Fá leyfi til að vera áfram: „Baráttuviljinn það síðasta sem má missa“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. janúar 2024 13:28 Palestínumennirnir og aðgerðasinnarnir sem eru þeir innan handar hafa fengið leyfi frá Reykjavíkurborg til að hafa tjöldin áfram á Austurvelli. aðsend Aðgerðasinnar, sem hafa staðið fyrir mótmælum til að knýja á um að stjórnvöld hjálpi dvalarleyfishöfum á Gasa að komast út af svæðinu, fengu í dag leyfi frá Reykjavíkurborg til að vera áfram með tjaldbúðirnar á Austurvelli. Fólkið hefur almennt mætt velvild en þó með tveimur alvarlegum undantekningum. Palestínumenn, búsettir eru hér á landi, hafa nú í rúma viku dvalið í tjöldum fyrir utan Alþingi í öllum mögulegum veðrum en þó mest frosti og snjó. Palestínumenn og aðgerðasinnar hafa nú dvalið í tjöldunum í rúma viku og þeir eru ekki á förum.Aðsend Þeir segja tjaldbúðirnar vera táknrænar fyrir þær tjaldbúðir sem heimilislausar fjölskyldur þeirra á Gasa dvelja í vegna árása Ísraelshers. Þeir vilja að stjórnvöld beiti sér með kraftmeiri hætti til að fylgja eftir ákvörðunum um fjölskyldusameiningu. Askur Hrafn Hannesson er einn þeirra sem hefur verið fólkinu innan handar. „Nú erum við að byrja á áttunda deginum okkar í tjaldbúðunum og við áformum að vera enn lengur. Við erum núna komin með leyfi sem gildir til 17. janúar.“ Hann segir fólkið almennt séð hafa mætt velvild. Íslendingar hafi fært þeim alls konar mat og nauðsynjar en undanfarna daga urðu tvær alvarlegar uppákomur. „Það voru tveir menn sem virtust bara mættir þangað til að vera með leiðindi og fúkyrði. Annar þeirra var heldur ógnandi þannig að lögreglan mætti á svæðið, handtók hann og tók hann til hliðar. Hann eyðilagði meðal annars eitt tjaldið okkar en við höfum nú fengið að láni nýtt tjald.“ Einn Palestínumannanna náði fúkyrðaflauminum á upptöku en þar má heyra uppnefni á borð við „Hamas-rottur.“ Tekur fólkið þetta nærri sér? „Auðvitað er þetta mjög óþægilegt. En við reynum að standa saman og hlúa að hvert öðru.“ Askur segir að enginn úr ríkisstjórninni hafi gert sér ferð til þeirra til að ræða málin en fólkið hefur ítrekað kallað eftir því. „Nei, það er engin hlustun og engin svör og þess vegna íhugum við einmitt að halda mótmælunum töluvert lengur áfram og reyna að finna einhverjar aðrar aðferðir til að láta í okkur heyra.“ Palestínumennirnir bíða milli vonar og ótta um hvað verður um fjölskyldur sínar sem búa við skelfilegar aðstæður á Gasa.aðsend Fer vonin ekkert dvínandi? „Nei í aðstæðum eins og þessum þá er baráttuviljinn það síðasta sem má missa.“ Palestína Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Skemmdarverk og fúkyrði á Austurvelli: „Farið heim til ykkar, Hamas-rottur“ Palestínskur maður sem haldið hefur til í tjaldi á Austurvelli segist hafa fengið tvær miður skemmtilegar heimsóknir í nótt og morgun. Myndbönd sýna tvo karlmenn, á sitthvorum tímanum, með ógnandi tilburði og fúkyrðaflaum í garð fólks á svæðinu. 