Íranir neita að hafa skotið eldflaugum Ísraelsk stjórnvöld segja Írana hafa skotið eldflaugum í átt að Ísrael og boða harðar gagnárásir. Íranir neita því að hafa skotið eldflaugum. Allt útlit er fyrir að vopnahlé sem bæði ríki virtust hafa samþykkt í nótt sé þegar farið út um þúfur. 24.6.2025 07:45
Sé tilraun til að þagga niður í gagnrýni Formaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir orð forsætisráðherra í Kastljósi í gær og segir hana „stilla sér upp sem fórnarlambi málþófs.“ Þingmenn Sjálfstæðisflokksins muni halda áfram að ræða frumvarpið um breytingar á veiðigjöldum sem sé óvandað frumvarp. 24.6.2025 06:44
Ísraelar samþykkja vopnahlé Trumps Ísraelar hafa samþykkt vopnahlé sem Bandaríkjaforseti tilkynnti um á milli þeirra og Írana. Eldflaugum var í nótt skotið á borgina Bersheeba í Ísrael þar sem fjórir létu lífið í íbúðablokk sem varð fyrir sprengjum. 24.6.2025 06:23
Skýjað og væta í flestum landshlutum Í dag verður austlæg eða breytileg vindátt frá þremur til tíu metra sekúndu. Búast má við einhverri vætu í flestum landshlutum. Hlýjast verður á Vesturlandi þar sem hitinn gæti náð upp í fimmtán stig. 24.6.2025 06:20
Réðst á einstakling á sjötugsaldri með hníf Alvarleg stunguárás var framin í Reykjanesbæ í á laugardagskvöld. Árásarmaðurinn hefur nú verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. 23.6.2025 11:42
Barnahátíðin Kátt snýr aftur Barnahátíðin Kátt verður haldin um næstu helgi sem hluti af Björtum dögum í Hafnarfirði. Einn skipuleggjenda hvetur foreldra til mæta með börn á öllum aldri enda nóg af viðburðum í boði fyrir alla aldurshópa. 23.6.2025 11:21
Hyggst setja RÚV „talsverðar skorður“ í þágu einkarekinna fjölmiðla Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra telur ekki skynsamlegt að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði en hyggst samt sem áður setja fjölmiðlinum talsverðar skorður í þágu einkarekinna fjölmiðla. Ráðherrann vill einnig stofna íslenska gervigreindarmiðstöð til að koma í veg fyrir skekkjur erlendra mállíkana. 23.6.2025 08:07
Handtekinn fyrir að sveifla hamri Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um mann sem var að sveifla hamri á almannafæri. Er lögreglu bar að garði var búið að afvopna manninn og var hann handtekinn á vettvangi. 23.6.2025 07:10
„Gríðarstór“ árás á höfuðborgina Að minnsta kosti fjórir létust í árásum Rússa á Kænugarð og nágrenni borgarinnar í nótt. Þrettán eru særðir en árásinni er lýst sem gríðarstórri. 23.6.2025 06:30
Áfram hlýjast á Vesturlandi Útlit er fyrir norðaustlægri átt og víða golu og rigningu með köflum. Úrkomuminna verður á Suður- og Vesturlandi. Áfram verður hlýjast á Vesturlandi. 23.6.2025 06:13