Fréttir

Fréttamynd

Óskar eftir fund í utanríkismálanefnd

Fulltrúi Framsóknarmanna hefur óskað eftir fundi í utanríkismálanefnd Alþingis vegna heimkvaðningar íslensks upplýsingafulltrúa í Írak. Ákvörðun utanríkisráðherra skjóti skökku við í ljósi framboðs Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.

Innlent
Fréttamynd

Gömlu húsin haldast í Kvosinni

Húsin sem brunnu í miðborg Reykjavíkur verða endurbyggð í svo til upprunalegri mynd. Gömlum húsum á svæðinu verður fjölgað, samkvæmt verðlaunatillögunni, og Lækjargata fjögur verður flutt ofan af Árbæjarsafni.

Innlent
Fréttamynd

Evrubankinn fylgir fordæminu

Evrópski seðlabankinn fylgdi fordæmi nokkurra seðlabanka í dag og ákvað að halda stýrivöxtum óbreyttum í fjórum prósentum. Áður hafði Seðlabanki Íslands og bankar í Bretlandi, Kanada, Brasilíu og Ástralíu ákveðið að halda vöxtum kyrrum í ljósi hræringa á fjármálamörkuðum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Óbreyttir stýrivextir í Bretlandi

Englandsbanki ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,75 prósentum. Ákvörðunin kom ekki á óvart enda höfðu flestir reiknað með þessari niðurstöðu. Fyrr á árinu var hins vegar gert ráð fyrir 25 punkta vaxtahækkun en hún var endurskoðuð í ljósi óróleika á fjármálamörkuðum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Stærsti prentsamningur Íslands í höfn

Prentsmiðjan Oddi og Birtíngur útgáfufélag ehf. hafa gert með sér samning um prentun allra tímarita Birtíngs. Þetta mun vera einn stærsti prentsamningur sem gerður hefur verið hér á landi og sá stærsti sem gerður hefur verið um prentun tímarita. Samkvæmt honum prentar Oddi yfir 220 tölublöð af tímaritum Birtíngs á ári. Virði samningsins hefur ekki verið gefið upp.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Líkur á óbreyttum stýrivöxtum í Evrópu

Vaxtaákvörðunardagur er hjá Englandsbanka í Bretlandi og evrópska seðlabankanum í dag. Greinendur gera fastlega ráð fyrir því að vextir verði óbreyttir í skugga hræringa á fjármálamörkuðum. Seðlabankinn hér á landi, í Brasilíu, Kanada og Ástralíu hafa allir haldið stýrivöxtum óbreyttum. Líkur eru hins vegar á stýrivaxtalækkun í Bandaríkjunum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Seðlabankinn heldur stýrivöxtum óbreyttum

Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 13,3 prósentum. Þetta er í takt við væntingar greinenda en þeir gera ekki ráð fyrir að breyting verði á vöxtunum fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Smánar píslarsögu

Siguður Líndal lagaprófessor segir að umdeild Símaauglýsing kunni að brjóta gegn lögum. Hún smáni píslarsögu Krists.

Innlent
Fréttamynd

Vill kalla friðargæsluliða heim frá Afganistan

Formaður Vinstri grænna vill að íslenskir friðargæsluliðar í Afganistan verði kallaðir heim. Vera þeirra þar samræmist ekki lögum. Hann segir heimkvaðningu friðargæsluliða í Írak aldrei hafa komið á borð utanríkismálanefndar Alþingis.

Innlent
Fréttamynd

Á enginn skyrnafnið

Það á enginn einkaleyfi á því að selja skyr undir nafninu skyr, segir framkvæmdastjóri Mjólku sem hyggst setja skyr á markað fyrir áramót. Hann vill að stjórnvöld beiti sér fyrir því að Íslendingar fái upprunavernd á þessa hvítu mjólkurafurð.

