Telur að formaður HSÍ eigi að segja af sér Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens bætist í hóp þeirra sem fordæma að HSÍ hafi gert styrktarsamning við sjókvíaeldisfyrirtækið Arnarlax. Hann er skorinorður og segir að formaður HSÍ, Guðmundur B. Ólafsson, eigi að segja af sér – umsvifalaust. 23.11.2023 15:16
Vilja opna nýja kvennaálmu í Krýsuvík Fossar fjárfestingarbanki hringdu inn Takk daginn svonefndan í dag en að þessu sinni styrkir bankinn Krýsuvíkursamtökin en markmið þeirra er að opna nýja kvennaálmu. 23.11.2023 14:36
Birgir telur spurningu Sverris ekki svara verða Birgir Þórarinsson alþingismaður hafnar því alfarið að draga til baka ummæli sín um afhöfðun kornabarna. 23.11.2023 12:07
Ragnar Þór aflýsir mótmælum við Landsbankann Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur lýst því yfir að fyrirhuguðum mótmælum við Landsbankann, sem boðað hafði verið til klukkan 14 í dag, hefur verið aflýst. 23.11.2023 10:11
Kannast ekki við útilokun Arnars Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um að sjá til þess að Arnar Þór Jónsson, fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, muni ekki taka sæti á Alþingi fyrir flokkinn. 22.11.2023 21:33
Krefst þess að Birgir og Inga dragi orð sín til baka Sverrir Agnarsson, ráðgjafi í markaðsmálum, óskar þess að fullyrðingar um afhöfðuð börn verði dregin til baka. 22.11.2023 15:24
Þingmenn xD í Suðvestur mega ekki verða veikir Arnar Þór Jónsson lögmaður, fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, segist hafa öruggar heimildir fyrir því að ekki megi til þess koma að hann taki sæti á þingi. 22.11.2023 14:35
Sverrir segir frásögn Birgis af ungabarni í bakaraofni fráleita Sverrir Agnarsson, sem eitt sinn var formaður Félags múslima á Íslandi, segir frásögn Birgis Þórarinssonar alþingismanns af voðaverkum Hamas í besta falli bull. 20.11.2023 14:51
Bullað látlaust í erlendum ferðamönnum Una Margrét Jónsdóttir dagskrárgerðarmaður hendir í langan pistil þar sem hún spyr hvort íslenskir leiðsögumenn romsi bulli yfir erlenda ferðamenn? 20.11.2023 12:05
Óvíst með framtíð Iceland Noir Bókmenntahátíðinni Iceland Noir lauk á laugardaginn. Framkoma Hillary Clinton var síðan sérviðburður, laustengdur . Yrsa Sigurðardóttir, sem ásamt Ragnari Jónassyni, stóð fyrir hátíðinni segir framtíð hennar til athugunar. 20.11.2023 11:05