Fréttamaður

Rafn Ágúst Ragnarsson

Rafn Ágúst er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Út­lagar spreyjaðir gylltir

Útlagar, stytta Einars Jónssonar myndhöggvara, á horni Suðurgötu og Hringbrautar hefur orðið fyrir óvæntum breytingum. Einhver óprúttinn aðili hefur málað styttuna gyllta með málningu eða spreybrúsa.

Sinueldur í Reykja­nes­bæ

Sinueldur logar í Grænásbrekku í Reykjanesbæ. Slökkviliðsmenn eru á vettvangi og gengur vel að ná tökum á brunanum.

Dómi Harvey Weinstein snúið við

Áfrýjunardómstóll í New York-ríki hefur snúið við nauðgunardómi kvikmyndaframleiðandans alræmda Harvey Weinstein frá árinu 2020. Hann hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð.

Tekur fyrir að hafa verið „her­maður Hitlers“

Sautján ára danskur drengur tekur fyrir það í héraðsdómnum í Holbæk að hafa verið hluti af nýnasískum hryðjuverkasamtökum og að hafa verið „hermaður Hitlers.“ Hann var handtekinn fyrir grun um aðild að alþjóðlegum hryðjuverkasamtökum árið 2022 og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan.

Seltjarnarnesbær gengur frá sölu á Safnatröð

Seltjarnarbær hefur gengið frá sölu á fasteigninni Safnatröð 1 þar sem hjúkrunarheimilið Seltjörn er til húsa. Kaupandinn er félagið Safnatröð slhf. sem er í eigu innviðasjóðsins Innviðir fjárfestingar II slhf. en hann er í eigu lífeyrissjóða.

Heims­met Japanans gildir ekki

291 meters skíðastökk Japanans Ryoyu Kobayashi í Hlíðarfjalli á Akureyri í gær verður ekki skráð sem heimsmet þó að það hafi verið lengra en gildandi heimsmet. Alþjóðaskíðasambandið segir stökkið ekki hafa uppfyllt skilyrði þess.

Ei­ríkur og Bjarni takast á um nefnd um ís­lenska tungu

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus í íslenskri málfræði, og Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, tókust á um sérstaka ráðherranefnd um málefni íslenska tungu sem sett var á stofn árið 2022. Ákveðið var á ríkisstjórnarfundi á dögunum að nefndin yrði lögð niður og segir Eiríkur það vott um getuleysi ríkisstjórnarinnar í málaflokknum.

Land­eig­endur höfða mál gegn ríkinu vegna Hvammsvirkjunar

Ellefu landeigendur við bakka Þjórsár hafa höfðað mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur gegn íslenska ríkinu og Landsvirkjun og freista þess að fá felld úr gildi með dómi leyfi Fiskistofu og heimild Umhverfisstofnunar fyrir Hvammsvirkjun frá því fyrr í þessum mánuði. Hafa þeir fengið flýtimeðferð í málinu.

Sjá meira