varafréttastjóri

Sunna Sæmundsdóttir

Sunna er varafréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Meiri­hluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“

Meirihluti landsmanna er hlynntur upptöku viðræðna við Evrópusambandið samkvæmt könnun Maskínu. Könnunin var gerð í desember og prófessor í stjórnmálafræði telur líklegt að afstaða fólks sé að taka hröðum breytingum samhliða vendingum á alþjóðavísu. Geri megi ráð fyrir algjörri uppstokkun í umræðu um kosti og galla aðildar.

„Miður að bensínhákum sé um­bunað“

Bensínverð hefur lækkað um þriðjung eftir áramót en Neytendasamtökunum berast kvartanir um að verði hafi verið haldið uppi fyrir þann tíma. Formaður segir ósanngjarnt að bensínhákum sé umbunað á sama tíma og rekstrarkostnaður sparneytinna bíla hækkar.

Neyt­endur eigi meira inni

Eldsneytisverð hefur lækkað hressilega eftir áramót en neytendur eiga frekari lækkun inni, segir framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Rekstrarkostnaður bíla hækki hjá flestum og sérstaklega hjá þeim sem reka eyðslugranna bíla.

Von­brigði í mennta­málum og áramótasprengja

Ríkisstjórnin virðist ekki hafa staðist væntingar meirihluta landsmanna á því ári sem liðið er frá því að hún tók við völdum samkvæmt nýrri könnun. Ánægja með aðgerðir þeirra í menntamálum mælist einna minnst. Við rýnum í nýja könnun Maskínu í kvöldfréttum á Sýn.

Spáin fyrir gaml­árs­kvöld að teiknast upp

Einn hlýjasti desembermánuður frá upphafi mælinga er nú brátt að baki en búist er við frosti á nýju ári. Veðurfræðingur ræddi veðurspá gamlárskvölds í beinni útsendingu í kvöldfréttum. 

Föðurnum enn haldið sofandi í öndunar­vél

Föður sem lenti í bílslysi í Suður-Afríku er enn haldið sofandi í öndunarvél og langur batavegur er fram undan. Vinur hans segir slysið hafa orðið á stórhættulegum vegarkafla og aðstandendur hans standa fyrir söfnun til þess að geta stutt hann á sjúkrabeðinum.

Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum

Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra sem er þessa dagana með þrjá ráðherrahatta á höfði sínu segir ekki von á breytingum í ráðherraskipan Flokks fólksins á næstunni. Hjartaaðgerð Guðmundar Inga Kristinssonar mennta- og barnamálaráðherra hafi gengið vel.

Sjá meira