Fréttamaður

Svava Marín Óskarsdóttir

Svava Marín er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ástin blómstrar hjá Steinunni

Leik- og fjölmiðlakonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir hefur fundið ástina í örmum Gunnars Gylfasonar framkvæmdastjóra. Parið hefur verið að hittast undanfarið og virðist lífið leika við þau.

Endur­nýjuðu heitin að rúss­neskum sið

Ragnar Sigurðsson, knattspyrnumaður, og eiginkona hans, Elena Bach, endurnýjuðu heitin með glæsilegri brúðkaupsveislu í Rússlandi í byrjun desember síðastliðnum. Hjónin gengu í hjónaband í október 2020. Ragnar og Elena birtu óséðar myndir frá deginum á Instagram.

Mið­punktur kvöldsins í gegn­sæjum sam­festingi á árs­há­tíð RÚV

Fjölmiðlakonan Guðrún Dís Emilsdóttir, betur þekkt sem Gunna Dís, vakti mikla athygli fyrir glæsilegan klæðaburð þegar hún mætti á árshátíð Ríkisútvarpsins og árshátíð Mosfellsbæjar um liðna helgi. Hún klæddist gegnsæjum svörtum blúndusamfestingi og svörtum undirfötum.

Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest

„Ég er opin, jákvæð og forvitin um heiminn. Ég tek þátt í þessari keppni með metnað, hjartahlýju og mikla löngun til að vaxa og læra. Ég elska að kynnast nýju fólki og finn alltaf leið til að hafa gaman, sama hvað ég er að gera,“ segir Erla Talía Einarsdóttir keppandi í Ungfrú Ísland, aðspurð um hvað greini hana frá öðrum keppendum.

Selur í­búðina og flytur til Eyja

Íþróttafréttakonan Svava Kristín Grétarsdóttir hefur sett íbúð sína við Hvassaleiti 30 í Reykjavík á sölu og sagt starfi sínu lausu á Stöð 2. Sem einstæð móðir lítillar stúlku hefur hún ákveðið að flytja til Vestmannaeyja, þar sem fjölskylda hennar býr.

Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa

Liðin vika var með eindæmum viðburðarrík hjá íslensku stjörnunum. Skemmtanalífið var upp á sitt allra besta um helgina með fjöldanum öllum af árshátíðum og öðrum líflegum viðburðum. Þá voru myndir frá ferðalögum erlendis áberandi og virðast Íslendingar æstir í að ná nokkrum sólargeislum inn áður en vorið bankar á dyrnar, hvort sem það er á suðrænum slóðum eða á skíðum.

Ung­frú Ís­land snýst ekki um fal­legustu stelpuna

„Þegar ég keppti í Ungfrú Ísland í fyrsta skipti á síðasta ári var ég mjög kvíðin yfir því að stíga fram með gervifót. Ég geng örlítið öðruvísi og fannst hugmyndin um að ganga á sviði í bikiní ógnvekjandi. Sekúndubroti áður en ég steig inn á sviðið var ég viss um að ég myndi kikna í hnjánum,“ segir hin nítján ára Matthildur Emma Sigurðardóttir spurð um stærstu áskorunina sem hún hefur tekist á við í lífinu.

Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum

Eins og oft er sagt, er aldur afstæður. Ein mesta gæfa í lífi fólks er að finna ástina og eins og allir vita spyr ástin ekki um aldur. Hér að neðan er listi yfir þekkta einstaklinga í samfélaginu þar sem aldursmunurinn er allt að 45 ár.

Öðru­vísi pítsur sem kitla bragð­laukana

Pítsakvöld á föstudegi er fullkomin leið til að slaka á eftir annasama viku og njóta góðrar máltíðar með fjölskyldu og vinum. Hvort sem þú ert í stuði fyrir pítsu með trufflum og parmesan, suðræna og sæta, eða sterka sem rífur aðeins í, þá eru þessar þrjár uppskriftir hér að neðan eitthvað fyrir þig.

Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur

„Það væri mér mikill heiður að keppa erlendis fyrir hönd Íslands og ómetanleg reynsla. Ég myndi einnig nýta tækifærið til að vekja athygli á þeim málefnum sem mér þykja mikilvæg,“ segir Guðrún Eva Hauksdóttir aðspurð af hverju hún sækist eftir því að verða næsta Ungfrú Ísland.

Sjá meira