Innlent
Fréttamynd

Heimili litháískrar fjölskyldu innsiglað

Eldvarnareftirlitið hefur innsiglað heimili sjö Litháa í Hafnarfirði. Fólkið fékk neyðarvistun hjá Rauða krossinum. Slökkvilliðið er að fara í átak gegn ólöglegri búsetu í iðnaðarhúsnæði.

Innlent
Fréttamynd

Óbreyttir stýrivextir í Ástralíu

Seðlabanki Ástralíu hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 6,5 prósentum að sinni vegna aðstæðna á fjármálamörkuðum. Greinendur höfðu gert ráð fyrir því að vextirnir myndu hækka. Vaxtaákvörðunardagur er í Kanada í dag en á evrusvæðinu, í Bretlandi og hjá Seðlabankanum hér á morgun. Gert er ráð fyrir því að bankarnir feti allir í fótspor ástralska seðlabankans og haldi vöxtum óbreyttum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sparisjóður Bolungarvíkur keyrir á verðbréfaeign

Sparisjóður Bolungarvíkur hagnaðist um 230 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 62 milljónir á sama tíma í fyrra. Þetta jafngildir því að hagnaðurinn hafi tæplega fjórfaldast á milli ára. Mestu munar um tekjur af veltufjármunum og öðrum eignum en vaxta- og þjónustutekjur drógust saman á milli ára.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lækkun í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa lækkaði almennt við opnun viðskipta í Kauphöllinni í dag. Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,5 prósent og stendur hún í 8.241 stigi. Þróunin er í takti við lækkun á hlutabréfamörkuðum í Evrópu og í Japan. Gengi bréfa í Marel hækkaði mest í fyrstu viðskiptum dagsins en gengi bréfa í Straumi-Burðarási lækkaði mest.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Íbúðalánasjóður lánaði 5,4 milljarða í ágúst

Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu tæpum 5,4 milljörðum króna í ágúst. Þar af voru um 900 milljónir vegna leiguíbúðalána en almenn útlán voru tæplega 4,5 milljarðar króna. Á sama tíma í fyrra námu heildarútlánin hins vegar 3,2 milljörðum króna. Meðallán almennra útlána voru tæpar 9,5 milljónir króna í mánuðinum, að því er fram kemur í mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Dregur úr halla á vöruskiptum

Vöruskipti voru óhagstæð um tólf milljarða króna í síðasta mánuði, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Í sama mánuði í fyrra voru vöruskipti hins vegar neikvæð um 14,4 milljarða króna. Gangi þetta eftir hefur dregið úr halla á vöruskiptum upp á 2,4 milljarða króna á milli ára.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Yahoo styrkir stöðuna gegn Google

Bandaríska netveitan Yahoo hefur keypt fyrirtækið BlueLithium, sem einbeitir sér að markaðssetningu á netinu. Kaupverð nemur 300 milljónum bandaríkjadala, tæpum 19,5 milljörðum íslenskra króna. Með kaupunum hyggst fyrirtækið styrkja stöðu sína í samkeppninni við netrisann Google.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Framboð til Öryggisráðs kynnt

Rúmlega 40% þjóðarinnar styðja framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna en um þriðjungur er andstæður því. Fundarherferð í samvinnu við alla háskóla landsins hefst í vikunni þar sem alþjóðamál og framboðið verða kynnt.

Innlent
Fréttamynd

Komið í veg fyrir hryðjuverk

Komið var í veg fyrir hryðjuverk þegar danska leyniþjónustan handtók í nótt átta grunaða hryðjuverkamenn í Kaupmannahöfn. Mennirnir eru allir sagðir tengjast al Qaeda.

Erlent
Fréttamynd

MS ósátt við Siggi's skyr

Mjólkursamsalan íhugar að kæra íslenskan skyrframleiðanda í New York fyrir að selja vöru sína undir nafninu Siggi's skyr. Samsalan kveðst eiga einkaleyfi á vörumerkinu skyri.