2. janúar 2024 21:09 Skilur örvæntinguna en segir málið flókið og í skoðun Ef fram heldur sem horfir á Gasa verða brátt engar fjölskyldur til að sameina á Íslandi. Þetta segja aðgerðasinnar á Austurvelli. Ráðherrar funduðu um stöðu fólksins sem fast er á Gasa í morgun. Félagsmálaráðherra segir stöðuna flókna og að verið sé að kanna hvaða möguleikar séu í stöðunni. Hann kveðst skilja örvæntingu Palestínumannanna. 29. desember 2023 12:53 Fjölskylda fjórtán ára drengs föst á Gasa Palestínskur drengur biðlar til stjórnvalda að koma foreldrum sínum og systkinum út úr Gasa. Í nótt gisti hann, í reginkulda, í tjaldi á Austurvelli og þar hyggst hann og fleiri Palestínumenn dvelja þar til fjölskyldur þeirra eru komnar í öruggt skjól. Þingmaður Pírata segir orð ekki duga til, nú þurfi aðgerðir. 28. desember 2023 19:42 „Við fylgjumst bara með fjölskyldu okkar deyja smám saman“ Palestínumenn með samþykkta fjölskyldusameiningu hafa reist tjöld fyrir utan Alþingi til að minna á fjölskyldur sínar sem hafast við í tjöldum á götum Gasa við skelfilegar aðstæður. Þeir segja tímann á þrotum og að þeir neyðist til að fylgjast með fjölskyldum sínum vera því sem næst við dauðans dyr. 27. desember 2023 20:28 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Palestínumenn, búsettir eru hér á landi, hafa nú í rúma viku dvalið í tjöldum fyrir utan Alþingi í öllum mögulegum veðrum en þó mest frosti og snjó. Palestínumenn og aðgerðasinnar hafa nú dvalið í tjöldunum í rúma viku og þeir eru ekki á förum.Aðsend Þeir segja tjaldbúðirnar vera táknrænar fyrir þær tjaldbúðir sem heimilislausar fjölskyldur þeirra á Gasa dvelja í vegna árása Ísraelshers. Þeir vilja að stjórnvöld beiti sér með kraftmeiri hætti til að fylgja eftir ákvörðunum um fjölskyldusameiningu. Askur Hrafn Hannesson er einn þeirra sem hefur verið fólkinu innan handar. „Nú erum við að byrja á áttunda deginum okkar í tjaldbúðunum og við áformum að vera enn lengur. Við erum núna komin með leyfi sem gildir til 17. janúar.“ Hann segir fólkið almennt séð hafa mætt velvild. Íslendingar hafi fært þeim alls konar mat og nauðsynjar en undanfarna daga urðu tvær alvarlegar uppákomur. „Það voru tveir menn sem virtust bara mættir þangað til að vera með leiðindi og fúkyrði. Annar þeirra var heldur ógnandi þannig að lögreglan mætti á svæðið, handtók hann og tók hann til hliðar. Hann eyðilagði meðal annars eitt tjaldið okkar en við höfum nú fengið að láni nýtt tjald.“ Einn Palestínumannanna náði fúkyrðaflauminum á upptöku en þar má heyra uppnefni á borð við „Hamas-rottur.“ Tekur fólkið þetta nærri sér? „Auðvitað er þetta mjög óþægilegt. En við reynum að standa saman og hlúa að hvert öðru.“ Askur segir að enginn úr ríkisstjórninni hafi gert sér ferð til þeirra til að ræða málin en fólkið hefur ítrekað kallað eftir því. „Nei, það er engin hlustun og engin svör og þess vegna íhugum við einmitt að halda mótmælunum töluvert lengur áfram og reyna að finna einhverjar aðrar aðferðir til að láta í okkur heyra.“ Palestínumennirnir bíða milli vonar og ótta um hvað verður um fjölskyldur sínar sem búa við skelfilegar aðstæður á Gasa.aðsend Fer vonin ekkert dvínandi? „Nei í aðstæðum eins og þessum þá er baráttuviljinn það síðasta sem má missa.“
