Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Stjörnuparið heimskunna söngkonan Rihanna og rapparinn A$AP Rocky eru búin að eignast sitt þriðja barn. Um er að ræða stelpu sem er þegar komin með nafn. 24.9.2025 21:31
Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Formaður félags kynjafræðikennara hafnar fullyrðingum þingmanns Miðflokksins um að í kynjafræði felist innræting hugmyndafræði. Mynd af þingmanninum úr skólastofu sýni að kynjafræðikennarar nýti dæmi úr veruleikanum. 24.9.2025 20:55
Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Krabbameinslæknir segir að full ástæða sé til að fylgja eftir rannsóknum bandarískra krabbameinslækna á tengslum svokallaðra ofurhlaupa líkt og bakgarðshlaupa við ristilkrabbamein. Mikilvægt sé að muna að hreyfing dragi úr áhættu á krabbameini. 24.9.2025 18:08
Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Sá hópur Íslendinga sem velur að eignast ekki börn fer stöðugt stækkandi. Fæðingartíðni á Íslandi hefur verið í frjálsu falli frá bankahruninu. Ísland hefur státað af hærri fæðingartíðni en hin Norðurlöndin en er nú á svipuðum stað og eignast hver íslensk kona að meðaltali 1,56 barn. 24.9.2025 08:00
Verða bílveikari í rafbílum Fólk upplifir meiri bílveiki í rafmagnsbílum heldur en öðrum bílum. Þetta segir háls-, nef- og eyrnalæknir sem segir vísindamenn ekki búna að átta sig á hvað veldur þó líklega megi skýringuna finna í hröðunarbreytingum í rafbílunum. 24.9.2025 07:01
„Þetta var óvenjuleg ræða“ Utanríkisráðherra segir ræðu Bandaríkjaforseta á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær hafa verið óvenjulega. Mikilvægt sé að standa vörð um alþjóðakerfið í núverandi mynd og stofnanir þess, ekki síst fyrir smáríki á borð við Ísland. 24.9.2025 06:00
Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Þrettán ára drengur hefur verið handtekinn vegna sprengingar sem sprakk á Pilestredet í Osló. Mikill viðbúnaður var á vettvangi í kvöld vegna sprengingarinnar. Engan sakaði þegar sprengjan sprakk. Lögregla sprengdi á vettvangi aðra sprengju. Fylgst er með gangi mála í vaktinni að neðan. 23.9.2025 19:23
Baywatch aftur á skjáinn Bandaríska sjónvarpsstöðin Fox hyggst framleiða glænýja seríu af Baywatch þáttunum sem gerðu allt vitlaust á tíunda áratugnum og voru langvinsælustu þættir í heimi. Fox hyggst framleiða tólf glænýja þætti með glænýju fólki. 23.9.2025 18:48
SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest að dagsektir upp á milljón krónur skuli leggjast á Samtök fyrirtækja í veitingarekstri (SVEIT) ef félagið afhendir Samkeppniseftirlitinu ekki gögn í seinasta lagi 6. október. Gögnin snúa að rannsókn á meintum samkeppnisbrotum. 23.9.2025 18:03
Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins vill að þjóðaröryggisráð Íslands verði kallað saman þegar í stað í ljósi vendinga í nágrannalöndum Íslands þar sem flugvöllum var lokað vegna drónaflugs í gærkvöldi. Hún spyr hver taki ákvarðanir um stjórn landsins nú þegar bæði forsætisráðherra og utanríkisráðherra eru erlendis. 23.9.2025 17:07