Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Nefndarmaður Sjálfstæðisflokksins í atvinnuveganefnd segir það verulega gagnrýnisvert að atvinnuvegaráðherra hafi skrifað undir viljayfirlýsingu milli Íslands og Evrópusambandsins án þess að bera það undir þingið. Formaður atvinnuveganefndar segir sjálfsagt að taka málið fyrir á fundi þó hann sé verulega á móti Evrópusambandinu. 22.7.2025 12:14
Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi Stormur, segir erfitt að segja til um hvenær gosmóðan sem nú liggur víða yfir landinu fari á brott. Mögulega verði það seint í nótt, en hún gæti einnig setið sem fastast þangað til á fimmtudag. 21.7.2025 21:02
Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Töluverð gosmengun hefur legið yfir suðvesturhluta landsins síðustu daga og brennisteinsdíoxíð aldrei mælst hærra á höfuðborgarsvæðinu frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesskaga. Kona með astma hefur haldið sig innandyra með lokaða glugga í þrjá daga og bíður í ofvæni eftir því að það blási. 21.7.2025 19:46
„Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Mælt er með því að takmarka mikla áreynslu utandyra vegna talsverðrar gasmengunar sem hefur gert vart við sig á höfuðborgarsvæðinu það sem af er dagi. Lungnalæknir segir að hraust fólk yfir tvítugu þurfi ekki að hafa áhyggjur af menguninni. 21.7.2025 12:08
Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Tilraunaverkefni hjá ÍR býður börnum með skerta hreyfigetu upp á tækifæri til að prófa ýmsa leiki sem þau hafa kannski aldrei tekið þátt í. Verkefnastjóri segir of fá úrræði fyrir börn með hreyfihömlun á sumrin sem sitji of oft á hakanum á meðan önnur börn sækja námskeiði. 18.7.2025 22:31
Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Prófessor emeritus í stjórnamálafræði segir það að sumu leyti óheppilegt hve skarðan hluta Flokkur fólksins bar frá borði á síðasta löggjafarþingi. Sum af stærstu kosningaloforðum flokksins urðu ekki að lögum og þurfa því að bíða fram á haust. Fordæmalaust málþóf hafi þó sett strik í reikninginn. 18.7.2025 12:57
„Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ „Þá eru öll sund lokuð. Við verðum þá að una við það. Það er náttúrulega mjög svekkjandi að ná ekki að framlengja veiðarnar. Þetta eru um 800 bátar sem eru að stunda þær og bara mjög fjölmennur vinnustaður og allt í kring. “ 17.7.2025 23:03
Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Atvinnuvegaráðherra segist ekki hafa fundið neina lausn til þess að lengja strandveiðitímabilið en frumvarp hans náði ekki fram að ganga á vorþingi. Málaflokkurinn hefur verið færður um ráðuneyti. 17.7.2025 15:09
„Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Seinna í dag kemur í ljós hvort strandveiðum verður fram haldið í sumar en þær voru stöðvaðar eftir að núverandi kvóti kláraðist í gær. Vinna stendur yfir í ráðuneytinu en framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda vonast eftir fimm þúsund tonnum til viðbótar. 17.7.2025 12:15
„Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Einn reynslumesti leiðsögumaður landsins hvetur Íslendinga til að hafa varann á þegar ferðast er innanlands í sumar í ljósi nýrrar tölfræði frá Ferðamálastofu um slys. Kappið eigið það til að bera fólk ofurliði. 15.7.2025 21:35