Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Fjöldi mótmælenda fóru inn á loftslagsráðstefnuna COP30 sem er nú haldin í Brasilíu. Það kom til átaka á milli mótmælendanna og öryggisvarða, sem læstu ráðstefnugesti inni á meðan átökin stóðu. 11.11.2025 23:44
Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Stjórnsýslufræðingur segir tilfærslu fráfarandi ríkislögreglustjóra endurspegla samkomulag við dómsmálaráðherra fremur en formlega afsögn. Hann telur ákvörðunina fela í sér sterka yfirlýsingu um ábyrgð í einu valdamesta embætti ríkisins. Tilfærslan hefur sætt gagnrýni. 11.11.2025 23:16
Willum íhugar formannsframboð Willum Þór Þórsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins, íhugar formannsframboð í Framsóknarflokknum. 11.11.2025 20:38
Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Formaður foreldrafélags Laugarnesskóla segist ekki vilja hugsa til þess hvað þurfi að gerast til að borgaryfirvöld taki gangbraut við skólann til skoðunar. Tvö slys hafa átt sér stað á sama stað á einum mánuði. 11.11.2025 19:29
Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Lokað hefur verið fyrir innlagnir á legudeild bæklunarskurðlækninga á Landspítalanum og fjölda skurðaðgerða frestað. Inflúensufaraldur geisar á deildinni. 11.11.2025 17:29
Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Tvö ár eru liðin frá því að rýma þurfti Grindavík með hraði vegna jarðskjálfta, en tímabilið sem fylgdi á eftir hefur einkennst af óvissu og erfiðleikum. Í Grindavíkurkirkju var efnt til samverustundar. 10.11.2025 23:33
Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Bandaríkjaforseti hefur hótað breska ríkisútvarpinu lögsókn upp á milljarð dollara fyrir að hafa skeytt saman tveimur ræðubútum. Forstöðumaður og fréttastjóri miðilsins hafa þegar sagt af sér vegna málsins. 10.11.2025 23:20
Fellaskóli vann Skrekk Fellaskóli vann Skrekk 2025, hæfileikakeppni grunnskóla í Reykjavík. Atriði nemendanna fjallaði um pressu sem fylgir því að upplifa væntingar annarra. 10.11.2025 22:29
Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þingmenn stjórnarandstöðunnar létu í ljós óánægju sína með vinnubrögð stjórnarliða í velferðarnefnd á Alþingi í dag. Frumvarp um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var afgreitt út úr velferðarnefnd í morgun, án þess að stjórnarandstöðuflokkarnir gætu komið sínum sjónarmiðum á framfæri. 10.11.2025 20:27
Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Vörður, fulltrúaráð Sjálfstæðismanna í Reykjavík, samþykkti tillögu stjórnar um að fara í leiðtogaprófkjör en uppstillingarnefnd sér um hin sætin á framboðslista þeirra til sveitarstjórnarkosninga. Óvæntir gestir voru á fundi ráðsins, þar á meðal formaður Sjálfstæðisflokksins. 10.11.2025 19:01