Ritstjóri

Hörður Ægisson

Hörður er ritstjóri viðskiptamiðilsins Innherja.

Nýjustu greinar eftir höfund

Stjórn­völd þurfi að sýna að er­lendir fjár­festar séu vel­komnir á Ís­landi

Stjórnandi hjá franska sjóðastýringarfélaginu Ardian, stærsti erlendi innviðafjárfestirinn á Íslandi, segir að stjórnvöld þurfi að gefa út þau skilaboð að alþjóðlegir fjárfestar séu velkomnir hér á landi en þess í stað einkennist viðhorfið fremur af „varðstöðu“ þegar kemur að mögulegri aðkomu þeirra að innviðaverkefnum. Hún telur jafnframt að Samkeppniseftirlitið geti ekki komist að annarri niðurstöðu en að fella niður kvaðir á hendur Mílu, sem Ardian festi kaup á fyrir tveimur árum, á tilteknum mörkuðum enda sé fjarskiptainnviðafélagið ekki lengur með markaðsráðandi stöðu.

Telur Kald­vík veru­lega van­metið á markaði og út­lit sé fyrir hraðan vöxt

Ef rétt er haldið á spilunum eftir þá miklu uppbyggingu sem hefur verið í fiskeldi undanfarin áratug þá ætti Ísland, meðal annars vegna hægstæðs orkuverðs og aðgangs að nægu ferskvatni, að hafa samkeppnisforskot á helstu keppinauta í atvinnugreininni, að mati hlutabréfagreinenda, en hann verðmetur Kaldvík langt yfir núverandi markaðsgengi. Eftir miklar fjárfestingar hjá Kaldvík að undanförnu er útlit fyrir að framleitt magn á eldislaxi muni halda áfram að stóraukast á næsta ári sem eigi að skila sér í nærri tvöfalt meiri tekjum og verulega bættri rekstrarafkomu.

Minni á­hersla á inn­lend hluta­bréf og vilja auka vægi er­lendra skulda­bréfa

Tveir af allra stærstu lífeyrissjóðum landsins, langasamlega umsvifamestu fjárfestarnir á markaði, hafa sett sér þá stefnu fyrir komandi ár að draga heldur úr vægi innlendra hlutabréfa í eignasafni sínu á meðan áherslan verður meðal annars á að byggja upp stærri stöðu í erlendum skuldabréfum. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins segir að eftir erfið ár og verðlækkanir á íslenskum hlutabréfamarkaði þá megi samt vænta þess að tækifæri skapist fyrir langtímafjárfesta og meiri líkur séu á góðri ávöxtun til lengri tíma litið.

Stærstu sjóðirnir fallast á til­boð JBT og telja sam­einað fé­lag álit­lega fjár­festingu

Tveir stærstu lífeyrissjóðir landsins, sem ráða sameiginlega yfir eignarhlut í Marel sem nemur vel á annan tug prósenta, staðfesta að þeir muni samþykkja yfirtökutilboðið frá John Bean Technologies. Framkvæmdastjóri LSR undirstrikar að það sé mat sjóðsins að sameinað félag muni áfram vera „álitlegur fjárfestingarkostur“ á íslenskum hlutabréfamarkaði.

Ætla að sam­þykkja til­boð JBT og vonast til að margir hlut­hafar haldi eftir bréfum

Tveir lífeyrissjóðir sem eru á meðal allra stærstu hluthafa Marel ætla að samþykkja yfirtökutilboðið frá bandaríska félaginu John Bean Technologies og framkvæmdastjóri Birtu segist binda vonir við að nægjanlega margir íslenskir fjárfestar haldi eftir bréfum í sameinuðu félagi þannig að tvískráningin muni heppnast vel. Hann telur jafnframt að með áframhaldandandi eignarhaldi Birtu geti sjóðurinn haft áhrif hvernig unnið verði með fyrirtækið eftir samruna.

Verðbólguálag hækkar og fjár­festar óttast að ný ríkis­stjórn sýni ekki nægt að­hald

Vextir á skuldabréfamarkaði fóru hækkandi í aðdraganda Alþingiskosninga, meðal annars vegna óvissu um niðurstöðu þeirra, og eru verðbólguvæntingar fjárfesta núna farnar að rísa á nýjan leik sem kann að vera merki um að þeir „óttist“ að væntanleg ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins muni ekki sýna nægt aðhald í ríkisrekstrinum, að sögn sjóðstjóra. Útlit er fyrir að vextir Seðlabankans muni að óbreyttu lækka jafnt og þétt í hverri vaxtaákvörðun á nýju ári og verði mögulega komnir niður í 6,5 prósent í árslok.

Er­lendir fjár­festar með nærri helminginn í um fimm milljarða út­boði Amaroq

Hlutabréfaverð Amaroq hefur hækkað nokkuð á markaði eftir að félagið sótti sér jafnvirði nærri fimm milljarða króna í nýtt hlutafé, meira en upphaflega var áformað vegna umframeftirspurnar fjárfesta, aðeins nokkrum dögum eftir að það hóf framleiðslu á gulli í Suður-Grænlandi. Erlendir sjóðir voru umsvifamiklir þátttakendur í útboðinu, með tæplega helminginn af heildarstærð þess, en Amaroq hefur núna sett stefnuna á aðalmarkað í London.

Hátt raun­vaxta­stig gæti farið að „skapa á­skoranir“ fyrir fjár­mála­kerfið

Stóru bankarnir standa traustum fótum, með sterka lausafjárstöðu og gott aðgengi að markaðsfjármögnun, en hátt raunvaxtastig á sama tíma og það er að hægja á efnahagsumsvifum gæti „skapað áskoranir“ fyrir fjármálakerfið á næstunni, að mati fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans. Nefndin hefur ákveðið að lækka gildi svonefnds kerfisáhættuauka byggt á því mati að kerfisáhætta hér á landi hafi minnkað á síðustu árum og viðnámsþróttur fjármálakerfisins aukist.

Ís­lensk ríkis­bréf ekki „jafn krassandi“ með hækkandi langtíma­vöxtum er­lendis

Hækkandi vextir á löng ríkisskuldabréf úti í heimi að undanförnu, einkum í Bandaríkjunum, hefur leitt til þess að langtímavaxtamunur við útlönd hefur lækkað og íslensk ríkisbréf eru því „ekki jafn krassandi“ í augum erlendra fjárfesta og margir gætu haldið, að sögn seðlabankastjóra. Mikil gengisstyrking krónunnar, einkum drifin áfram af fjármagnshreyfingum, er „innan jafnvægis“ en hún hefur haldist á tiltölulega þröngu bili um langt skeið.

Stjórn­mála­menn segjast styðja PPP-verk­efni en meina „flestir ekkert með því“

Löggjöf frá 2020 sem átti að opna á meira en hundrað milljarða fjárfestingu í vegasamgöngum með samningum við einkaaðila hefur ekki skilað þeim árangri sem lagt var upp með, að sögn utanríkisráðherra, en þótt stjórnmálamenn segist iðulega vera jákvæðir á slík samvinnuverkefni stjórnvalda og fjárfesta þá meini „flestir ekkert með því.“ Framkvæmdastjóri hjá danska ráðgjafafyrirtækisins COWI, sem keypti nýlega Mannvit, tekur í sama streng og segir skorta á pólitískan vilja að styðja við slík fjárfestingaverkefni til að bæta úr bágbornu ástandi vegakerfisins hér á landi.

Sjá meira