Svandís gerir ráð fyrir 20 prósenta afföllum Jakob Bjarnar skrifar 12. desember 2023 11:47 Jón Kaldal hefur skoðað frumvarp sem Svandís Svavarsdóttir hefur sett í samráðsgátt og honum líst ekki á blikuna. vísir Í frumvarpi til laga um lagareldi, sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra var að leggja fram til kynningar í Samráðsgáttinni, er ráð fyrir 20 prósent „afföllum“, sem þýðir að einn af hverjum fimm eldislöxum mun drepast í sjókvíunum. „Afföllin hafa aldrei verið svo há hér við land. Voru 19,1 prósent í fyrra og höfðu ekki verið hærri. Af hverju vill ráðuneytið formlega leyfa fyrirtækjunum að láta enn meira drepast?“ spyr Jón Kaldal talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins. Ástandið óásættanlegt Að sögn Jóns hefur komið fram kynningu ráðherra og ráðuneytisins við stefnumótunarvinnuna ítrekað að miða skuli starfshætti hér við það sem gerist best í öðrum löndum. Því miður er ekki hægt að segja að starfshættirnir séu neins staðar heilt yfir góðir annars staðar. „En 20 prósenta viðmiðið í drögunum er jafn slæmt eða verra en þar sem ástandið er verst í nágrannalöndunum. Árið 2022 voru afföllin 16,1 prósent í Noregi og 58 milljón laxa dauðir,“ segir Jón og vitnarí norska sjávarútvegsráðherrann sem sagði í mars á þessu ári: „Kann ikke forsette“. „Við höfum heyrt þennan söng í mörg ár. Árið 2018 voru afföllin um 15 prósent og 53 milljónir eldislaxa dauðir í Noregi. Per Sandberg, þáverandi sjávarútvegsráðherra Noregs, sagði þá að brýnasta verkefni norsks laxeldis vera að stemma stigu við laxadauða, ástandið væri óásættanlegt,“ segir Jón. En svo gerðist reyndar ekki neitt. Viðmiðin miklu hærri en það sem þykir óásættanlegt í Noregi „Það er vægast sagt furðulegt ef matvælaráðuneyti Íslands ætlar að leggja til að sjókvíeldisfyrirtækin fái blessun stjórnvalda fyrir því að 33 prósent hærra hlutfall af eldisdýrum drepist hér í sjókvíum en norskir ráðherrar hafa sagt að sé „óásættanlegt“ og „gangi ekki lengur“. Þar miða ég við 15 prósent í Noregi, sem hefur verið hlutfallið þar undanfarin ár, nema í fyrra þegar það fór í 16 prósent.“ Ellen Sofie Grefsrud hjá norsku Hafró sagði um fiskeldisáættumatsskýrslu stofnunarinnar: „Vi er ikke der vi vil være, vi bør ned mot ti prosent eller lavere før vi er fornøyd,“ sagði Ellen Sofie Grefsrud hjá norska Hafró um fiskeldis áhættumatsskýrslu stofnunarinnar fyrir 2023. Jóni líst ekki á blikuna: „Ef ráðuneytið vill hafa það sem gerist best sem viðmið þá er auðvelt fyrir það að fá tölur eftir strandsvæðum við Noreg. Ástandið er verst í V-Noregi, 27 prósent dauði að jafnaði, en skást í norðurhlutanum um 10 prósent. Sú tala er sem sagt vel raunhæf og á að vera viðmiðið, eða enn lægra eins og Ellen Sofie nefnir hér fyrir ofan.“ Jón segir ýmislegt í þessum tillögum framfaraskref, en annað er ekki gott. „Þessi hluti sem snýr að því að láta þennan hrikalega dauða viðgangast með blessun stjórnvalda er skýrt dæmi um hvernig stjórnvöld sníða löggjöf að hagsmunum fyrirtækjanna en ekki velferð eldisdýranna. Það er óásættanlegt.“ Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Vinstri græn Fiskeldi Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira
„Afföllin hafa aldrei verið svo há hér við land. Voru 19,1 prósent í fyrra og höfðu ekki verið hærri. Af hverju vill ráðuneytið formlega leyfa fyrirtækjunum að láta enn meira drepast?“ spyr Jón Kaldal talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins. Ástandið óásættanlegt Að sögn Jóns hefur komið fram kynningu ráðherra og ráðuneytisins við stefnumótunarvinnuna ítrekað að miða skuli starfshætti hér við það sem gerist best í öðrum löndum. Því miður er ekki hægt að segja að starfshættirnir séu neins staðar heilt yfir góðir annars staðar. „En 20 prósenta viðmiðið í drögunum er jafn slæmt eða verra en þar sem ástandið er verst í nágrannalöndunum. Árið 2022 voru afföllin 16,1 prósent í Noregi og 58 milljón laxa dauðir,“ segir Jón og vitnarí norska sjávarútvegsráðherrann sem sagði í mars á þessu ári: „Kann ikke forsette“. „Við höfum heyrt þennan söng í mörg ár. Árið 2018 voru afföllin um 15 prósent og 53 milljónir eldislaxa dauðir í Noregi. Per Sandberg, þáverandi sjávarútvegsráðherra Noregs, sagði þá að brýnasta verkefni norsks laxeldis vera að stemma stigu við laxadauða, ástandið væri óásættanlegt,“ segir Jón. En svo gerðist reyndar ekki neitt. Viðmiðin miklu hærri en það sem þykir óásættanlegt í Noregi „Það er vægast sagt furðulegt ef matvælaráðuneyti Íslands ætlar að leggja til að sjókvíeldisfyrirtækin fái blessun stjórnvalda fyrir því að 33 prósent hærra hlutfall af eldisdýrum drepist hér í sjókvíum en norskir ráðherrar hafa sagt að sé „óásættanlegt“ og „gangi ekki lengur“. Þar miða ég við 15 prósent í Noregi, sem hefur verið hlutfallið þar undanfarin ár, nema í fyrra þegar það fór í 16 prósent.“ Ellen Sofie Grefsrud hjá norsku Hafró sagði um fiskeldisáættumatsskýrslu stofnunarinnar: „Vi er ikke der vi vil være, vi bør ned mot ti prosent eller lavere før vi er fornøyd,“ sagði Ellen Sofie Grefsrud hjá norska Hafró um fiskeldis áhættumatsskýrslu stofnunarinnar fyrir 2023. Jóni líst ekki á blikuna: „Ef ráðuneytið vill hafa það sem gerist best sem viðmið þá er auðvelt fyrir það að fá tölur eftir strandsvæðum við Noreg. Ástandið er verst í V-Noregi, 27 prósent dauði að jafnaði, en skást í norðurhlutanum um 10 prósent. Sú tala er sem sagt vel raunhæf og á að vera viðmiðið, eða enn lægra eins og Ellen Sofie nefnir hér fyrir ofan.“ Jón segir ýmislegt í þessum tillögum framfaraskref, en annað er ekki gott. „Þessi hluti sem snýr að því að láta þennan hrikalega dauða viðgangast með blessun stjórnvalda er skýrt dæmi um hvernig stjórnvöld sníða löggjöf að hagsmunum fyrirtækjanna en ekki velferð eldisdýranna. Það er óásættanlegt.“
Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Vinstri græn Fiskeldi Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira