Endurvekur misheppnuðustu útihátíð heims Skipuleggjandi misheppnuðustu útihátíðar í heimi, Fyre Festival, skipuleggur nú endurkomu hátíðarinnar sem hann kallar Fyre II. Hann er enn á skilorði eftir að hafa verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir svik eftir þá síðustu. Fjárfestir sem lagði fé í þá fyrri varar hugsanlega fjárfesta við að taka þátt í gjörningnum. 10.9.2024 10:02
Selur tvær íbúðir á sama tíma Ferðaljósmyndarinn og áhrifavaldurinn Ása Steinarsdóttir er með tvær íbúðir á sölu í miðborg Reykjavíkur ásamt eiginmanni sínum Leo Alsved. Aðra þeirra hafa þau nýtt í útleigu og á Airbnb. 9.9.2024 17:31
Opnar sig í myndbandi: Hefur lokið lyfjameðferð Katrín Middleton prinsessa af Wales hefur lokið lyfjameðferð. Hún segist nú ætla að einbeita sér að því að halda sér heilbrigðri. 9.9.2024 16:08
Selur íbúð með palli en engum berjarunna Guðmundur Heiðar Helgason almannatengill hefur sett frægasta pall landsins í Vogahverfi í Reykjavík á sölu. Pallurinn komst í fréttir fyrir þremur árum síðan þegar borgaryfirvöld fóru fram á að þar yrði grasblettur og berjarunni. 9.9.2024 14:45
„Hvað ef Katrín Jakobsdóttir hefði lent í sama máli?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra segir vandamálabransann orðið sérstakt vandamál á Íslandi. Það sé bransi sem gangi út á að finna sífellt nýtt bakslag til þess að geta beðið um meiri pening frá hinu opinbera. Þetta segir Sigmundur í podcasti Sölva Tryggvasonar. Hann segir stjórnmálamenn upp til hópa ekki standa í lappirnar gagnvart þessu og fleiri málum sem snúi að umbúðum og ímyndarmennsku. 9.9.2024 10:50
Hart barist á hundruð milljóna jólamarkaði „IceGuys jólatónleikarnir eru orðnir þeir stærstu í lýðveldissögunni,“ sagði Máni Pétursson skipuleggjandi jólatónleika IceGuys í Laugardalshöll hróðugur fyrr í vikunni eftir að nítján þúsund miðar seldust á tónleikana. Það er stór fullyrðing, enda eru tónleikarnir langt frá því að vera einu jólatónleikar ársins. Hart er barist á hundruð milljóna jólamarkaði þar sem framboðið hefur aldrei verið eins mikið. 7.9.2024 15:02
Hljómi eins og öskubakki Ástralski kántrísöngvarinn Keith Urban er yfir sig hrifinn af kollega sínum og stjörnunni Miley Cyrus. Hann hrósaði henni með frekar einkennilegum hætti í hlaðvarpsþætti nýverið þar sem hann sagði hana hljóma alveg eins og öskubakki. 5.9.2024 17:00
Upplifi að þeir megi ekki segja nei við kynlífi Strákar upplifa margir að þeir þurfi að vilja kynlíf og sumir hafa orðið fyrir því að fá skítinn yfir sig þegar þeir hafna stelpum á djamminu. Þá er það talið meira niðurlægjandi fyrir stelpur að vera ölvaðar á djamminu en fyrir stráka. 5.9.2024 15:01
Naglalökkuð Áslaug blæs á sér hárið Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir nýsköpunar- og háskólamálaráðherra hóf daginn á að blása á sér hárið áður en hún mætti á nefndarfund. Áslaug birti myndband á Instagram þar sem hún sendir Bolla í Sautján tóninn fyrir umdeild ummæli hans í fréttum í gær. 5.9.2024 13:42
Þegar ellefu ára Eivør sló í gegn Þegar færeyska stórsöngkonan Eivør Pálsdóttir var einungis ellefu ára gömul kom hún fram í sjónvarpsþættinum Barnalotunni ásamt vinkonu sinni Petsi. Færeyska ríkisútvarpið Kringvarpið rifjar það upp og birtir myndband af þeim syngjandi vinkonum í tilefni af því að Eivör mætir í dag sem gestur í Barnaútvarpið. 5.9.2024 10:24