Léttskýjað og allt að fimmtán stig á Suður- og Vesturlandi Í dag er útlit fyrir norðlæga golu á landinu, en ákveðnari vindur austast. Dálítil rigning norðaustantil og svalt á þeim slóðum. Það verður yfirleitt léttskýjað og fallegt veður á Suður- og Vesturlandi með hita að 15 stigum þegar best lætur. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar. 20.8.2024 07:13
Hleypur hálfmaraþon fyrir Sindra: „Það sem skiptir máli er að klára þetta fyrir Sindra“ Anna María Pálsdóttir ætlar næstu helgi að hlaupa sitt fyrsta hálfmaraþon í Reykjavíkurmaraþoninu. Hún hleypur fyrir Hjálpartækjasjóð Sindra en hún hefur síðustu fimm ár sinnt liðveislu fyrir Sindra Pálsson. Fjölskylda Sindra safnar nú fyrir sérstakri útvistarkerru fyrir Sindra. 19.8.2024 08:01
Frægir kynnar á ráðstefnu Demókrata Kerry Washington, Tony Goldwyn, Mindy Kaling og Ana Navarro verða kynnar á ráðstefnu Demókrataflokksins sem hefst í Chicago í Illinois á morgun. Ráðstefnan stendur alla vikuna og mun hvert þeirra vera kynnir eina kvöldstund. 18.8.2024 23:25
Tugir barna á bið eftir leikskólaplássi á höfuðborgarsvæðinu Börn eru á biðlista eftir leikskólaplássi í nærri öllum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Um 36 bíða í Garðabæ, 23 í Hafnarfirði og 141 barn í Kópavogi. Ekkert barn bíður í Mosfellsbæ en fimm á Seltjarnarnesi. Í Reykjavík er enn verið að vinna að innritun og fjöldi á bið enn óljós. 18.8.2024 22:54
Segir tilganginn með innrás í Kúrsk að búa til hlutlaust svæði Forseti Úkraínu, Volodomír Seleneskíj, segir að með því að ráðast inn í Kúrskhérað í Rússlandi vonast hann til þess að geta búið til hlutlaust svæði til að vernda Úkraínu. Hann segist vilja stöðva árásir rússneska hersins þvert yfir landamærin og að þessi gagnsókn hafi verið það sem þurfti. 18.8.2024 21:53
Feður sameinuðustu gegn þjóðarmorði á samstöðufundi Feður, kennarar, rithöfundar og aðrar starfsstéttir sameinuðust í gær í samstöðugöngu á vegum Félagsins Ísland Palestínu gegn þjóðarmorði, stríðsglæpum, barnamorðum, eyðileggingu og ofbeldi Ísraelshers. Um 1.200 gengu saman frá Hallgrímskirkju að Austurvelli samkvæmt tilkynningu félagsins. Krafa þeirra sem gengu var sú að íslensk stjórnvöld setji á viðskiptaþvinganir og slíti tafarlaust stjórnmálasambandi við Ísrael. 18.8.2024 21:22
Læknar á Indlandi krefjast aðgerða vegna nauðgunar Unglæknar á Indlandi mættu margir ekki til vinnu í dag þrátt fyrir að boðuðu verkfalli Læknasamtakanna væri lokið. Læknasamtökin á Indlandi boðuðu til verkfalls um allt land til að krefjast úrbóta fyrir lækna og sérstaklega kvenkyns lækna eftir að 31 árs læknanema var nauðgað og hún myrt á vakt. 18.8.2024 21:04
Ríkisstjórnin gæti ekki lengur að hagsmunum almennings Formaður Viðreisnar segir það hagsmunamál allra að gengið verði til kosninga sem fyrst. Ríkisstjórnin gæti ekki lengur að hagsmunum almennings heldur einungis flokka sinna og ráðherra. 18.8.2024 21:00
Ellefu ára drengur myrtur á Spáni Lögreglan á Spáni leitar nú manns sem grunaður er um að hafa myrt ellefu ára gamlan dreng með eggvopni fyrr í dag. Drengurinn var úti að leika með vinum sínum þegar maður með hettu réðst á hann snemma í dag. 18.8.2024 18:34
Brad Pitt stoppaði í hamborgara í Dalakofanum Leikarinn Brad Pitt er á landinu og fékk sér hamborgara í Dalakofanum í Laugum í Reykjadal í gær. Ingibjörg Arna Friðgeirsdóttir starfar í Dalakofanum og er ein þeirra sem afgreiddi leikarann í gær. Hún segir hann hafa verið afar kurteisan og að honum hafi þótt hamborgarinn góður. 18.8.2024 18:09