Nítján ára ferðamaður fannst látinn Nítján ára ferðamaður fannst látinn við Svínafell síðastliðið föstudagskvöld. Hópur ferðamanna óskaði eftir aðstoðar lögreglunnar við leit að manninum unga sem hafði lagt af stað í göngu og ekki komið til baka innan eðlilegra tímamarka. 6.7.2025 13:14
Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Þingmenn stjórnarflokkanna og stjórnarandstöðunnar tókust á í Sprengisandi í dag en til umræðu var þráteflið á þinginu sem engan enda virðist ætla að taka. Enn eru engir þinglokasamningar í höfn og er helsti ásteytingarsteinninn veiðigjaldafrumvarpið svokallaða. Stjórnarandstaðan hefur heitið því að málþæfa því þangað til að það verði tekið af dagskrá. 6.7.2025 12:19
Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Sprengisandur er á sínum stað klukkan tíu þar sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi ræðir samfélagsmálin við góða gesti. 6.7.2025 09:45
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Höddi og Halldór eru miklir fjallagarpar en þeirra fjallamennska er ekki þessi hefðbundna. Raunar lítur klif hæstu tinda landsins og Evrópu út eins og Esjurölt í samanburði. Blaðamaður sló á þráðinn til þeirra nýkominna aftur í siðmenninguna eftir tæplega tveggja mánaða ferðalag hringinn um Grænlandsjökul, ísbreiðuna miklu sem þekur mestalla eyjuna, á óhefðbundnu farartæki. 6.7.2025 09:00
Ætla að knýja Flatey með sólarorku Umhverfis-, orku og loftslagsráðherra og forstjóri Orkubús Vestfjarða undirrituðu í gær samning um orkuskipti í Flatey á Breiðafirði. Samningurinn leggur grunninn að nýtingu fjölbreyttra endurnýjanlegra orkugjafa í raforkukerfi eyjarinnar og mun um leið draga verulega úr notkun jarðefnaeldsneytis við framleiðslu raforku. 6.7.2025 08:34
Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Björn Skúlason, eiginmaður Höllu Tómasdóttur forseta Íslands, óskaði á föstudag Bandaríkjamönnum til hamingju þjóðhátíðardag sinn og sagði að fagna skyldi frelsinu „okkar.“ Á sautjánda júní birti hann fræðifærslu um meltingargerla. 6.7.2025 08:16
Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður fer hlýnandi á næstu dögum og bjart verður víða á landinu og hlýtt í dag. Vestlæg átt er ríkjandi 5 til 13 m/s en skýjað suðvestantil framan af degi. Hiti er á bilinu 10 til 20 stig og hlýjast á suðausturlandi. 6.7.2025 07:29
Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Það var æsingur í bænum þetta laugardagskvöldið eins og svo oft áður og hafði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu nóg að gera. Slagsmál brutust út fyrir utan skemmtistaði og voru slagsmálaaðilar æstir í viðræðum við lögreglu. Þá var tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum. 6.7.2025 07:22
Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Björgunarsveitir voru boðaðar út klukkan ellefu í gærkvöldi vegna göngukonu í sjálfheldu skammt frá Hrafntinnuskeri. 5.7.2025 15:44
Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Björgunarsveitir hafa staðið í ströngu í alla nótt í Texas þar sem umfangsmesta flóð síðari ára hafa riðið yfir. Úrhellisrigning hafa valdið mikilli hækkun og fjölmargra er saknað. Sumarbúðir stelpna urðu einna verst fyrir flóðinu og er 25 stelpna saknað. 24 hið minnsta eru látnir og fleirra saknað. 5.7.2025 09:53