„Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Stjórnmálafræðingur segir Sjálfstæðisflokkinn vera í ákveðinni klemmu á milli vinstri og hægri í kjölfar fundar í gær þar sem engar markvissar breytingar á stefnu voru kynntar. Stórsigur í komandi borgarstjórnarkosningum sé nauðsynlegur fyrir flokkinn. 9.11.2025 12:29
Engin ástæða til að breyta neinu Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að halla sér frekar til hægri eða vinstri til að bregðast við auknu fylgistapi að sögn formanns flokksins sem kynnti nýja ásýnd á sérstökum fundi í dag. Engar breytingar voru boðaðar á stefnu flokksins sem lítur til fortíðar. 8.11.2025 23:12
„Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Tónskáld og poppsérfræðingur segir það risastóra viðurkenningu fyrir tónlistarkonuna Laufeyju Lin að fá tilnefningu fyrir poppplötu ársins ári eftir að hún sigraði í sama flokki Grammy-verðlaunanna. Með þessu festi Laufey sig í sessi á stjörnuhimninum í tónlistarlífi utan landsteinanna. 8.11.2025 22:47
Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Hagfræðingur og dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands segir ýmislegt gagnrýnisvert við ný vaxtaviðmið Seðlabanka Íslands. Hann telur óskýrleika og flækjustig viðmiðsins vinna gegn því að leysa úr óvissu á lána- og fasteignamarkaði og segir óvíst hvort Seðlabankanum takist ætlunarverk sitt. 8.11.2025 13:04
„Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ Stóra stærðfræðikeppnin hefur farið mun betur af stað en forsvarsmenn framtaksins þorðu að vona. Krakkar um allt land hafa svarað tugi þúsunda stærðfræðidæma. Fréttastofa kíkti í heimsókn í Ísaksskóla þar sem það var svo sannarlega leikur að læra. 5.11.2025 15:23
„Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Forstjóri Icelandair segir stjórnvöld þurfa að gera það sem sé þveröfugt miðað við áform þeirra vilji þau stuðla að rekstri fyrirtækja í ferðaþjónustu. Fyrirtækið réðst í hópuppsögn í morgun í ljósi versnandi afkomu. 4.11.2025 22:04
Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Mennirnir fimm sem eru grunaðir um að hafa stolið hundruðum milljóna króna af Landsbankanum gátu margfaldað upphæðir við millifærslur á eigin reikningum. Ekkert bendir til þess að þeir hafi búið yfir sérfræðiþekkingu. Reiknistofa bankanna segir að um misnotkun á veikleika í hugbúnaði sé að ræða og að mennirnir hafi ekki átt vitorðsmann innan Reiknistofunnar. 4.11.2025 19:01
„Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Stjórnarformaður Húseigendafélagsins segir hættu á því að áform ríkisstjórnarinnar um að draga úr skattaafslætti leigutekna muni bitna á leigjendum. Það gæti mögulega unnið gegn markmiðum ríkisstjórnarinnar á húsnæðismarkaði. 3.11.2025 12:49
„Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir ljóst að fjárútlát Ríkislögreglustjóra til ráðgjafafyrirtækisins Intru verði að hafa afleiðingar. Álíka meðhöndlun á opinberu fé sé aldrei fyrirgefanleg. Málið verður tekið fyrir á fundi nefndarinnar á morgun. 2.11.2025 22:02
„Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Ráðstefna kynlífsverkafólks fór fram í fyrsta skipti hér á landi í gær. Rauða regnhlífin sem stóð fyrir ráðstefnunni kallar eftir því að umræðan verði opnuð og reglur og lög varðandi kynlífsverkafólk endurskoðað. 2.11.2025 20:01