KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfuknattleikssamband Íslands hefur sent formlega kvörtun til Alþjóðakörfuknattleikssambandsins, FIBA, vegna dómgæslu í leik karlalandsliðsins við Pólland á EM í gær. 1.9.2025 12:07
Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Alþjóðadómari til margra ára segir frammistöðu dómaratríósins í leik Íslands við Pólland á EM karla í körfubolta í gær til skammar. Allar stórar ákvarðanir féllu með heimamönnum undir lok leiks, og hver einasta hafi verið röng. 1.9.2025 09:24
Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Dómararnir í leik Íslands við Pólland á EM karla í körfubolta tóku ekki í hendur leikmanna eftir hann. Þeir flúðu hreinlega strákana okkar eftir vægast sagt umdeilda dóma í lok leiks. 31.8.2025 21:43
Íslendingar hita upp í Katowice Stuðningsmenn karlalandsliðsins í körfubolta eru samankomnir í miðborg Katowice í Póllandi þar sem þeir hita upp fyrir leik kvöldsins við heimamenn. Vísir var í beinni útsendingu á staðnum. 31.8.2025 15:30
„Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Martin Hermannsson skilur ekki hvers vegna Tryggvi Hlinason, liðsfélagi sinn í landsliðinu, er ekki spilandi hverja viku í EuroLeague á meðal bestu leikmanna álfunnar. Martin lofaði liðsfélaga sinn í hástert á blaðamannafundi í gær. 31.8.2025 09:02
EM í dag: Fimm mínútna martröð Úff. Erfitt tap að kyngja hjá strákunum okkar á EM í körfubolta. Ævintýralegur lokakafli skilaði tapi fyrir Belgum í leik þar sem Ísland leiddi frá upphafi, nánast til enda. Leikurinn var gerður upp í EM í dag. 30.8.2025 19:15
Skýrsla Vals: Illt í sálinni Það er sárt að skrifa hvert einasta orð í þessari umfjöllun. Mann verkjar í sálina eftir þetta tap Íslands fyrir Belgíu. 30.8.2025 16:31
Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Haukur Helgi Pálsson er mættur í keppnishöllina í Katowice fyrir leik Íslands við Belgíu á EM. Hann lenti í nótt eftir að hafa undirgengist aðgerð á þriðjudaginn var. 30.8.2025 11:01
Stoltur og þakklátur með tárin í augunum „Leiðtogarnir í þessu liði sögðu okkur það að við hefðum ekki mikinn tíma til að svekkja okkur. Við vorum svekktir í rútunni en svo var það búið. Þegar við komum upp á hótel lögðum við það til hliðar og einbeittum okkur að næsta hlut,“ segir Hilmar Smári Henningsson, leikmaður körfuboltalandsliðsins, um tap fyrir Ísrael á EM í gær. Öll einbeiting sé á næsta leik við Belgíu. 30.8.2025 07:00
„Ég er alltaf í slagsmálum“ „Það er bara hausinn upp og áfram gakk. Núna er bara næsti leikur á móti Belgíu sem hugurinn er við núna,“ segir Tryggvi Snær Hlinason, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í körfubolta eftir tap fyrir Ísrael í fyrsta leik á EM í gær. Næsta verkefni er strax á morgun. 29.8.2025 15:32