Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Liverpool tryggði sér efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 2-1 sigri gegn Brighton á Anfield. Heimamenn lentu undir en tvö mörk á tveimur mínútum í seinni hálfleik tryggðu sigurinn. Manchester City tapaði samtímis gegn Bournemouth og Liverpool er því með tveggja stiga forystu á toppnum. 2.11.2024 17:00
Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Bournemouth tók á móti Manchester City og vann 2-1 sigur. Heimamenn komust tveimur mörkum yfir gegn Englandsmeisturunum sem áttu erfitt með að skapa sér góð færi. Tapið þýðir að Liverpool situr í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 25 stig, City er þar á eftir með 23 stig. 2.11.2024 17:00
Mínútu þögn fyrir alla leiki og Real Madrid gefur milljón evra Vegna hamfaranna á Spáni verður einnar mínútu þögn viðhöfð í öllum leikjum sem fara fram í spænska fótboltanum um helgina, en öllum leikjum í Valencia héraði hefur verið frestað. Real Madrid hefur heitið milljón evra til aðstoðar. 1.11.2024 07:02
Dagskráin í dag: KR til Keflavíkur áður en Körfuboltakvöld tekur við Það er fullt af fjöri að finna þennan föstudaginn á íþróttarásum Stöðvar 2 og Vodafone. Æfingar fyrir Formúlu 1 kappakstur helgarinnar, hörkuslagur í næstefstu deild Englands, golf í Japan og tveir leikir í Bónus deild karla sem verða svo gerðir upp á Körfuboltakvöldi. 1.11.2024 06:00
Mourinho meiddist á æfingu þegar leikmaður Fenerbahçe felldi hann Jose Mourinho er enn að læra hvernig best sé að stýra æfingu þrátt fyrir að hafa starfað sem knattspyrnuþjálfari í rúm tuttugu ár. Hann varð fyrir meiðslum og haltraði af æfingu Fenerbahçe í dag. 31.10.2024 23:15
Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Slagsmál brutust út í leik Stjörnunnar og Grindavíkur í kvöld. DeAndre Kane setti sig í hlutverk sáttamiðlara meðan sjúkraþjálfari Grindavíkur ýtti í leikmann Stjörnunnar. 31.10.2024 22:48
ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn ÍBV heimsótti ÍR og vann 41-31 stórsigur í Olís deild karla. KA tók á móti Stjörnunni og kastaði frá sér sigri, 27-27 lokaniðurstaðan. 31.10.2024 20:49
Albert ekki með gegn Genoa er Fiorentina vann fjórða leikinn í röð Fiorentina hefur fagnað frábæru gengi undanfarið í ítölsku úrvalsdeildinni, þrátt fyrir að Albert Guðmundsson sé frá vegna meiðsla. Liðið vann fjórða deildarleikinn í röð í dag, 1-0 gegn Genoa, liðinu sem Albert kom á láni frá. 31.10.2024 19:54
Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Haukur Þrastarson og félagar í Dínamó Búkarest unnu 38-31, sterkan sjö marka sigur gegn Füchse Berlin í Meistaradeild karla í handbolta. Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar í Fredericia máttu þola tveggja marka tap eftir að hafa verið yfir í hálfleik gegn RK Eurofarm Pelister. 31.10.2024 19:29
Kane steig á andlit en slapp við rautt: „Augljóst að dómarinn var í Bayern treyju“ Bayern Munchen vann öruggan 4-0 sigur á Mainz í þýsku bikarkeppninni í gærkvöldi. Jamal Musiala skoraði þrennu, en var rangstæður í öðru markinu, Harry Kane bætti svo fjórða markinu við en hefði ekki átt að vera inni á vellinum, að mati leikmanna Mainz. 31.10.2024 18:02