Tveggja milljarða gjaldþrot Ingvars Jónadabs tók tíu ár Skiptum er nú lokið á þrotabúi Ingvars Jónadabs Karlssonar, sem rak heildverslunina Karl K. Karlsson um árabil, tíu árum eftir að hann var úrskurðaður gjaldþrota. 18,7 prósent fengust upp í ríflega tveggja milljarða króna lýstar kröfur. 30.9.2024 14:46
Tveir teknir með þýfi á leið í Norrænu Þrír sitja nú í gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á innbrotum í verslanir Elko í byrjun síðustu viku. Tveir þeirra voru handteknir þegar þeir voru á leið í Norrænu með hluta þýfisins. Þremur hefur þegar verið sleppt úr haldi. 30.9.2024 13:43
Fundur sem ræður úrslitum hafinn Fundur samninganefnda Eflingar og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, SFV, hófst laust eftir klukkan 13. Nái aðilar ekki saman á fundinum mun Efling hefja verkfallsaðgerðir á hjúkrunarheimilum. 30.9.2024 13:21
Neituðu að hafa smyglað tuttugu milljónum sígaretta Tveir sakborninga í máli sem varðar tollalagabrot upp á 741 milljón króna og innflutning á um einni milljón pakka af sígarettum neita sök. Einn sakborninga var erlendis þegar málið var þingfest í morgun og tekur afstöðu til sakarefnis síðar. 30.9.2024 12:20
Tekinn með efni eftir að vinur sló sig í höfuðið með skiptilykli Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið sakfelldur fyrir fíkniefnalagabrot með því að hafa haft amfetamín og nokkrar töflur af róandi og kvíðastillandi lyfi í fórum sínum. Lögregla framkvæmdi húsleit heima hjá honum eftir að hann hafði hringt á lögreglu vegna þess að vinur hans hafi slegið sjálfan sig í höfuðið með skiptilykli. 30.9.2024 11:11
„Það verður að láta reyna á þessar kærur“ Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt að látið verði reyna á kærur á hendur netverslunum með áfengi fyrir dómstólum. 27.9.2024 17:01
Hlaut varanlegan skaða vegna myglu en fær ekki krónu Orkuveitan hefur verið sýknuð af öllum kröfum konu sem starfaði hjá fyrirtækinu en þurfti að hætta vegna veikinda af völdum myglu. Landsréttur taldi Orkuveituna hafa gripið til nægra ráðstafana með því að færa starfsmenn úr þeim hluta Orkuveituhússins sem var myglaður. 27.9.2024 15:58
Mennirnir tveir fundnir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti á þriðja tímanum í dag eftir tveimur mönnum, sem hún sagðist þurfa að ná tali af. Ekki kom fram vegna hvers en myndir af mönnunum voru úr öryggismyndavélum. 27.9.2024 14:28
Til skoðunar að beita refsisköttum á nikótínpúða Heilbrigðisráðherra segir að huga þurfi að skattlagningu á nikótínvörur til þess að sporna við notkun barna og ungmenna á nikótínpúðum og rafrettum. Hann segir framlegð af sölu nikótínvara óeðlilega en hún nær ekki tíu prósentum. 27.9.2024 14:00
Má ekki eyða myndböndum sem mátti ekki taka Fiskistofa braut persónuverndarlög með því að taka upp myndbönd af tveimur veiðiferðum fiskiskips með dróna. Reglur um opinber skjalasöfn koma þó í veg fyrir að Fiskistofa megi eyða myndböndunum. 27.9.2024 11:18