„Hef aldrei opnað mig svona áður“ „Ég hef fengið mjög góð viðbrögð og margir að segja að þetta hafi hjálpað öðrum sem eru í svipuðum aðstæðum, sem er alltaf gott að heyra,“ segir fjöllistakonan Gugusar um lagið Vonin sem hún sendi frá sér fyrr á árinu þar sem hún opnar sig um erfitt samband. 6.10.2023 07:00
Náði að yfirstíga hræðsluna á mótorhjólinu „Ég finn mjög mikinn mun á mér þegar ég mæti til starfa hvort ég hef komið á bílnum eða á mótorhjólinu,“ segir Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson sem er viðmælandi í Einkalífinu. 3.10.2023 20:01
Messa sem eykur sýnileika íslenskrar myndlistar TORG listamessa fer fram dagana 6. - 15. október á Korpúlfsstöðum. Er þetta í fimmta sinn Samband Íslenskra Myndlistarmanna stendur fyrir listamessunni. 3.10.2023 16:00
Valdeflandi og ómáluð Pamela í París Stórstjarnan Pamela Anderson hefur vakið athygli á tískuvikunni í París fyrir að sleppa því alfarið að mála sig. Pamela leyfði freknunum að njóta sín og virtist skína sitt allra skærasta ef marka má myndir af henni frá hinum ýmsu tískusýningum. 3.10.2023 13:44
Heiðrar minningu móður sinnar með sköpunargleði og húmor „Mamma er almennt mjög mikil fyrirmynd hjá mér. Hún var svo mikill karakter og ég finn það alveg strax að hún er alltaf innblásturinn hjá mér,“ segir leikstjórinn og kvikmyndagerðakonan Birna Ketilsdóttir Schram. Hún er leikstjóri Bleiku slaufunnar í ár og er málefnið er henni afar kært en Birna missti móður sína, Örnu Schram, úr krabbameini í fyrra. 3.10.2023 07:01
Feimin að eðlisfari en elskar að koma fram „Fyrstu tónleikarnir mínir voru á Músíktilraunum sem ég tók þátt í þegar ég var fimmtán. Þá var ég einmitt með stutt dansatriði, þannig að ég byrjaði mjög snemma að gera eitthvað út fyrir kassann á sviði,“ segir fjöllistakonan Gugusar. Hún er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. 2.10.2023 07:00
Var í uppeldisbúðum fyrir ungkommúnista Lögmaðurinn Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson hefur átt viðburðaríka ævi og lengi verið áberandi í íslensku samfélagi. Hann ferðast gjarnan um á mótorhjóli, iðkar jóga af miklum krafti og á einnig heimili á Ítalíu sem hann er duglegur að heimsækja ásamt því að ferðast reglulega víða um heiminn. 1.10.2023 07:00
Suður-kóresk plötusnælda með eitt stærsta danslag ársins Plötusnældan og tónlistarkonan Peggy Gou hefur verið að gera öfluga hluti í tónlistarheiminum og troðið upp víðs vegar fyrir fjöldann allan af fólki. 30.9.2023 17:01
„Reyni helst að vera ekki á rassinum“ Rithöfundurinn og lífskúnstnerinn Kamilla Einarsdóttir segist ekki vita nokkurn skapaðan hlut um tísku en finnst mikilvægast að föt sé þægileg, hlý og örugg. Helsta tískureglan hennar er að vera helst ekki á rassinum og kaupa flíkur sem eru með marga vasa því þeir geri lífið skemmtilegra. Kamilla er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 30.9.2023 11:30
Hlær bara að hrútskýringum Fjöllistakonan Guðlaug Sóley, jafnan þekkt sem Gugusar, hefur náð miklum árangri sem tónlistarkona á undanförnum árum og meðal annars unnið til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Hún byrjaði fimmtán ára gömul að semja tónlist og pródúsera sjálf en takmarkar sig ekki við einn listmiðil. Gugusar er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. 29.9.2023 07:00