Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Cleveland Cavaliers rétt mörðu eins stigs sigur gegn Milwaukee Bucks. Oklahoma City Thunder unnu öruggan þrettán stiga sigur gegn Los Angeles Clippers. Bæði lið hafa unnið alla sína leiki í upphafi tímabils og sitja í efstu sætum austur- og vesturdeildanna. 3.11.2024 09:47
Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son Joel Embiid lenti í áflogum við blaðamann eftir leik gegn Memphis Grizzlies í nótt, sem endaði með 124-107 tapi Philadelphia 76ers. Embiid öskraði á og réðst síðan á blaðamann sem hafði skrifað um látinn bróður hans og nýfæddan son. 3.11.2024 09:28
Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Tímataka fyrir Sau Paulo, Brasilíu kappaksturinn í Formúlu 1 átti að fara fram í gærkvöldi en var frestað vegna veðurs. Kappakstrinum sjálfum hefur nú verið flýtt um níutíu mínútur, vegna ótta um vont veðurfar síðar í dag. 3.11.2024 09:06
Dagskráin í dag: Toppliðið sækir Tindastól heim og ýmislegt um að vera vestanhafs Það er hægt að halla sér vel aftur í Besta Sætinu þennan sunnudaginn og flakka milli stöðva þar sem átta beinar útsendingar eru í boði. 3.11.2024 06:03
„Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ ÍR tókst næstum því að vinna leik í Bónus deild karla síðasta fimmtudag en kastaði forystunni frá sér undir lokin gegn Álftanesi. Haukar eru einnig án sigurs eftir eins stigs tap gegn Þór Þorlákshöfn. Farið var yfir lánlausu liðin á Körfuboltakvöldi Stöðvar 2 Sport í gær. 2.11.2024 23:17
„Ég held að við getum orðið enn betri“ Nuno Espirito Santo, þjálfari Nottingham Forest sem situr í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar, segir sína menn eiga meira inni. Liðið hefur ekki verið eins ofarlega í töflunni í 26 ár. 2.11.2024 22:30
„Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var að vonum ánægður með glæsilegan 35-29 sigur sinna manna gegn Aftureldingu í Mosfellsbæ. 2.11.2024 21:03
Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Tímatöku fyrir Formúlu 1 kappaksturinn í Sau Paulo í Brasilíu hefur verið frestað til morguns vegna mikillar rigningar. 2.11.2024 20:51
Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Elvar Már Friðriksson lék með Maroussi í 80-81 tapi gegn sínu gamla liði PAOK í fimmtu umferð grísku úrvalsdeildarinnar í körfubolta. 2.11.2024 20:33
Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Melsungen endurheimti efsta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta með 32-27 sigri gegn Erlangen. Elvar Örn Jónsson skoraði þrjú mörk úr jafnmörgum skotum fyrir Melsungen. 2.11.2024 20:15