Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bandaríski leikarinn Peter Greene, sem var þekktastur fyrir hlutverk sitt sem illi öryggisvörðurinn Zed í kvikmyndinni Pulp Fiction, er látinn. Greene varð sextugur í október. 13.12.2025 09:43
Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Sautján keppendur í Festival da Canção, undankeppni Portúgal fyrir söngkeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, segjast ætla að sniðganga Eurovision vinni þeir innlendu undankeppnina. 12.12.2025 23:56
ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Stjórn Evrópusambandsins hefur ákveðið að beita neyðarheimild sem felst í að ríkiseignir Rússlands innan ESB verði frystar ótímabundið. Á sama tíma hafa rússnesk stjórnvöld hótað að beita verðbréfafyrirtækið Euroclear, vörsluaðila stórs hluta umræddra eigna, hefndaraðgerðum. 12.12.2025 22:54
Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Félags- og húsnæðismálaráðherra hyggst ekki beita sér fyrir auknum sveigjanleika vegna tilhögunar fæðingarorlofs þótt hennar persónulega skoðun sé að ríkisvaldið ætti að sleppa forræðishyggjunni í þeim efnum. Þá sé ekki einhugur í ríkisstjórninni í málaflokknum. 12.12.2025 21:03
Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Óprúttnum aðilum, sem gerðu tölvuárás á kerfi Grundarheimila í vikunni, tókst að afrita viðkvæmar persónuupplýsingar um skjólstæðinga áður en árásin uppgötvaðist. Meðal þeirra gagna voru upplýsingar um heilsufar, sem tengjast umönnun og veittri heilbrigðisþjónustu á heimilunum. 12.12.2025 20:18
Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út fyrr í kvöld eftir að eldur kviknaði í íbúð í Þverholti í Mosfellsbæ. 12.12.2025 18:16
„Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, þingkona Flokks fólksins, gagnrýnir vinnubrögð Matvælastofnunar í máli hundsins Úlfgríms en til stendur að aflífa hundinn. Hún segir fréttir af málinu hafa valdið sér vanlíðan og reiði. 12.12.2025 17:51
Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Karólína Helga Símonardóttir, varaþingmaður Viðreisnar, fagnar auknum framlögum til sjúkraflutninga og heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni í fjárlögum næsta árs. Hún þekkir það af eigin raun að hver og ein mínúta kann að skipta máli þegar kemur að sjúkraflutningum. 3.12.2025 21:58
Félögin þeirra högnuðust mest Félög Víkings Heiðars Ólafssonar, Hjörvars Hafliðasonar, Ara Eldjárn og fleiri lista- og fjölmiðlamanna eru meðal samlags- og sameignarfélaga sem skiluðu tugmilljóna króna hagnaði í fyrra. 3.12.2025 19:30
Banaslys á Fjarðarheiði Farþegi í annarri tveggja bifreiða sem rákust saman á Fjarðarheiði í dag er látinn. 3.12.2025 18:42