

fréttamaður
Rakel Sveinsdóttir
Rakel sér um flokkana Atvinnulíf og Áskorun á Vísi.
Nýjustu greinar eftir höfund

Selfossvinir og afar sem velta milljörðum
Það er ekkert smá gaman að spjalla við vinina Guðbrand Randver Sigurðsson og Davíð Þór Kristjánsson, sem nú fara fyrir fyrirtækinu IDS á Íslandi en stofnuðu Endor árið 2015; sem síðar var selt til Sýnar, en klauf sig þaðan út í fyrra og er nú hluti af alþjóðlegu keðjunni IDS.

Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“
„Það hafa margir haldið að við værum frá verðlagseftirliti ASÍ!“ segja hjónin Ingi Torfi Sverrisson og Linda Rakel Jónsdóttir, stofnendur LifeTrack og skella upp úr. Enda oft hlegið í samtalinu við þau, þótt líka kveði á alvarlegri undirtón.

Að hringja sig inn veik á mánudögum
Atvinnulífið titrar og skelfur alla mánudaga eftir Super Bowl í Bandaríkjunum. Hvers vegna? Jú, spurningin er: Hversu margir mæta til vinnu í dag? Eða ætti frekar að spyrja: Hversu margt fólk hringir sig inn veikt í dag?

Fermingarmyndin ekki til útflutnings
Hrönn Greipsdóttir, forstjóri Nýsköpunarsjóðsins Kríu, segir engan hasar á morgnana lengur. Þau hjónin séu tvö með latan hund og oftar en ekki er Hrönn svo heppin að eiginmaðurinn gefur henni fyrsta kaffibollann um það leyti sem hún fer fram úr.

Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda
Það er ekkert óalgengt að fólk hætti í vinnunni sinni því það fílar ekki yfirmanninn. Enda löngum vitað að stjórnendur eru mishæfir til starfa.

Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“
„Ég endaði mitt erindi á því að leggja þetta fram að gamni sem sparnaðartillögu fyrir nýja ríkisstjórn,“ segir Thelma Kristín Kvaran ráðgjafi hjá Intellecta og brosir.

„Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“
„Nýlega heyrði ég í konu sem einfaldlega sagði við mig eftir svona ferli: „Aldrei, aldrei aftur í lífinu mun ég gera þetta aftur.“ Svo ömurlegt fannst henni þetta ferli vera og við verðum að átta okkur á því að í sumum tilfellum getur nafnabirting umsækjenda skemmt fyrir viðkomandi,“ segir Hildur Ösp Gylfadóttir framkvæmdastjóri mannauðs hjá HSN.

„Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“
„Þegar ég var í háskólanum keypti ég IBM fartölvu sem var risastór kassi og sambærileg að þyngd og saumavél. Þessi tölva var með pínulitlum innbyggðum skjá en fram að þessu hafði ég átt tölvu sem ég tengdi við sjónvarpið því það voru ekki tölvuskjáir,“ segir Þór Hauksson og hlær.

Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“
Jón Trausti Ólafsson, forstjóri Öskju, opinberar sök í smá prakkarastriki á Skaganum þegar hann var sex ára en almennt telur hann sig ekki hafa verið mikinn prakkara í æsku. Uppáhaldsmorgnarnir eru þegar hann byrjar daginn í golf hermi með félögunum.

„Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“
„Það sem mér finnst áhugaverðast þegar ég horfi til baka eru tækifærin sem liggja í þessu. Advania er til dæmis að kynna nýja lausn sem gerir fyrirtækjum kleift að halda utan um umhverfisáhrif með því að nýta gögn úr rafrænum reikningum. Lausnin auðveldar ferlið og þá nýtist það eins og mælitæki á árangurinn,“ segir Þóra Rut Jónsdóttir, forstöðumaður sjálfbærni og umbóta hjá Advania á Íslandi.