Í „vægu áfalli“ vegna gleðifrétta um ríkisborgararétt Andrei Menshenin, rússneskur blaðamaður sem staðið hefur fyrir mótmælum fyrir utan rússneska sendiráðið í þágu Úkraínumanna, er á meðal þeirra 17 einstaklinga sem eru á lista frumvarps til laga um veitingu ríkisborgararéttar. Hann kveðst vera í vægu áfalli vegna gleðitíðindanna og enn að reyna að melta þá staðreynd að hann verði ekki sendur aftur til Rússlands líkt og hann óttaðist. 8.3.2023 17:51
Synjun birtingar þrengi verulega að möguleikum þingmanna til eftirlits Þingmaður Viðreisnar segir synjun birtingar á greinargerð fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol setja þingmenn í erfiða stöðu og hafa þrengt að möguleikum þeirra til að hafa eftirlit með framkvæmdarvaldinu líkt og þeim ber að gera. 8.3.2023 15:20
Einkennilegt að upplýsingarétti almennings sé mætt með lagaþrætu Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur, segir kröfuna um að greinargerð fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvolsmálið verði gerð opinber vera sjálfsagða og mikilvæga. Það sé einkennilegt að upplýsingarétti almennings sé mætt með lagaþrætu. 7.3.2023 13:27
Segir tillögu borgarstjóra „vanreifaða“ og „ótæka“ og vill vísa henni frá Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hyggst mun á borgarstjórnarfundi á morgun leggja til að tillögu borgarstjóra um niðurlagningu Borgarskjalasafns verið vísað frá á þeim grunni að tillagan sé vanreifuð og byggð á aðkomu ríkisins án þess að búið sé að ganga frá samkomulagi um málið við ríkið. 6.3.2023 14:14
MAST mun kæra kattadrápin til lögreglu Árvökul börn á Eskifirði fundu fimm dauða kettlinga í á um liðna helgi en grunur er uppi um að kettlingunum hafi verið drekkt. Matvælastofnun lítur málið alvarlegum augum en eftir að hafa fengið ábendingar um atvikið hefur stofnunin ákveðið að kæra málið til lögreglu. 6.3.2023 13:46
„Galið og algert óráð“ að loka Borgarskjalasafni Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn, segir að það sé algert óráð og galið að loka Borgarskjalasafni. Það sé ýmislegt sem vanti upp á til að hægt sé að taka jafn afdrifaríka ákvörðun og þessa. Þá gæti hún haft í för með sér óafturkræfar afleiðingar og valdið miklum skaða. 2.3.2023 16:11
Byggja við alla þá framhaldsskóla sem sinna verknámi Viðbyggingar við alla þá framhaldsskóla sem bjóða upp á verknám munu rísa á næstu fimm til sex árum til að mæta þeirri fjölgun nemenda sem viðbúið er að muni leggja stund á verknám. 2.3.2023 13:10
Von á nýjum heildarlögum um fiskeldi á vorþingi 2024 Ný skýrsla Boston Consulting um framtíð lagareldis á Íslandi sýnir að atvinnugreinin geti innan tíðar orðið stór hluti af íslensku hagkerfi og samkvæmt grunnsviðsmynd gæti heildarsöluverðmæti numið allt að 6% af vergri landsframleiðslu eftir tíu ár en til þess að svo megi verða þurfi að bæta úr ýmsum brotalömum. 1.3.2023 16:48
Kåvepenin og streptókokka-heimapróf loksins væntanleg til landsins Heimapróf sem greina streptókokkasýkingu, sem framkvæmdastjóri verslanasviðs Lyfju, segir að spurt sé um „úr öllum áttum“ eru væntanleg til landsins um miðja næstu viku. Þau hafa verið uppseld í margar vikur. 28.2.2023 17:46
Bylgja streptókokka á uppleið og sýkingin svæsnari en áður Sú bylgja streptókokka sem nú herjar á landsmenn er enn á uppleið og veldur alvarlegri sýkingum en áður. Þetta segir Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir. Það sé mikilvægt að foreldrar barna með sýkinguna hlusti á innsæið og grípi inn í ef þeir fái á tilfinninguna að sýking barna þeirra sé að þróast til verri vegar. 28.2.2023 15:45