Southampton leikur um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni Southampton tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik gegn Leeds um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu er liðið vann 3-1 sigur gegn WBA. 17.5.2024 20:56
Jón Dagur kom inn af bekknum og bjargaði stigi Jón Dagur Þorsteinsson reyndist hetja OH Leuven er liðið gerði 1-1 jafntefli gegn St. Truiden í belgísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. 17.5.2024 20:39
Van Dijk með þrennu og Diljá tvennu í stórsigri Leuven Diljá Ýr Zomers var á skotskónum fyrir OH Leuven í belgísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld er liðið vann 5-2 útisigur gegn Genk í kvöld. 17.5.2024 20:16
Tíunda tapið í röð hjá Íslendingaliði Balingen Íslendingalið HBW Balingen-Weilstetten mátti þola sitt tíunda tap í röð er liðið heimsótti Stuttgart í þýska handboltanum í kvöld. 17.5.2024 19:43
Valsmenn endurheimta Kára á besta tíma Deildarmeisturum Vals hefur borist gríðarlegur liðsstyrkur fyrir úrslitaeinvígi Subway-deildar karla í körfubolta sem hefst nú í kvöld. Kári Jónsson, sem hefur verið meiddur undanfarna mánuði, er snúinn aftur í leikmannahóp liðsins. 17.5.2024 18:37
Kristín Dís lék allan leikinn er Brøndby komst í úrslit Kristín Dís Árnadóttir lék allan leikinn fyrir Brøndby er liðið tryggði sér sæti í úrslitum dönsku bikarkeppninnar með 3-1 sigri gegn AGF í síðari undanúrslitaleik liðanna í dag. 17.5.2024 18:24
Martin og félagar hófu úrslitakeppnina á stórsigri Martin Hermannsson og félagar hans í Alba Berlin fara vel af stað í úrslitakeppni þýska körfuboltans, en liðið vann 26 stiga sigur gegn Bonn í dag, 94-68. 17.5.2024 18:14
Einbeitir sér að því að komast í NBA frekar en að spila með pabba sínum Bronny James, sonur körfuboltagoðsagnarinnar LeBron James, segist aldrei hafa leitt hugann að því að spila í sama liði og pabbi sinn. Hann einbeiti sér frekar að því að komast í NBA-deildina. 16.5.2024 07:00
Dagskráin í dag: Úrslitin hefjast í Subway-deild kvenna Sportrásir Stöðvar 2 og Vodafone bjóða upp á átta beinar útsendingar á þessum fína miðvikudegi. Þar ber hæst að nefna fyrstu viðureign Keflavíkur og Njarðvíkur í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta. 16.5.2024 06:00
Tiger trúir enn á sjálfan sig: „Líður enn eins og ég geti unnið golfmót“ Tiger Woods, einn besti kylfingur allra tíma, hefur enn trú á því að hann geti unnið sinn sextánda risatitil þegar PGA-meistaramótið í golfi fer fram um helgina. 15.5.2024 23:30