Fiskeldi

Fréttamynd

Strokulax Arctic Fish sennilega borist í ár á Vestfjörðum

Grunur er um að strokulax frá fiskeldisfyrirtækinu Arctic Fish hafi veiðst í nokkrum laxveiðiám á Vestfjörðum að undanförnu. Tvö göt fundust á kví fyrirtækisins í Patreksfirði fyrir rúmri viku. Matvælastofnun segir að sennilega sé ekki um stórt strok að ræða. 

Innlent
Fréttamynd

Sóttu eldisstjóra til Færeyja

Landeldisfyrirtækið First Water hefur ráðið Heðin N. Joensen frá Færeyjum í stöðu eldisstjóra fyrirtækisins. Í tilkynningu frá First Water segir að Heðin hafi yfir 30 ára reynslu af fiskeldi og endurnýtingu vatnskerfa.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eldis­laxar fundust í Ósá í Pat­reks­firði

Fjórir eldislaxar veiddust í net Arctic Fish sem fyrir­tækið lagði undir eftir­liti Fiski­stofu ná­lægt ósi Ósár í Pat­reks­firði og í ánni sjálfri síðast­liðinn mið­viku­dag. Matvælastofnun rannsakar hversu margir fiskar hafa sloppið.

Innlent
Fréttamynd

Arnar­lax boðar skráningu í Kaup­höllina síðar á árinu

Icelandic Salmon, móðurfélag fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax á Vestfjörðum, hefur ákveðið að hefja undirbúning að skráningu félagsins á hlutabréfamarkað á Íslandi síðar á þessu ári en félagið er fyrir skráð á Euronext Growth markaðinn í Noregi. Arnarlax er stærsta fiskeldisfyrirtæki landsins með markaðsvirði upp á meira en 60 milljarða.

Innherji
Fréttamynd

Vala er nýr for­stjóri hjá Sæ­býli

Vala Val­þórs­dóttir er nýr for­stjóri Sæ­býlis, há­tækni­fyrir­tækis í þróun fram­leiðslu­að­ferða við land­eldi á sæeyrum (e. abalone). Þetta kemur fram í til­kynningu frá fyrir­tækinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tvær hliðar á öllum málum

„Stjórnsýslan er óásættanleg.“ Þetta eru orð Jens Garðars Helgasonar í grein í Viðskiptablaðinu 11. ágúst s.l. Þarna deilir hann á fámennar og fjársveltar ríkisstofnanir, sem eiga eftir að vinna og afgreiða leyfisumsókn í Seyðisfirði. Hann segir það geta tekið rúman áratug að fá eitt leyfi.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­komu­lag um á­fram­haldandi upp­byggingu Arctic Fish á Vest­fjörðum

Arctic Fish ehf. hefur undir­ritað sam­komu­lag um 25 milljarða króna endur­fjár­mögnun á fé­laginu með sam­banka­láni DNB, Danske Bank, Nor­dea og Ra­bobank. Um er að ræða lána­samning til þriggja ára með mögu­leika á fram­lengingu. Fjár­magnið verður notað til upp­greiðslu nú­verandi lána og fjár­mögnunar á­fram­haldandi vexti fé­lagsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fisk­veiði­ráð­gjöf og strand­veiðar

Árið 1995 var innleidd hér 25% aflaregla í fiskveiðiráðgjöf og var hún við líði í 10 ár Á þessum árum var veiði á þorski umfram ráðgjöf samtals um 149 þús tonn eða að jafnaði tæp 15 þús. tonn á ári. Við upphaf tímabilsins, þ.e. veiðiárið 1995-1996 var ráðgjöfin 155 þús tonn en við lok tímabilsins 2004-05 var hún 205 þús tonn eða um þriðjungi meiri en í upphafi. Umframveiðin virðist því ekki hafa haft neikvæð áhrif á veiðistofnstærðina, nema síður sé.

Skoðun
Fréttamynd

Stefán Þór til First Water

Stefán Þór Winkel Jessen hefur verið ráðinn sem tæknistjóri fiskeldisfyrirtækisins First Water, sem áður hét Landeldi. Stefán tekur meðfram því sæti í framkvæmdastjórn félagsins sem hann hefur starfað hjá síðan í lok síðasta árs.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sólarlag

Nú er stangaveiðin hafin af fullum krafti í ám og vötnum landsins. Þúsundir Íslendinga njóta lífsins í faðmi náttúrunnar við veiðar, og fjöldi útlendinga kemur gagngert til landsins til að veiða. Stangaveiðin er því drjúg tekjulind fyrir þjóðarbúið og dýrmæt fyrir menningu og atvinnulíf þjóðar. En þetta er viðkvæmt fjöregg eins og allt sem á líf sitt undir náttúrunni og umgengni við hana.

Skoðun
Fréttamynd

Meiri dauði hér en við Noreg

Fyrstu fjóra mánuði ársins drápust rúmlega 1,1 milljón eldislaxa í sjókvíum við Ísland. Það er um það bil 19-föld stærð villta íslenska laxastofnsins.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­talið við Seyð­firðinga sem aldrei varð

Nærsveitungi okkar kom með sporðaköstum og krafti og hreinlega sagði Seyðfirðingum að sjókvíaeldi kæmi í fjörðinn í september 2023. Honum var ekkert sérlega vel tekið, en hann kvaðst funda oftar og upplýsa okkur og taka samtalið við samfélagið og vinna með því.

Skoðun
Fréttamynd

Lækka laxeldisskatt í von um að ná þingmeirihluta

Fyrirhugaður auðlindaskattur á laxeldi í Noregi lækkar úr 35 prósentum niður í 25 prósent, samkvæmt samkomulagi sem ríkisstjórnarflokkarnir hafa náð við tvo smáflokka í því skyni að tryggja meirihlutastuðning við málið í Stórþinginu. Upphafleg tillaga gerði ráð fyrir að skatturinn yrði 40 prósent af hreinum hagnaði.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Aftur á topp lista

Seyðisfjörður er fallegur bær og hlaut á dögunum viðurkenningu. Hér er vísað í frétt um það . Hann er einn af eldri kaupstöðum landsins með kaupstaðarrétt frá 1895 en sameinaðist nýju sveitarfélagi Múlaþingi árið 2020. Verum glöð með þennan gamla fallega bæ okkar, sem vekur greinilega athygli víða fyrir sérkenni sín, falleg gömul hús, fjölbreytta veitingastaði, Lungahátíðina, Lunga skólann, Skálanessetrið og fagra náttúru.

Skoðun
Fréttamynd

Kató gamli, tíminn og vatnið

Seyðisfjörður er ein margra náttúruperla á langri festi slíkra á Austurlandi. Fyrir fjarðarbotni býr fólk sem á sögu og kyn til að bjarga sér sjálft. Þegar hallaði undan fæti í fiskveiðum og -vinnslu hófu íbúar, hægt en örugglega, að skapa sér ný tækifæri og byggðu á náttúrugæðum Seyðisfjarðar.

Skoðun
Fréttamynd

Látið fjörðinn í friði

Við Íslendingar fáum auðveldlega æði fyrir allskonar snjalllausnum, allt frá fótanuddtækjum til vindmyllugarða sem eru þessa dagana ofarlega á lista lukkuriddara, ásamt eldi á laxi í opnum sjókvíum. Saga vindmyllugarða á Íslandi er ennþá á formálastiginu en það er saga laxeldis í opnum sjókvíum hins vegar ekki, hún spannar nokkra áratugi.

Skoðun