„Okkur langaði bara í meira“ „Við ætluðum okkur að byrja sterkt og hafa þetta í okkar höndum. 3-0 og hreint lak, það er varla hægt að biðja um meira“ sagði Sædís Rún Heiðarsdóttir, bakvörður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, eftir öruggan 3-0 sigur gegn Pólverjum í kvöld. 5.4.2024 20:42
„Klárum þetta á allt annan hátt en við höfum gert áður“ Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, segir að liðið hafi haft góð völd á leiknum er Ísland vann 3-0 sigur gegn Pólverjum í fyrsta leik undankeppni EM 2025. 5.4.2024 20:28
„Verð bara að sætta mig við eitt núna og skora meira í næsta leik“ Sveindís jane Jónsdóttir átti frábæran leik fyrir íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er liðið vann 3-0 sigur gegn Pólverjum í fyrsta leik undankeppni EM á Kópavogsvelli í kvöld. 5.4.2024 20:11
Umfjöllun: Ísland - Pólland | Ferðalagið á fimmta EM hófst á öruggum sigri Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann afar öruggan 3-0 sigur er liðið tók á móti því pólska á Kópavogsvelli í dag. Ferðalagið á fimmta Evrópumót stelpnanna hófst því á á virkilega jákvæðan hátt. 5.4.2024 18:39
„Vorum svolítið að reyna að tapa leiknum sjálfir“ Þór Þorlákshöfn vann sterkan sex stiga sigur er liðið tók á móti Keflavík í lokaumferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 106-100. 4.4.2024 21:25
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Keflavík 106-100 | Sterkur sigur Þórs í lokaumferðinni Þór Þorlákshöfn vann sex stiga sigur á Keflavík í lokaumferð Subway deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur í Þorlákshöfn 106-100 Þórsurum í vil. 4.4.2024 18:30
Fjórfaldi heimsmeistarinn íhugar að hætta við að hætta Sebastian Vettel, fjórfaldur heimsmeistari í Formúlu 1, segist hafa íhugað það að snúa aftur í íþróttina eftir að hafa lagt kappaksturinn á hilluna árið 2022. 4.4.2024 13:31
Fékk aðstoð frá fyrrum þjálfara Tigers en besta ráðið kom frá dótturinni Rory McIlroy, einn besti kylfingur heims, hefur leitað til til fyrrum þjálfara Tiger Woods, eins besta kylfings allra tíma, til að reyna að bæta leik sinn fyrir stærsta mót ársins. 4.4.2024 12:00
Fenerbahce áfram í deildarkeppninni en Trabzonspor fær refsingu Tyrkneska liðið Trabzonspor þarf að leika sex leiki fyrir luktum dyrum í refsingarskyni eftir að áhorfendur ruddust inn á völlinn í leik liðsins gegn Fenerbahce í síðasta mánuði. 4.4.2024 10:00
Segir of mikið álag á æfingum ekki ástæðuna fyrir meiðslavandræðum Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, blæs á þær vangaveltur að æfingastíll hans sé að valda miklum meiðslavandræðum liðsins. 4.4.2024 07:31