Fréttamaður

Lovísa Arnardóttir

Lovísa er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Grind­víkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grinda­vík en verður aldrei eins

Grindvíkingar hugsa nú margir um möguleikann á því að flytja aftur heim. Grindavíkurnefndin vinnur að því að kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík og fasteignafélagið Þórkatla vinnur að endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga sem seldu félaginu húsið sitt eftir rýmingu. Veðurstofan hefur spáð eldgosi á næstu vikum en segir óvissu þó hlaupa á mánuðum. 

Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus

Bækur sem seldar eru í Bónus eru ódýrastar í 95 prósent tilfella samkvæmt úttekt verðlagseftirlits ASÍ 3. desember síðastliðinn. Í tilkynningu kemur fram að litlu muni á verði Bónus og Nettó, en Bónus hafi verið ódýrara í 117 af 120 samanburðum milli þeirra tveggja.

Önnur mesta rýrnun Hof­sjökuls frá upp­hafi mælinga

Í nóvember mældist önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga. Rúmmál jökulsins hefur á 38 árum rýrnað úr um 200 rúmkílómetrum í um 165 rúmkílómetra, sem jafngildir um 17 prósenta minnkun. Flatarmálið hefur dregist saman um 15 prósent á sama tímabili og er nú komið niður fyrir 790 km2.

Goog­le birtir lista yfir vin­sælustu leitar­orðin

Google birti í dag vinsælustu leitarorðin á árinu 2025. Bæði birti fyrirtækið vinsælustu leitarorðin á alheimsvísu en einnig vinsælustu leitarorð einstakra landa. Ísland er ekki meðal þeirra landa. Flestir leituðu upplýsinga um Gemini, sem er gervigreindartæki Google. Í öðru sæti var Indland á móti Englandi í krikket og Charlie Kirk í því þriðja.

Tíma­mót og bylting í nýju Konukoti

Mikil eftirvænting er meðal starfsfólks Rótarinnar og Reykjavíkurborgar eftir opnun nýs húsnæðis Konukots í desember. Starfsleyfið var formlega gefið út í síðustu viku og stendur til að flytja starfsemina í desember og opna samhliða því nýtt tímabundið húsnæðisúrræði fyrir konur sem hafa glímt við heimilisleysi

Setja sjálf upp um­ferðar­ljós og gagn­rýna ráða­leysi borgarinnar

Íbúar í Laugardal í Reykjavík stefna á að setja upp umferðarljós við gatnamót Kirkjuteigs og Reykjavegar þar sem keyrt hefur verið á þrjú börn í haust. Fyrst eitt barn á hjóli í september og svo tvö börn, annað á hjóli, í október. Laugarnesskóli er rétt fyrir ofan gatnamótin og börnin labba þarna yfir götuna til að komast í til dæmis skólasund og tómstundir eða á leið sinni heim. 

Mölvuð rúða snemmbúin og leiðin­leg jóla­gjöf

Skemmdir urðu utan á fjölbýlishúsi í Bríetartúni þegar kviknaði í sorphirðubíl fyrir utan húsið snemma morguns þann 17. nóvember. Rannsókn lögreglu á brunanum er lokið. Niðurstaða rannsóknar var að líklega hefði glussaslanga farið í sundur með þeim afleiðingum að glussaolía fór yfir heita vél og vélarhluti og eldur kviknaði.

Gagn­rýna að selj­endur og verk­takar þurfi einir að lækka verð

Vignir S. Halldórsson, verktaki og faglegur framkvæmdastjóri Öxar ehf. og Monika Hjálmtýsdóttir, formaður Félags fasteignasala og framkvæmdastjóri Landmarks, gagnrýna að gefið hafi verið í skyn á fundi Seðlabankans í gær að verktakar og seljendur einir eigi að taka á sig hækkun á fasteignamarkaði. Monika og Vignir voru til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 

Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingar­or­lofi

Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að því að Reykjavíkurborg braut ekki jafnréttislög með því að segja upp matráði við leikskóla í september 2023 á meðan hún var í fæðingarorlofi. Ákveðið var að útvista mötuneytisþjónustu til einkaaðila. Tvö stöðugildi voru lögð niður við breytingarnar en annar starfsmaðurinn var færður til í starfi. Konan vildi ekki þiggja annað starf hjá leikskólanum við breytingarnar eða hjá fyrirtækinu sem tók við mötuneytinu. 

Sjá meira