Fréttamaður

Lovísa Arnardóttir

Lovísa er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Ég ætla ekki að fara með þér niður í bæ ef þú ert með hníf“

Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir mikilvægt að skólasamfélag, heimilin og allt samfélagið komi að þjóðarátaki gegn vopnaburði og ofbeldi meðal ungmenna. Jafningjastuðningu sé einnig mikilvægur. Besta forvörnin fyrir ungmennin sé þó alltaf að ganga ekki með vopn á sér. Afleiðingarnar af því geti verið svo alvarlegar.

Börnin sem borðuðu kanna­bis-bangsana enn á spítala

Börnin sem flutt voru á slysadeild eftir að hafa borðað gúmmíbangsa með THC eða kannabis eru enn á spítala en ekki talin í lífshættu. Börnin eru yngri en tíu ára gömul. Valtýr Stefánsson Thors yfirlæknir barnalækninga við Landspítalann segir þau vita hvernig börnin komust í bangsana. Hann á von á því að börnin verði útskrifuð fljótlega.

Andri nýr al­þjóða­full­trúi for­sætis­ráðu­neytisins

Andri Lúthersson hefur tekið við starfi alþjóðafulltrúa forsætisráðuneytisins. Hlutverk alþjóðafulltrúa er að vera ráðgjafi forsætisráðherra í utanríkismálum og hafa yfirsýn og halda utan um erlend samskipti forsætisráðherra og forsætisráðuneytisins. Frá þessu er greint í tilkynningu á vef stjórnarráðsins.

Unglingaslagsmál á Sel­fossi á borði lög­reglu

Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar slagsmál unglinga undir Ölfusárbrú á Selfossi í gærkvöldi. Íbúi í bænum fullyrðir að fjórir til fimm grímuklæddir hafi ráðist að einum.

Blendnar til­finningar fyrir lang­þráð ferða­lag

Tinna Rúnarsdóttir heldur á þriðjudag út til Srí Lanka til að hitta fjölskyldu sína þar. Tinna er ættleidd frá Srí Lanka árið 1984 en kom til landsins í upphafi árs 1985. Í vor ákvað hún að hefja leit að blóðforeldrum sínum á Srí Lanka. Stuttu eftir að hún hóf leitina komst hún að því að báðir foreldrar hennar væru látnir. Móðir hennar hafði verið myrt 2002 en faðir hennar lést stuttu eftir fæðingu hennar.

Tók hvolpinn til baka vegna and­legra veikinda kaupanda

Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa segir hundaræktanda hafi svipt kaupsamningi með ólögmætum hætti þegar hann fjarlægði hvolp af heimili konu sem hafði keypt af honum hvolp. Ræktandinn fjarlægði hvolpinn vegna andlegra veikinda kaupanda en endurgreiddi kaupin um leið. Kaupandinn kærði það til kærunefndarinnar og krafðist þess að ræktandinn myndi skila hvolpinum. 

Efna til þjóðar­at­kvæðis um besta nammið

Krambúðin efnir til þjóðaratkvæðis um besta nammið. Leikurinn felur í sér kosningu á besta namminu í fjórum algengum aðstæðum í íslenskri nammi-menningu. Það eru sakbitna sælan, sumarbústaðurinn, stefnumótið og bragðarefurinn.

Drengurinn fluttur á Hólms­heiði til að tryggja öryggi hans

Sextán ára drengur sem sætir gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa stungið þrjú á menningarnótt er nú vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir Fangelsismálastofnun ekki vista börn í fangelsum sínum nema það sé í samræmi við hagsmuni barnsins. 

Sjá meira