Lagði Trump til 10 milljarða króna á þremur mánuðum Auðjöfurinn Elon Musk gaf 75 milljónir dala, jafnvirði rúmlega 10 milljarða króna, í kosningasjóðinn America PAC á aðeins þremur mánuðum, sem fjármagnar aðgerðir til að fá kjósendur Donald Trump á kjörstað í barátturíkjunum sjö. 16.10.2024 07:09
Halda áfram árásum á Beirút en með gult spjald frá Bandaríkjunum Ísraelsher gerði loftárásir á skotmörk í Beirút, höfuðborg Líbanon, í morgun í fyrsta sinn í fimm daga. Samkvæmt hernum var ráðist gegn vopnageymslum Hezbollah í suðurhluta Beirút og var íbúum á svæðinu ráðlagt að forða sér áður en þær hófust. 16.10.2024 06:44
Hugmyndir uppi um „úrvinnslumiðstöðvar“ utan Evrópusambandsins Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hefur viðrað þá hugmynd að aðildarríkin horfi til þess að gera samninga um „úrvinnslumiðstöðvar“ fyrir hælisleitendur utan sambandsins. 16.10.2024 06:23
Sagður ekki munu ráðast gegn olíu- né kjarnorkuinnviðum Heimildarmenn Washington Post innan bandaríska stjórnkerfisins segja Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hafa greint Joe Biden Bandaríkjaforseta frá því í samtali þeirra á dögunum að hann hefði í hyggju að ráðast gegn hernaðarskotmörkum í Íran til að hefna fyrir árásir Írana á Ísrael. 15.10.2024 12:10
Harris situr fyrir svörum hjá Fox News á morgun Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrata, hefur samþykkt að veita Fox News viðtal, sem tekið verður á morgun og sýnt um kvöldið. 15.10.2024 07:04
„Það má berja barn á Íslandi ef það er ekki með íslenska kennitölu“ Lögregla sótti dreng frá Kólumbíu, Oscar Andres Florez Bocanegra, inn á salerni Flensborgar í gær og til stendur að flytja hann og föður hans úr landi í dag. 15.10.2024 06:31
Brutu leið inn á heimili fyrir sjúkralið að veita aðhlynningu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var tvívegis kölluð til í gærkvöldi og nótt til að aðstoða sjúkralið, annars vegar vegna slyss sem varð inni á heimili og hins vegar til að brjóta leið inn á heimili þannig að sjúkralið gæti veitt aðhlynningu. 15.10.2024 06:13
Pallborðið: Hvað segir stjórnarandstaðan um útspil Bjarna? Bergþór Ólason, Inga Sæland, Jóhann Páll Jóhannsson, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir verða gestir Pallborðsins í dag, þar sem til umræðu verður tilkynning Bjarna Benediktssonar í gær. 14.10.2024 12:24
Segir Svandísi aðeins eiga einn kost eftir „svipugöng niðurlægingar“ „Eftir það sem á undan er gengið, og eftir þau svipugöng niðurlægingar sem Bjarni og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins leiddu Svandísi í gegnum í atburðarrás gærdagsins, þá á Svandís því varla annan kost en þann að draga VG formlega út úr ríkisstjórninni.“ 14.10.2024 09:07
Vilja endurreist æru þeirra sem neituðu að berjast Fjölskyldur 20 manna sem voru fangelsaðir fyrir að neita að berjast fyrir yfirráðum Hollands á Indónesíu eftir seinni heimstyrjöldina krefjast þess að mennirnir verði hreinsaðir af sök. 14.10.2024 08:09