Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti landsmanna er hlynntur upptöku viðræðna við Evrópusambandið samkvæmt könnun Maskínu. Könnunin var gerð í desember og prófessor í stjórnmálafræði telur líklegt að afstaða fólks sé að taka hröðum breytingum samhliða vendingum á alþjóðavísu. Geri megi ráð fyrir algjörri uppstokkun í umræðu um kosti og galla aðildar. 11.1.2026 12:20
Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Um fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu tegundir af matvælum samkvæmt rannsókn og eru útsettari fyrir næringarskorti. Svokölluð bragðlaukaþjálfun hefur gefið góða raun í að draga úr matvendni. 10.1.2026 13:32
Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Nýtt ár blasir nú við og margir nýta þessi tímamót til þess að setja sér háleit markmið og strengja áramótaheit. 2.1.2026 22:22
„Miður að bensínhákum sé umbunað“ Bensínverð hefur lækkað um þriðjung eftir áramót en Neytendasamtökunum berast kvartanir um að verði hafi verið haldið uppi fyrir þann tíma. Formaður segir ósanngjarnt að bensínhákum sé umbunað á sama tíma og rekstrarkostnaður sparneytinna bíla hækkar. 2.1.2026 21:44
Neytendur eigi meira inni Eldsneytisverð hefur lækkað hressilega eftir áramót en neytendur eiga frekari lækkun inni, segir framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Rekstrarkostnaður bíla hækki hjá flestum og sérstaklega hjá þeim sem reka eyðslugranna bíla. 2.1.2026 12:45
Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Hláturinn lengir lífið, sagði einhver og er sú gullna regla í hávegum höfð á fréttastofu Sýnar. Við skyggnumst á bak við tjöldin í störfum fréttastofunnar við árslok og gerum hér upp liðið ár á okkar hátt. 1.1.2026 07:13
Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Ríkisstjórnin virðist ekki hafa staðist væntingar meirihluta landsmanna á því ári sem liðið er frá því að hún tók við völdum samkvæmt nýrri könnun. Ánægja með aðgerðir þeirra í menntamálum mælist einna minnst. Við rýnum í nýja könnun Maskínu í kvöldfréttum á Sýn. 30.12.2025 18:03
Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Einn hlýjasti desembermánuður frá upphafi mælinga er nú brátt að baki en búist er við frosti á nýju ári. Veðurfræðingur ræddi veðurspá gamlárskvölds í beinni útsendingu í kvöldfréttum. 29.12.2025 21:06
Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Föður sem lenti í bílslysi í Suður-Afríku er enn haldið sofandi í öndunarvél og langur batavegur er fram undan. Vinur hans segir slysið hafa orðið á stórhættulegum vegarkafla og aðstandendur hans standa fyrir söfnun til þess að geta stutt hann á sjúkrabeðinum. 29.12.2025 19:22
Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra sem er þessa dagana með þrjá ráðherrahatta á höfði sínu segir ekki von á breytingum í ráðherraskipan Flokks fólksins á næstunni. Hjartaaðgerð Guðmundar Inga Kristinssonar mennta- og barnamálaráðherra hafi gengið vel. 29.12.2025 12:26