Fréttamaður

Magnús Hlynur Hreiðarsson

Magnús Hlynur er fréttamaður á fréttastofu Sýnar. Hann er staðsettur á Selfossi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum

Það mun allt iða af lífi og fjöri í Vogunum um helgina því þar eru haldnir fjölskyldudagar með fjölbreytti dagskrá. Væb bræður munu meðal annars skemmta, ásamt Páli Óskari svo eitthvað sé nefnt. Kvöldið í kvöld endar svo með glæsilegri flugeldasýningu í umsjón Björgunarsveitarinnar Skyggnis.

Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum

Áhugi á ræktun rósa er alltaf að aukast í görðum landsmanna og eru garðeigendur oft að ná ótrúlega góðum árangri með ræktunina. Gott dæmi um það er garður í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem eru um þrjú hundruð mismunandi tegundir af rósum ræktaðar.

Í­búar á gömlum og fal­legum dráttar­vélum í Hrís­ey

Gamlar dráttarvélar eru aðal ferðamáti íbúa í Hrísey enda ekki um miklar vegalengdir að ræða í eyjunni. Mikið er lagt upp úr fallegu útliti vélanna þannig að þær sómi sér vel á staðnum. Veitingamaður í eyjunni, segir alltaf meira nóg að gera yfir sumartímann.

Mikill kraftur í ís­lensku at­vinnu­lífi

„Það er mikill kraftur í fólki og það er mikill kraftur í fyrirtækjum landsins allan hringinn í kringum landið”, segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Gott dæmi um það sé sandur, sem er breytt í steinull, sem seld er til Færeyja.

Ís­lenskar konur gáfu nýjan búning á fjall­konuna í Gimli

Um helgina er haldin Íslendingadagurinn í Gimli í Manitoba. Hátiðin var með stærra sniði en áður  því í ár er fagnað 150 árum frá landtöku Íslendinga við Winnipegvatn. Lögð var sérstök áhersla á þau sterku tengsl sem varað hafa á milli þessara landa í 150 ár, en um leið var lögð áhersla á mikilvægi nýrra tengsla á milli þessara samfélaga.

Spennandi traktorstorfæra á Flúðum

Þeir voru ekkert að slaka á eða gefast upp ökumenn átta dráttarvéla, sem tóku þátt í traktorstorfæru á Flúðum um helgina í risa drullupolli. Margir þeirra fóru á bólakaf við aksturinn á meðan það drapst á vélunum hjá öðrum.

Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag

Það mun allt iða af líf og fjöri á ánni Litlu Laxá á Flúðum í dag því þar fer fram furðubátakeppni þar sem allskonar heimasmíðaðir bátar af svæðinu munu sigla niður ána.

Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg

Mikil stemning er á Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi um helgina en þar er stór hópur fólks komin saman til að taka þátt í harmonikkuhátíð, sem kallast „Nú er lag“. Spilað er í tjöldum á daginn og svo eru dansleikir á kvöldin í félagsheimilinu.

Sjá meira