Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“

Úkraínumenn hyggja á umfangsmikla hernaðaruppbyggingu sem þeir vonast til að dugi til sem tryggja tilvist og sjálfstæði Úkraínu gegn Rússum í framtíðinni, og hjálpi þeim i að binda enda á núverandi innrás Rússa. Þetta gæti verið besta öryggistrygging Úkraínu, þar sem slíkar tryggingar frá Vesturlöndum virðast ekki ætla að raungerast.

Mátti ekki nota her­menn til lög­gæslu í Los Angeles

Bandarískur alríkisdómari hefur komist að þeirri niðurstöðu að Donald Trump, forseta, hafi brotið lög þegar hann notaði landgönguliða og meðlimi þjóðvarðliðs Bandaríkjanna til almennrar löggæslu í Los Angeles fyrr í sumar. Rúmir tveir mánuðir eru síðan Trump sendi hermennina með því markmiði að kveða niður mótmæli vegna umdeildra aðgerða útsendara landamæraeftirlits Bandaríkjanna.

„Rússar eru upp á náð Kín­verja komnir“

Vladimír Pútín og Xi Jinping, forsetar Rússlands og Kína, skrifuðu í dag undir viljayfirlýsingu um að byggja gasleiðslu milli ríkjanna. Undirskriftin þykir til marks um sterkari tengsl ríkjanna en hún varpar í senn ljósi á yfirburðastöðu Kínverja gagnvart Rússum.

Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afgan­istan

Talsmaður Talibana í Afganistan segir að búið sé að staðfesta að fjöldi látinna vegna kröftugs jarðskjálfta sem varð á sunnudaginn sé kominn yfir 1.400. Búist er við því að fjöldinn muni hækka enn frekar en rúmlega þrjú þúsund eru sagðir slasaðir.

Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana

Bandarískir þingmenn þurfa að lyfta grettistaki þegar þeir mæta til vinnu í dag eftir sumarfrí og hafa takmarkaðan tíma til þess. Núgildandi fjárlög gilda eingöngu út þennan mánuð og til að samþykkja ný munu Repúblikanar þurfa atkvæði frá Demókrötum í öldungadeildinni.

Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu

Verjendur hins meinta raðmorðingja Rex Heuermann, sem giftur er íslenskri konu, hafa farið fram á að lífsýni úr hári og öðrum gömlum lífsýnum sem fundust á líkum kvenna í Gilgo Beach, verði ekki notuð í réttarhöldunum gegn honum. Dómari hefur þá kröfu til skoðunar en ákvörðun hans gæti haft mikil áhrif á málið.

Felldu tals­mann hernaðararms Hamas

Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, segir að Abu Obeida, talsmaður al-Qassam-sveita Hamas-samtakanna, hafi verið felldur í loftárás í gær. Heilbrigðisstarfsmenn á Gasaströndinni segja að minnsta kosti 43 Palestínumenn liggja í valnum frá því í gær. Flestir þeirra í Gasaborg, sem Ísraelar hafa lýst yfir að sé nú átakasvæði.

Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi

Leiðtogar Kína og Indlands, tveggja fjölmennustu ríkja heims, hétu því í morgun að verða félagar en ekki andstæðingar. Bæði ríkin hafa verið beitt umfangsmiklum tollum af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna en ráðamenn í Kína hafa einnig áhuga á því að draga úr áhrifum Bandaríkjanna í Asíu.

Sjá meira