Innlent

Flug­vél á leið til Egils­staða snúið við yfir Hall­orms­stað

Árni Sæberg skrifar
Flugvélinni var lent aftur á Reykjavíkurflugvelli. Hún er af gerðinni De Havilland Canada Dash 8-400, líkt og flugvélin á myndinni.
Flugvélinni var lent aftur á Reykjavíkurflugvelli. Hún er af gerðinni De Havilland Canada Dash 8-400, líkt og flugvélin á myndinni. Vísir/Vilhelm

Flugvél Icelandair var komin alla leið austur að Hallormsstað þegar henni var snúið við til Reykjavíkur vegna ókyrrðar. 

Þetta staðfestir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi hjá Icelandair, í samtali við Vísi. Á vefnum Flightradar24 má sjá flugleiðina:

Stutt var eftir af ferðalaginu þegar snúa þurfti við.Skjáskot/Flightradar24

Guðni segir að legið sé yfir veðurspánni og beðið eftir nýrri spá til þess að meta hvort óhætt verði að fljúga austur síðar í dag.  Annað flug til Egilsstaða sé einnig á áætlun í dag. Þá hafi þurft að aflýsa flugi til Ísafjarðar í dag.

„Svona er að vera í flugbransanum á Íslandi, þetta er bara hluti af því.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×