Gengið frá sölu á hluta Endor Sýn hf. og Hexatronic hafa undirritað kaupsamning um hluta af starfsemi Endor ehf. en áður hafði verið tilkynnt um viljayfirlýsingu um kaup Hexatronic á erlendri starfsemi Endor. 1.10.2024 16:23
Stofna félag utan um Origo og þrettán önnur rekstrarfélög Frá og með 1. nóvember mun Skyggnir eignarhaldsfélag taka til starfa og þar með flyst starfsemi Origo sem snýr að rekstrarþjónustu, innviðum og hugbúnaði í aðskilið dótturfélag, Origo ehf. Skyggnir mun fara með hluti í fjórtán rekstrarfélögum. 1.10.2024 14:35
Ekkert áfengi á sunnudögum og seint á kvöldin Dómsmálaráðherra hefur birt drög að frumvarpi til laga um breytingu á áfengislögum í samráðsgátt. Samkvæmt drögunum verður innlend netverslun með áfengi heimiluð, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Til að mynda yrði ekki heimilt að afhenda áfengi á helgidögum, þar á meðal sunnudögum. 1.10.2024 13:13
Alþjóðlegur risi leysir Wok on af hólmi Stærsta keðja svokallaðra „wok-veitingastaða“ í heiminum stefnir á opnun þriggja til fjögurra veitingastaða á höfuðborgarsvæðinu. Sú tegund veitingastaða er vel þekkt hér á landi undir merkjum keðjunnar Wok on. 1.10.2024 12:10
Úr kirkjunni í brúna hjá Herjólfi Séra Ólafur Jóhann Borgþórsson, sem þjónað hefur Seljakirkju og Lindakirkju, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Herjólfs ohf.. 1.10.2024 11:29
Flugvöllur í Hvassahrauni alls ekki úr myndinni Niðurstöður starfshóps um byggingu flugvallar í Hvassahrauni eru þær helstar að ólíklegt sé að náttúruvá hafi áhrif á flugvöll á svæðinu, engin veðurskilyrði mæli gegn valinu og líklega verði ekki mikil langtímaáhrif á eftirspurn í innanlandsflugi ef af flutningi þess verður í Hvassahraun. 1.10.2024 11:15
Kristjana frá Rúv til Ásmundar Einars Kristjana Arnarsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra. Hún hefur undanfarin ár getið sér gott orð á íþróttafréttadeild Ríkisútvarpsins og sem stjórnandi Gettu betur. 1.10.2024 10:21
Eyvindur settur landsréttardómari Dómsmálaráðherra hefur sett Eyvind G. Gunnarsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, í embætti dómara við Landsrétt frá og með 1. október 2024 til og með 28. febrúar 2029. 30.9.2024 16:56
Nýkjörinn formaðurinn hættur og varamenn fá atkvæðisrétt Halldór Auðar Svansson, sem kjörinn var formaður framkvæmdastjórnar Pírata á aðalfundi flokksins þann 7. september, hefur stigið til hliðar sem formaður. Framkvæmdastjórn flokksins hefur sett sér vinnureglu sem veitir varamönnum í stjórninni jafnan atkvæðisrétt og aðalmenn. 30.9.2024 15:52
Tveggja milljarða gjaldþrot Ingvars Jónadabs tók tíu ár Skiptum er nú lokið á þrotabúi Ingvars Jónadabs Karlssonar, sem rak heildverslunina Karl K. Karlsson um árabil, tíu árum eftir að hann var úrskurðaður gjaldþrota. 18,7 prósent fengust upp í ríflega tveggja milljarða króna lýstar kröfur. 30.9.2024 14:46