Innlent
Fréttamynd

Friðargæsluliði heim frá Írak

Utanríkisráðherra hefur ákveðið að kalla íslenska friðargæsluliða heim frá Írak þar sem Íslendingar vilji ekki taka þátt í stríðsrekstri þar.

Innlent
Fréttamynd

Skólanemar streyma í strætó

Farþegum Strætó á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað um fjórðung á þessu hausti - þökk sé fríkortinu sem sveitarfélögin ákváðu að gefa framhalds- og háskólanemum. Þetta er mat framkvæmdastjóra Strætó.

Innlent
Fréttamynd

Atorka hækkaði mest í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa hækkaði lítillega á heildina litið í Kauphöllinni í dag en Úrvalsvísitalan bætti við sig 0,08 prósentum. Gengi bréfa í Atorku hækkaði mest, eða um 2,86 prósent. Bréf í stoðtækjafyrirtækinu Össuri lækkaði hins vegar mest, eða um 2,34 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hlutabréf hækka í Bandaríkjunum

Gengi hlutabréfa hækkaði lítillega á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum í dag þrátt fyrir að nýbirtar tölur bentu til að dregið hafi úr framleiðslu og fjárfestingum fyrirtækja. Greinendur segja fjárfesta enn bjartsýna eftir yfirlýsingu Bens Bernanke, seðlabankastjóra Bandaríkjanna, frá því á föstudag að bankinn muni bregðast við þrengingum á bandarískum fasteignalánamarkaði.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Felix nær fullum styrk

Fellibylurinn Felxi sem fer nú yfir Mið-Ameríku hefur náð fullum styrk. Hann stefnir hraðbyr á Hondúras og Níkaragva. Tugþúsundir manna hýrðust í neyðarskýlum í nótt og 15 þúsund manns komast hvorki lönd né strönd.

Erlent
Fréttamynd

Hagnaður Alfesca jókst um 87 prósent

Hagnaður Alfesca nam 22,4 milljónum evra, jafnvirði tæpra tveggja milljarða íslenskra króna, á síðasta ári, sem lauk í enda júní. Árið þar á undan nam hagnaðurinn 12 milljónum evra og jafngildir þetta að hann hafi aukist um 87 prósent á milli ára.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Heyrnarlausir geta loks talað í gemsa

Samfélag heyrnarlausra á Stór-Reykjavíkursvæðinu á líklega eftir að liggja í gemsanum næstu dagana. Arnar Ægisson segir að samskiptin við eiginkonuna eigi eftir að batna til muna frá og með morgundeginum.

Innlent
Fréttamynd

Fjármálaráðherra ber ábyrgðina

Langur fundur fjárlaganefndar í morgun um Grímseyjarferju staðfesti subbuskapinn í stjórnsýslunni, að mati Bjarna Harðarsonar, þingmanns Framsóknarflokksins. Klúðrið má rekja til galopinnar heimildar fjármálaráðuneytisins, að mati Bjarna sem segir þáverandi og núverandi fjármálaráðherra bera ábyrgð á málinu.

Innlent
Fréttamynd

Úrvalsvísitalan lækkaði í Kauphöllinni

Úrvalsvísitalan lækkaði lítillega við lokun viðskipta í Kauphöllinni í dag. Þetta er takti við þróun á erlendum hlutabréfamörkuðum sem legið hafa beggja vegna núllsins. Gengi bréfa í Icelandair Group hækkaði verulega fyrri hluta dagsins, um rúm fimm prósent þegar mest lét, en tók að dala eftir því sem leið á. Gengi bréfa í stoðtækjafyrirtækinu Össuri hækkaði mest, eða um 1,99 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Grænt ljós á kaup Straums í Tékklandi

Fjármálaeftirlitið hefur samþykkt kaup Straums-Burðarássá 50 prósenta hlut í tékkneska fjárfestingabankanum Wood & Company. Straumur keypti hlutinn í júní með kauprétt að eftirstandandi hlutum eigi síðar en árið 2011.

Viðskipti innlent