Stóð ógn af kærastanum en óforsvaranlegt að stinga hann Kona hefur hlotið sex mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjaness vegna stunguárásar sem var framin á heimili hennar í Mosfellsbæ um nótt í aprílmánuði 2021. 3.11.2024 09:30
Komust úr brennandi íbúðarhúsi af sjálfsdáðum Tveir einstaklingar komust út af sjálfsdáðum eftir að eldur kom upp í íbúðarhúsnæði í Fossvoginum. Það gerðu þessir tveir áður en slökkvilið kom á vettvang. 3.11.2024 07:23
Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ Lögreglan í Bretlandi rannsakar nú þjófnað á 22 tonnum af osti frá mjólkurbúinu Neal’s Yard Dairy. Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið handtekinn, en hann er grunaður um að villa á sér heimildir til að koma höndum sínum yfir ostinn. 2.11.2024 16:02
„Tvær undirskriftir sem vantaði“ Forsvarsmenn Lýðræðisflokksins og Ábyrgrar framtíðar segja stjórnmálasamtökin vera búin að lagfæra framboð sín í komandi Alþingiskosningum eftir að hafa fengið aðfinnslur frá Landskjörstjórn. Sósíalistaflokkurinn fékk líka aðfinnslur en skrifstofustjóri flokksins segir þær tilkomnar vegna tæknilegra örðugleika. 2.11.2024 11:59
Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Rúmlega þrítugur karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Austurlands fyrir að nauðga ungri konu um nótt um miðjan desember í fyrra. 2.11.2024 11:02
Búist við austlægri átt Búist er við austlægri átt, sem verður þrír til átta metrar á sekúndu, og dálítilli rigningu eða slyddu á sunnanverðu landinu í dag, en þó mun létta síðdegis. Talið er að það verði nokkuð bjart á norðanverðu landinu. Hiti tvö til sex stig sunnanlands en um eða undir frostmarki fyrir norðan. 2.11.2024 08:26
Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Lögreglan var kölluð út að skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur í nótt vegna slagsmála. Lögreglu barst tilkynning um að hnífur hefði verið dreginn upp og einn einstaklingur skorinn með honum. 2.11.2024 07:26
Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Faðir konu hefur verið sakfelldur fyrir brot í nánu sambandi vegna ummæla sem hann viðhafði um dóttur sína. Hann er einn átta fjölskyldumeðlima konunnar sem voru ákærð fyrir ýmis brot í garð konunnar. Héraðsdómur Reykjaness sýknaði fólkið af flestum ákærum málsins, en fjögur þeirra, faðirinn sem og móðir, mágur og systir konunnar hlutu þó dóm. 1.11.2024 16:58
Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Þverárfjallsvegur, sem er skammt frá Blönduósi er lokaður að svo stöddu vegna eldsvoða í bíl. 1.11.2024 15:06
Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Steinþórs Einarssonar sem var í gær sýknaður af ákæru um manndráp, segir niðurstöðuna fela í sér mikinn létti fyrir umbjóðanda sinn sem hafi þurft að sitja undir þungum sökum. 1.11.2024 14:09