Palestína Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Skemmdarverk og fúkyrði á Austurvelli: „Farið heim til ykkar, Hamas-rottur“ Palestínskur maður sem haldið hefur til í tjaldi á Austurvelli segist hafa fengið tvær miður skemmtilegar heimsóknir í nótt og morgun. Myndbönd sýna tvo karlmenn, á sitthvorum tímanum, með ógnandi tilburði og fúkyrðaflaum í garð fólks á svæðinu. 2. janúar 2024 21:09 Skilur örvæntinguna en segir málið flókið og í skoðun Ef fram heldur sem horfir á Gasa verða brátt engar fjölskyldur til að sameina á Íslandi. Þetta segja aðgerðasinnar á Austurvelli. Ráðherrar funduðu um stöðu fólksins sem fast er á Gasa í morgun. Félagsmálaráðherra segir stöðuna flókna og að verið sé að kanna hvaða möguleikar séu í stöðunni. Hann kveðst skilja örvæntingu Palestínumannanna. 29. desember 2023 12:53 Fjölskylda fjórtán ára drengs föst á Gasa Palestínskur drengur biðlar til stjórnvalda að koma foreldrum sínum og systkinum út úr Gasa. Í nótt gisti hann, í reginkulda, í tjaldi á Austurvelli og þar hyggst hann og fleiri Palestínumenn dvelja þar til fjölskyldur þeirra eru komnar í öruggt skjól. Þingmaður Pírata segir orð ekki duga til, nú þurfi aðgerðir. 28. desember 2023 19:42 „Við fylgjumst bara með fjölskyldu okkar deyja smám saman“ Palestínumenn með samþykkta fjölskyldusameiningu hafa reist tjöld fyrir utan Alþingi til að minna á fjölskyldur sínar sem hafast við í tjöldum á götum Gasa við skelfilegar aðstæður. Þeir segja tímann á þrotum og að þeir neyðist til að fylgjast með fjölskyldum sínum vera því sem næst við dauðans dyr. 27. desember 2023 20:28 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Skemmdarverk og fúkyrði á Austurvelli: „Farið heim til ykkar, Hamas-rottur“ Palestínskur maður sem haldið hefur til í tjaldi á Austurvelli segist hafa fengið tvær miður skemmtilegar heimsóknir í nótt og morgun. Myndbönd sýna tvo karlmenn, á sitthvorum tímanum, með ógnandi tilburði og fúkyrðaflaum í garð fólks á svæðinu. 2. janúar 2024 21:09
Skilur örvæntinguna en segir málið flókið og í skoðun Ef fram heldur sem horfir á Gasa verða brátt engar fjölskyldur til að sameina á Íslandi. Þetta segja aðgerðasinnar á Austurvelli. Ráðherrar funduðu um stöðu fólksins sem fast er á Gasa í morgun. Félagsmálaráðherra segir stöðuna flókna og að verið sé að kanna hvaða möguleikar séu í stöðunni. Hann kveðst skilja örvæntingu Palestínumannanna. 29. desember 2023 12:53
Fjölskylda fjórtán ára drengs föst á Gasa Palestínskur drengur biðlar til stjórnvalda að koma foreldrum sínum og systkinum út úr Gasa. Í nótt gisti hann, í reginkulda, í tjaldi á Austurvelli og þar hyggst hann og fleiri Palestínumenn dvelja þar til fjölskyldur þeirra eru komnar í öruggt skjól. Þingmaður Pírata segir orð ekki duga til, nú þurfi aðgerðir. 28. desember 2023 19:42
„Við fylgjumst bara með fjölskyldu okkar deyja smám saman“ Palestínumenn með samþykkta fjölskyldusameiningu hafa reist tjöld fyrir utan Alþingi til að minna á fjölskyldur sínar sem hafast við í tjöldum á götum Gasa við skelfilegar aðstæður. Þeir segja tímann á þrotum og að þeir neyðist til að fylgjast með fjölskyldum sínum vera því sem næst við dauðans dyr. 27. desember 2023 20:28