildum embættisfærslum og upplýsingastríði við Moggann hefur Guðmundur Ingi Kristinsson sagt af sér sem mennta- og barnamálaráðherra vegna veikinda. Hann gekkst undir hjartaaðgerð fyrir áramót og kveðst nú á batavegi. 

Sjá meira