Í erfiðleikum með að greiða upp strandveiðibát vegna ósanngjarns kerfis Smábátasjómaður á Raufarhöfn segir strandveiðikerfið ógna byggðum á Norðaustur- og Austurlandi. Sonur hans keypti bát fyrir tímabilið í sumar en gat lítið sem ekkert veitt og á nú í miklum erfiðleikum með að greiða hann upp. 27.7.2022 07:01
Hefur engar áhyggjur af hundasjúkdómi sem getur smitast í menn Starfandi sóttvarnalæknir segir að bakterían sem grunur leikur á að hafi greinst í hundi hér á landi í fyrsta skipti smitist mjög ólíklega yfir í menn þó hún geti það vissulega. Hún hefur ekki áhyggjur af stöðunni sem Matvælastofnun hafi þegar náð vel utan um. 26.7.2022 17:26
Ekki á borðinu að bæta við kvótann í sumar Ekki kemur til greina að bæta við þorskkvótann í sumar til að lengja strandveiðitímabilið að sögn matvælaráðherra. Því lauk fyrir helgi og eru strandveiðimenn á Austurlandi afar ósáttir með að þeir hafi lítið fengið að nýta hann. 26.7.2022 12:01
Hugmyndir Björns „fullkomlega óraunhæfar“ Þingmaður Samfylkingarinnar segir hugmyndir formanns stjórnar Landspítala um að fækka starfsfólki spítalans á stuðningssviðum í hagræðingarskyni fullkomlega óraunhæfar. Stuðningsfólkið létti undir með hjúkrunarfræðingum. Nóg álag sé á þeim nú þegar. 25.7.2022 12:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Formaður Félags lífeindafræðinga segir Landspítalann ekki mega við því að starfsfólki fækki. Nýr formaður stjórnar spítalans sagði í dag að mögulega þyrfti að fækka starfsfólki í hagræðingarskyni. Við fjöllum um málið í Kvöldfréttum okkar á Stöð 2 klukkan 18:30 í kvöld. 24.7.2022 18:14
Gleðin allsráðandi í Ólafsvík Gleðin var allsráðandi á Hinseginhátíð Vesturlands sem fór fram í Ólafsvík í dag. Þar var að sjálfsögðu gengin gleðiganga líkt og tíðkast á sambærilegri hátíð sem haldin er í Reykjavík ár hvert. 23.7.2022 22:33
Önnur beinagrindin sem finnst í heilu lagi Bein nokkurra hermanna sem féllu í orrustunni við Waterloo árið 1815 hafa nú fundist. Fundurinn er talinn stórmerkilegur enda bardaginn einn sá sögulegasti í Evrópu á síðustu öldum en hann markaði endalok Napóleonsstyrjaldanna. 23.7.2022 14:29
Druslugangan haldin í dag: „Það er hiti og fólk er tilbúið að berjast“ Druslugangan verður haldin í dag í fyrsta skipti eftir tveggja ára hlé í heimsfaraldri. Gengið verður frá Hallgrímskirkju klukkan tvö í dag og niður á Austurvöll þar sem efnt verður til samstöðufundar með ræðuhaldi og tónlistarflutningi. 23.7.2022 13:19
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Verðbólga nálgast nú tíu prósent og hefur ekki mælst hærri í þrettán ár. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir þróunina hafa gríðarleg áhrif fyrir komandi kjaraviðræður. Það komi ekki til greina að félagsmenn beri byrðina einir. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2, kl. 18:30. 22.7.2022 18:09
Sérstakt hve áköf umræðan um laun sveitarstjóra sé orðin Aldís Hafsteinsdóttir, nýr sveitarstjóri Hrunamannahrepps, segir það hverrar sveitarstjórnar fyrir sig að ákveða hvort biðlaun sveitarstjóra falli niður séu þeir ráðnir í nýtt starf. Sjálf fékk hún tæpar 17 milljónir greiddar frá Hveragerði við starfslok sín í byrjun sumars vegna biðlauna og launatengdra gjalda og þiggur nú laun frá Hrunamannahreppi. 22.7.2022 13:00