Fréttamaður

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir

Silja Rún er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hótar þrjá­tíu prósenta tolli á ESB

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent bréf á fulltrúa Evrópusambandsins þar sem segir að Bandaríkin hyggjast setja þrjátíu prósenta toll á vörur þeirra. Skuli Evrópusambandið svara fyrir sig verða tollarnir einungis hækkaðir.

Telja já­kvæðu skrefin of fá

Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga lýsir yfir vonbrigðum yfir breytingartillögu atvinnuveganefndar Alþingis. Þau telja of fáar breytingar hafi verið gerðar.

Mennirnir enn í haldi lög­reglu

Fimm karlmenn voru handteknir í tengslum við rannsókn lögreglu eftir að skoti var hleypt af á hóteli í miðborg Reykjavíkur. Allir eru enn í haldi lögreglu en enginn slasaðist.

Leggja til að veiðigjaldið verði inn­leitt í skrefum

Þriðja umræðan um frumvarp atvinnuvegaráðherra hefst í dag eftir að 71. grein þingskapalaga var beitt í gær til að ljúka annarri umræðu. Frumvarpið fór fyrir atvinnuveganefnd í gær sem leggur til að veiðigjöldin verði innleidd í skrefum.

Veður­blíða víða um land

Veðurstofa Íslands spáir hita upp á elleftu til 21 stig en hlýjast verður á norðaustanverðu landinu. Einnig má búast við sólskini um tíma á Vestfjörðum og Vesturlandi.

Fordæmalaus á­kvörðun sem gæti breytt Al­þingi til fram­tíðar

Prófessor í stjórnmálafræði segir það fordæmalaust að svokölluðu kjarnorkuákvæði sé beitt gegn málþófi á Alþingi. Ekki sé algengt að jafn þung orð séu látin falla í þinginu líkt og síðustu daga. Of snemmt sé að segja til um áhrifin sem beiting ákvæðisins geti haft á þingið en möguleiki er á að það málþófshefðir íslenskra þingmanna breytist til muna.

Flytja hluta starf­semi SAk vegna myglu

Flytja þarf hluta starfsemi Sjúkrahússins á Akureyri vegna myglu sem kom upp á rannsóknarstofu sjúkrahússins í vetur. Forstjóri segir breytingarnar ekki hafa áhrif á starfsemi sjúkrahússins.

Bieber gefur út ó­vænta plötu

Kanadíska poppstirnið Justin Bieber gaf óvænt út nýja plötu í nótt sem ber heitið Swag. Um er að ræða sjöundu plötu Biebers en hún kemur í kjölfar mikillar umfjöllunar um andlega heilsu popparans.

Sjá meira