Fylgi Höllu Hrundar ekki fast í hendi Prófessor í stjórnmálafræði segir ekkert enn fast í hendi um það hver taki forystu í forsetakapphlaupinu. Halla Hrund mælist nú með mest fylgi en það geti breyst á næstu vikum. Hann segir stefna í mjög spennandi kosningar. Það sé ágalli á kerfi að forseti geti verið kjörinn með lágu hlutfalli atkvæða. 27.4.2024 11:10
Mótmælendur fengu óvæntan liðstyrk frá Hollywood Hópur háskólanema líkt og fjölmargir bandarískir kollegar þeirra reisti tjaldbúðir við aðalbyggingu Háskóla Íslands til stuðnings Palestínu í gær. Mótmælendum barst óvæntur liðsauki frá Hollywood þegar vinsæl stórleikkona dúkkaði óvænt upp og tók undir kröfur þeirra. 26.4.2024 20:01
Skemmdarvargar á eftir útilistaverkum eftir Einar Jónsson Viðgerð er hafin á útlistaverkinu Útlögum sem var skemmt í gær. Það verður bæði kostnaðarsamt og tímafrekt að gera við verkið að sögn deildarstjóra Listasafns Reykjavíkur. Þetta er í annað skipti á nokkrum árum sem útilistaverk eftir Einar Jónsson fær slíka útreið. 26.4.2024 13:21
Frumskógur bílastæðagjalda og þau hæstu þúsund krónur Félag íslenskra bifreiðaeigenda segir villta vestrið ríkja í gjaldtöku á bílastæðum. Neytendur standi frammi fyrir sífellt fleiri greiðslulausnum en engin gildi þó á öllum bílastæðum. Neytendastofa hefur ákveðið að rannsaka málið. 17.4.2024 21:00
Villta vestrið í gjaldtöku bílastæða Neytendastofa hefur ákveðið að rannsaka gjaldtöku á bílstæðum eftir að FIB benti á ófremdarástand á markaðnum. Framkvæmdastjóri félagsins segir neytendur verða fyrir barðinu á græðgisvæðingu og frumskógi innheimtuleiða. 17.4.2024 13:01
Verðhækkanir á húsnæði framundan Byggja þarf helmingi meira en nú er gert til að mæta húsnæðisþörf og hagfræðingur býst við miklum verðhækkunum á næstunni vegna þessa. Háir stýrivextir hafa hægt á uppbyggingu og samdráttur í framkvæmdum á milli ára nemur þriðjungi. 16.4.2024 20:30
Önnur sjónarmið ráði en vilji íbúa Bæjarstjóri Akraness fagnar áhuga Miðbæjarsamtakanna á að auka líf í miðbænum en ráðhúsið verði ekki fært þangað í þeim tilgangi. Þegar sé búið að ákveða að byggja bæjarskrifstofur á öðrum stað og ráðgert að húsnæðið verði tilbúið eftir fimm ár. 16.4.2024 11:56
Skorti heildarmynd í Landsbankamálinu Fjárlaganefnd hefur enn ekki fengið svör frá Fjármálaráðuneytinu um hver samskipti þess og Bankasýslu ríkisins voru í aðdraganda kaupa Landsbankans á TM. Nefndarmaður er svartsýnn á að þau berist. Heildarmynd í málinu liggi enn ekki fyrir. 15.4.2024 13:30
„Það má ekki missa kjarkinn“ Átta manns fengu heiðursviðurkenningu frá bæjarstjórn Grindavíkur í dag í tilefni þess að fimmtíu ár er frá því bærinn fékk kaupstaðarréttindi. Þeirra á meðal er Alli á Eyri sem hvetur Grindvíkinga til að missa ekki kjarkinn. 10.4.2024 20:01
Afmælishátíð í skugga hamfara Alltof margar fjölskyldur í Grindavík eru enn á hrakhólum. Þetta var meðal þess sem kom fram á afmælishátíð bæjarins sem var haldin í skugga hamfara. Forseti Íslands hvetur fólk til að gefast ekki upp og sýna áfram kjark. 10.4.2024 19:01