Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fær að dúsa inni í mánuð til

Karlmaður á fimmtugsaldri, sem grunaður um að hafa framið stunguárás í húsnæði á vegum Matfugls á Kjalarnesi á nýársnótt, fær að dúsa í gæsluvarðhaldi til 3. mars næstkomandi.

Stefna kennurum

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur höfðað mál fyrir Félagsdómi gegn Kennarasambandi Íslands og krefst þess að verkföll Kennarasambandsins, sem nú hafa skollið á að nýju, verði dæmd ólögmæt.

Sögu­leg skipun Agnesar

E. Agnes Eide Kristínardóttir hefur verið skipuð yfirlögregluþjónn rannsóknarsviðs Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hún er fyrsta konan til að gegna stöðu yfirlögregluþjóns hjá embættinu. Á sama tíma er stokkað upp í stöðum aðstoðaryfirlögregluþjóna.

Neytendastofa hjólar í hlaupara

Neytendastofa hefur slegið á putta fjögurra áhrifavalda sem auglýstu ýmsar útivistarvörur án þess að merkja auglýsingarnar sem slíkar. Meðal þeirra eru ofurhlaupararnir Mari Jaersk og Sigurjón Ernir Sturluson.

Lét Sjúkra­tryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjöl­skylduna

Kona sem starfaði sem verkefnastjóri hjá Sjúkratryggingum Íslands hefur verið ákærð fyrir að koma því til leiðar að stofnunin greiddi eiginmanni hennar og tveimur sonum alls 156 milljónir króna. Synirnir sæta einnig ákæru fyrir peningaþvætti en þeir millifærðu þorra fjárins inn á reikninga móður sinnar.

Vænta þess að eig­endur hússins leysi málið

Forstjóri Haga segir stöðvun framkvæmda við Álfabakka 2 að hluta hafa áhrif á áform félagsins um flutning hluta starfsemi þess í húsnæðið. Hagar geri ráð fyrir því að eigendur hússins vinni að úrlausn málsins og lausn finnist sem allir geti fellt sig við.

Kröfu for­eldranna vísað frá

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá kröfum hóps foreldra leikskólabarna, um að viðurkennt yrði að verkfall leikskólakennara væri ólögmætt.

Milla ráðin rekstrar­stjóri hjá Ólafi Darra og fé­lögum

Milla Ósk Magnúsdóttir hefur verið ráðin sem rekstrarstjóri og yfirframleiðandi hjá framleiðslufyrirtækinu ACT4 . ACT4 var stofnað í lok árs 2022 og sér um að þróa og fjármagna framleiðslu á íslensku sjónvarps- og kvikmyndaefni fyrir alþjóðamarkað.

Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta lík­lega

Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að stýrivextir verði lækkað um hálft prósentustig næst þegar peningastefnunefnd kemur saman þann 5. febrúar. Deildin telur þó að aðeins 25 punkta lækkun sé möguleg.

Fram­kvæmdir stöðvaðar að hluta

Framkvæmdir við Álfabakka 2A, þar sem unnið er að byggingu „græna gímaldsins“ svokallaða, hafa verið stöðvaðar að hluta af byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar. Nánar tiltekið hafa framkvæmdir við fyrirhugaða kjötvinnslu á jarðhæð hússins verið stöðvaðar vegna skorts á mati á umhverfisáhrifum.

Sjá meira